Alþýðublaðið - 28.09.1963, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 28.09.1963, Blaðsíða 8
Ný kvikmynd,, sem. vakii hef ur athygli Þaff er affeins vinátta á miili Jean-Pierre Léaud og Marie-France Pisier í sögrunni frá París. — Aff minnsfa kosti er aðeins um vináttu aff ræffa frá hennar hendi. Fyrst í staff leikur allt í lyndi. — Antonie gerir sér gróffar vonir í kvöldboðinu hjá Colette. — En margt fer öffruvísi en ætlaff er. MEÐAN íslenzkir leikhússgestir | horfa á Gísl í Þjóðleikhúsinu og " bíða þess, að nýjum bát sé ýtt úr vör í Iðnó, opnast hinar víðu dyr leik- og skemmtihúsa um heim ail- an. — Vetrarvertíðin er að hefj- ast. En eins og kaupstaðarbúinn hefur úr meiru að moða í skemmt- analífinu en kotkarlinn, sem unir einn við kerlu sína og kú, búa ís- lendingar, sem hokra fáir við heimskautsbaug, við þrengri and- leg kjör en milljóna-þjóðirnar, sem teyga af nægtabrunnum mögu leikanna. Japanski leikstjórinn Shintaro Ishihara stjórnar leiknum, þar sem segir frá unga verkamanninum, sem féil fyrir óþekktu stúlkunni, sem hann aldrei gat eignast (Nami Tamara og Koji Furuhata). Ástin er honum affeins til sorgar og hún geisar eins og fár í huga hans. í vinnunni fer tíminn í aff skipuleggja morffið á ungu skrifstofustúlkunni. I pólska kaflanum er hetjan (Zoigniew Cybulski) og unga stúlkan (Barbara Lass), sem ætlar að taka hetjuna fram yfir bleyffuna. í skollaleiknum gleymist gleffín brátt — og hetjan hverfur aftur til annars tíma, — þegar hann hafði bindi fyrir augunum . . . Á meðan við stöndum í biðröð til að reyna að krækja í miða á þær fáu frumsýningar, sem þjóðin er blessuð með, — hafa stórþjóð- irnar um að velja mörg leikhús — og auk þess frumsýningar kvik- mynda, sem koma ekki hingað fyrr en hula gleymskunnar hefur sveipazt um þær í hinum stóra heimi. Vestan hafs og í Evrópu gengur nú mynd, sem heitir Ást um tví- tugt — á ýmsum tungumálum. — Hún var upphaflega samansett af fimm myndum, sem fjalla hver um sig um unglingaást. Ein myndin er pólsk, ein frönsk, ein japönsk, ein þýzk og ein ítölsk. Pólski kaflinn er af ýmsum tal- inn einn hinn bezti í þessari kær- leikasögu. Hann er gerður af Andrzej Wajda, sem mun að góðu þekktur í heimalandi sínu, þótt nafn hans hljómi ókunnuglega í eyrum íslendings. í byrjun kvik- myndarinnar sjást ungir elskend- ur, sem standa við ísbjarnarbúr, en hvorki birnir né önnur kvikindi draga athygli þeirra frá kærleik- anum. Allt í einu heyrist hjálpar- óp. Lítil stúlka er komin út á ís- inn til ísbjarnarins. Stúlkan biður vin sinn að hlaupa til og bjarga barninu, — en hann er með allan hugann við að ljósmynda atburð- inn. Annar maður hleypur til og bjargar barninu. Stúlkan tekur hetjuna undir arminn og leiðir hann heim til sín. Hann er hetja — vinur hennar bleyða — og auð- vitað kýs hún fíemur hetjuna en bleyðimennið. En hetjan er eng- inn unglingur lengur, — að munur á honum og hinum, sem þarna eru, heldur er það, sem er honum í fersku minni aðeins sögu- sögn í hugum þessara unglinga eins og Napoleonsstyrjaldirnar eða eitthvað slíkt. Hann yfirgefur samkvæmið og snýr aftur til éin- manaleikans, en unga stúlkan hverfur aftur til bleyðunnar, sem náði nokkrum ágætismyndum af afreksverkinu. Truffaut er sagður potturinn og pannan í því, að þessi myndasaga var gerð, — en afrek hans sjálfs, sagan af ungu fólki í Parísarborg, er heldur alls ekki svo vitlaus! Þar segir frá hinum unga Antoi- ne, sem elskar ungmeyna Colette .... stúlkukind með totumunn, sem umgengst hann eins og félaga, sem útilokað sé að elska. Antoine flytur í nýtt herbergi, þaðan, sem hann sér yfir í glugga Colette, — hann gerist heimagangur heima hjá henni, en Colette lætu^ ástar- orð hans sem vind um eyrun þjóta. Loks ldykkir hún út með því að bjóða honum til kvöldverð- ar sem svo oft áður og einmitt þetta kvöld lætur hún elskhuga sinn sækja sig, en Antoinie situr eftir með sárt ennið hjá foreldr- um Colette og horfir á sjónvarp- ið. Á dagskránni eru tónleikarnir, sem hann hafði keypt miða á — handa sér og Colette. Ástarsagan frá Japan er einna viðburðaríkust — í þeim skilningi, að þar eru framin ein tvö eða þrjú morð. Þar segir frá ungum verk- smiðjuverkamanni, sem nýtur ást-1 UNNT AÐ BÆl IN UM HELMII Christian Doemer leikur blaffaljósmyndarann, sem sér son sinn fyrsta sinn á fæffingardeild í Miinchen — systrunum lízt svona og svona á föffurinn — Unga stúlkan er á milli vonar og ótta — giftist hann henni effa ekki — hér lítur þó helzt út fyrir þaff. Leikkonan, sem bíffur bónorffs bamsföffur síns, heitir Barbara Frey. minnsta kosti 35 óra, og þegar ungir vinir hennar ætla að halda honum hátíð um kvöldið, getur hann ekki skemmt sér með hópn- um — hann kann ekki að dansa annað en vals, hann fær of mikið í staupinu og til þess að hann hafi þó að minnsta kosti einhverja skemmtun út úr hátíðinni (hann á það þó skilið) er horfið til þess ráðs að fara í skollaleik. En vínið og skollabindið fær hann til að hverfa aftur í tímann, þegar hann var ungur piltur með bindi fyrir augum við þýzka aftöku. Vélbyssu skothríðinni linnti með því að maðurinn, sem stóð við hlið hans féll. Hann gerir sér það ljóst að það er ekki aðeins 15 ára aldurs- Fjármálaráðherra Dana, Kjcl Philip sagði í ræðu fyrir skömmi að hægt væri að bæta lífskjörin Danmörku um 4% á ári, en þa þýðir tvöföldun ó 17 árum. Fjö skylda sem í dag hefur 120.000 k tekjur mundi þá eftir 17 ár haf það sem í dag svarar til 240.0C króna tekjur. Tækniþróunin í Vestur-Evrópu gefur til kynna að framleiðni og lífskjör geti batnað um 2% á ári og ef til vill á eftir að koma í ljos að hún getur verið meiri. Fyrir nokkrum árum jókst fram- leiðnin í Danmörku um 5—6%, en það stafaði af því að atvinnu- lausir fengu vinnu. Nú er þessi möguleiki ekki fyrlr hendi leng- ur. Nú er komið jafnvægi á vinnu- markaðnum en það þýðir betri mmwmmmm■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■• &■*■■•■■■■■■■■*•■■•■■»■■•■■■»■■■■■■■■■■■■■■■••■■■■■■»■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■•■!■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■irf■■■■■!-■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■••■■■■■■■■■■a■•■■■■■■■■■■■■■••!■■■«■■■■■•■•••■•■■•■■■UiÍHiHUiiiaaiaa■■■■■■•■■■■■■»■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■ g 28. sept. 1963 — ALÞÝOUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.