Alþýðublaðið - 28.09.1963, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.09.1963, Blaðsíða 7
LEIKARINN Tony Curtis hef- ur lýst því yfir, að á næstu fimm árum muni hann einbeita sér að gamanmyndum og leika einungis í slíkum myndum. Til þessa hefur hann komið fram bæði í gamau myndum og myndum alvarlegs efn is. i iiMr Bob Hope óánægBur EKKI alls fyrir löngu lýsti bandaríski gamanleikarinn Bob Hope því yfir að harin væri hætt- ur að leika í kvikmyndum. Nú hef ur hann aftur á riróti nýverið end- urskoðað þá afstöðu sína. — Mér hundleiðist, segir hann. Það getur verið ágætt út af fyrir sig að fara á veiðar, leika golf, fara í ferðalög og allt það, en þeg- ar maður er sjálfur hættur að skapa og verður að láta sér nægja sköpunarverk annarra, þá fer líf ið að verða fremur leitt. Nýstárlegar refsing- í Bandaríkjunum BANDARÍKJAMENN virðast hafa óvenju frjálsar hendur um, hverja refsingu þeir leggja á af brotamenn. Bandaríski dómarinn Heuerman i South Dakota dæmdi til dæmis fyrir fáum dögum ung an bílaþjóf til að krúnurakast. Heuerman sækir fyrirmynd sína til Gibbons dómara í Santa- Monica í Kaliforníu, en hann varð fyrstur til að beita refsingum af þessu tagi. Einu sinni dæmdi hann frú Lawford, systur Kennedys Bandaríkjaforseta til þess að ganga. á milli barnaspítala og forvitn- ast um hvort þar væru ekki sjúk-L ingar, sem hlotið hefðu lemstur í bifreiðaslysum. Sök frú Lawfords var sú, að hún hafði ekið með öku skírteini, sem ekki var lengur í giidi. Aðrir Kalifornískir dómarar hafa fyigt fordæmi þessu. Mótor- hjólreiðamaður einn var dæmdur af dómstólum til að eyða 10 dög- Framh. á 14. síðu Kumamoto-höllin, var byggS árið 1601, eyðilögð í borgarastyrj öldinni 1877 en endurreist 1960. — Hún er ein kunnasta höilin i Japan. Fullkomnar reiknivélar Bobby veikur LEIKARINN og dægurlagasöngv arinn Bobby Darin gafst upp á söngskemmtun, sem hann hélt ný lega í New York ogVarð að hætta í miðjum kliðum. Honum var ek- ið hið snarasta til sjúkrahúss, þar sem sjúkdómur hans reyndist vera ofreynsla. Kona hans, Sandra Dee, hefur látið sér mjög annt um hanri á sjúkrabeðinum ... bil í sögu Japans Sekt fyrir VIÐ yfirréttinn í Hamm í Vest- ur-Þýzkalandi hlaut Joachim von Mittelstadt, augnlæknir fyrir skömmu 40 marka sekt' eða fjög- urra daga fangelsi fyrir að hafa unnið á sunnudegi, að því er danska blaðið Politiken skýrir frá. Yfirsjón hans var fólgin í því að hann gróðursetti nokkur furutré í garðinum sínum á sunnudags- morgni. Distel með Chevalier SACHA DISTEL, gítarleikarinn, sem kenndi Brigitte Bardot að spila á gítar, hefur nú hlotið sitt mesta tækifæri til þessa. Honum hefur nefnilega verið falið að leika son Maurice Chevaliers á hvita tjaldinu. HIN SlÐAN HINAR mörgu hallir, sem á sín um tima voru tákn. um vald að- alsins í. Japan hafa nú á árunum eftir heimsstyrjöldina verið byggð ar upp og lagfærðar, vegna vax- andi áhuga innfæddra og erlendra á þessum . merkilegu menningar- verðmætum. Til að mynda hafa þær haliir og þau skrautliýsi, sem orðin voru rústir einar, verið end- urbyggðar í sínum upphaflega stíl. Hallirnar eru vottur háþróaðrar byggingarlistar og listtækni. Þær hafa geysimikið aðdráttarafl og eru eitt af furðuverkum heimsins. Auk þess, sem þær á sínum tíma voru virki til varnar l ófriði,. gegndu þær einnig hlutverki sínu, sem bústaðir aðalsins. Með tíman um hættu þær þó að vera varnar virki og urðu um leið skrautlegri og íburðarmeiri. TVÖ hundruð bandarískir borg arar, sem hver um sig vega yfir 125 kíló, hafa efnt til sameigin- legrar ferðar til Ítalíu. Þetta er skemmtiför Og áður en þeir lögðu Upp, voru þeir að því spurðir, hvort nokkur leið væri að flytja svo þungan farm svo langa leið. Hinir feitu ferðalangar svöruðu ósköp rólega: Ja, úr því 'að Hanni bal komst til Ítalíu á sínum tíma með fílana sína hljótum við að komast þangað líka. Vegna þess að japönsku hallirn ar voru upphaflega einnig til nota í ófriði tíðkaðist mjög að í kring- um þær væru síki eða vatn til að torveida óvinum sóknina. Eini inngangurinn var brú, sem lokað var með þungum járnslegn- um hurðum. Beggja vegna inn- gangsins voru háir turnar. Þaðan mátti hella sjóðandi vatni eða varpa þungum hlutum yfir höfuð innrásarmanna, ef í harðbakka sló. Fjöldi japanskra halla var mjög mikill um hríð. Á meiji- tímabilinu (1868—1912) voru þær til dæmis 280. En með vaxandi vestrænum. áhrifum tóku menn að lita aðeins á þær,. sem fortíðar- minjar og nú eru aðeins 12 þeirra eftir í Japan í sinni upprunalegu mynd. 4 þeirra, hallimar í Inuy- ama, Matsumoto, Hikone og Mimeji eru nú taldar meðal verð- mætustu ,,þjóðminja” ríkisins. Ekki sízt hefur vakning um end urreisn hinna fornu halla átt sér- stað í Jápan eftir að ferðamanna straumurinn frá umheiminum tók að beinast þangað. Hóteleigend- ur hafa jafnvel gert sér leik að því atS reisa bækistöðvar sínar í náraunda við þær eða jafnvel haft hótelin, sem líkust höllunum gömlu. Um hinar fornu japönsku hallir segir Prófessor Yásushi Tanabe frá Tókíó: „Hallirnar skírskota til ,tilfinninga okkar. Þær eru tákn hreinleika og fegurðar og vekja ákjósanlegar hugmyndir í brjóst- um ferðamanna, er landið gista“. STÓRAR fullkomnar reiknivél- ar eru nú í þann veginn að valda byltingu í vísindaheimi Bandaríkj anna. Með hjálp þessara reikni- véla er hægt að inna af höndum rannsóknir, sem ella tækju marga mannsaldra. Þannig hefur tekizt að leysa á aðeins 25 minútum flók in viðfangsefni, sem með venju- legum aðferðum hefði tekið hvorki meira né minna en 700 ár að framkvæma. Háskólinn í Los Angeles hefur þegar tekið tvær slíkar vélar i notkun og kosta þær yfir tvær milljónir dollara. Hefur banda- riska heilbrigðismálaráðuneytið stutt að því, að háskólinn gæti eignazt vélarnar með þvi að veita honum fjárstyrk til kaupanna. Við Læknisfræðistofnunina í Texas hafa menn einnig tekið eina þessara fullkomnu reiknivéla í notkun. Sú vél hefur þegar sann- að ágæti sitt með því að skila við' fangsefni á 20 mínútum, sem vís- indamennirnir við stofnunina hefðu annars orðið að verja þrem ur vikum í. Vélar þessar koma ekki sízt að gagni á sviði læknavísinda. Eink- um gera þær kleift að leysa verk- efni, sem liggja á mörkum læknis- fræði, sálarfræði, þjóðfélagsvís- og stærðfræði. í JÚGÓSLAVÍU verða allir a$ svara þeirri meinlausu spurningu, áður en þeir fá afhcnt ökuskír- teini, hvort þeir hyggist aka undir áhrifum áfengis. Enn hefur eng- inn svarað þeirri spurningu ját- andi að því er bezt er vitað. 8.00 12.00 13.00 14.30 17.00. 18.0Q 1830: 18.55 19.20 20.00 20.25 8,30 Fréttir. 22.00 22.10 Laugardagur 28. september' Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Tónleikar. — 8.35 Tónl. — 10.10 Veðurfregnir). Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). Óskalög sjúklinga (Kristín Anna Þórarinsdóttir). Laugardagslögin. — (15.00 Fréttir). — 16.30 Veðurfregnir. Fjör í kringum fóninn: Úlafar Sveinbjörnsson kynnir nýjustu dans- og dægurlögin. Fréttir. — Þetta vil ég heyra: Teresia Gi»ðmundsson fyrrvcr- andi veðurstofustjóri velur sér hljómplötur. Söngvar í léttum tón. Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón. Pálsson). Tilkynnlngar. Veðurfregnir. — 19.30 Fréttir. „Haust í New York“: Percy Faith og hljómsveit hans leika. bandarisk lög af léttára tagi. Leikrit: „Donadieu“ eftir Fritz Hochwalder, í þýðingu Þor- steins Ö. Stephensen (Áður útv. í marz 1959). — Leikstjóri: Lárus Pálsson. Leikendur: Þorsteinn Ö. Stephensen, Iíelg.t. Valtýsdóttir, Jón Aðils, Haraldur Bjömsson, Lárus Pálsson, Indriði Waage, Róbert Arnfinnsson, Arndís Björnsdóttir og Gestur Pálsson. Fréttir og veðurfregnir. Danslög. — 24.00 Dagskrárlok. sc v ;4Tri-.r ALÞÝOUBLAÐIÐ — 28: sept. 1963 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.