Alþýðublaðið - 28.09.1963, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.09.1963, Blaðsíða 2
r4TLMl! BMOIií fcltstjórar: Gísli J. Astþórsson (áb) og Benedikt Gröndal,—AðstoSarritstjóri Björgvin Guömundsson. — Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Símar 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími: 14:906 — Aðsetur: Alþýðuhusið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8-10. — Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði. í lausasölu kl. 4 00 elnt. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. LÁN OG OKUR SÍÐUSTU TVO ÁRATUGI hefur verið mikill og stöðugur skortur á lánsfé hér á landi. Þjóðin hef ur af framfarahug og ‘þrótti viljað byggja og fjár- festa meira en sparifé hennar og erlent lánsfé hef- ur hrokkið fyrir. Bankar verða að haga útlánum í samræmi 'við efnahag þjóðarinnar hverju sinni. Þeir hafa aldrei getað fullnægt eftirspurn, og þess vegna hafa stjórnmálaflokkamir seilzt mjög til valda yfh' bönkum og sparisjóðum. Við þessar aðstæður hefur þróazt í landinu lánastarfsemi í höndum einstaklinga. Vafalaust er mikið af þeirri starfsemi heiðarleg og gagnleg, en íhitt veit hvert mannsbarn, að jafnframt hefur kom ið til okurstarfsemi og hvers konar spillingar, Gróf ust og andstyggilegust eru talin þau afbrot, er menn kaupa víxla með miklum afföllum og selja siðan fullu verði í opinberum peningastofnunum. Undanfarnar vikur hafa blaðaskrif og mála- ferli valdið miklum umræðum almennings um þessi mál. Einstakt atvik hefur verið kært til dóm stóla og var Búnaðarbankinn nefndur í bví sam- bandi. Bankastjórar hans hafa lýst óskum sínum um fullkomna rannsókn á því máli og hvers konar misferli. Þjóðm er sammála þeim. Þessi mál verð- ur að upplýsa og í framtíðinni verður að fyrir- byggja alla misnotkim á aðstöðu í peningaviðskipt um. Þetta er eitt þeirra mála, bar sem tiltrú alþýð" unnar á stofnunum og valdakerfi þjóðfélagsins er í veði. VERÐMERKINGAR MIKLAR verðhækkanir ganga yfir þjóðina. Á _ slíkum tímum hafa flestir, sem selja vörur eða þjónustu, tilhneigingu til að vernda sig og fyrir- tæki sín, með því að hækka verð eins og þeir geta. Hins ivegar er brýnt hagsmunamál almennings, hinna fjölmennu neytenda, að hækkanir verði eins litlar og framast er unnt. Þess vegna mun fólk nú athuga verð betur en áður, bera ssrnan, og reyna að fá eins mikið fyrir peninga sína og unnt er. Verzlanir eru skyldar til að verðmerkja alla hluti í sýningargluggum. Hafa margar fylgt þeirri reglu með ágætum og þannig aukið þjónustu sína ' við almenning. Aðrar verzlanir hafa brugðizt þéssu hlutverki, og er ástæða til að hvetja nú til þess, að bætt verði úr og teknar upp nákvæmar verð- merkingar alls staðar. 2 28. sept. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Sumarleikhúsið sýnir Ærsladauginn í fyrsta sinn í Keykjavík í Austurbæjarbíói kl. 23,30 í kvöld, og verður það jafnframt 40. sýning leiksins. Myndin er af einu atriði leiksins. o VEGFARANDI SKRIFAR: ] .,IIafnfirðingJÚ liafa nú cignazu sitt Kattegat. Það er einna líkast því, sem þeir ætli sér að loka að- alleiðinni í kaupstaðinn. Jón Frost hefur fengið að byggja fast að vegarbrúninni svo að ekki virðist vera neitt rúm fyrir gangstélt. En auk þess standa beint á móti við veginn tvö fiskhús, og annað al veg að vegarbrúninni svo að þarna myndast mikif þrengsli — og stafar af slysahætta. Þetta er furðulegt ráðslag. Hvenær verða gömlu húsin rifin?" EINN í BÆJARÍBÚDUM skrif ar: „Hvað kostuðu Gísla-húsin? Það voru engin ósköp. Því var líka haldið fram af borgaryfirvöld unura, að veiði yrði mjög í hóf stillt og þau aðeins seld fyrir kostnaðarverði. Til að sýna nug borgaryfirvaldanna og hug- kvæmni í að gera íbúðir þessar fátæku barnafjölskyldna sem ódýr astar verður bezt fýst með eftix farandi dæmi: ÞESSI RAÐIIÚS, sem byggð voru á árunum 1955-57 voru seld fokheld með hitalögn fyrir 174. 000.00 kr. Tveim árum síðar út hlutar borgarráð lóð við Ásgarð, — sem reyndar var ætluð sem leikvöllur fyrir þetta hverfi — st.rætisvagnabílstjórum, lögreglu- þjónum o.fl., undfr 4 hæða fjöl býlishús með 1S íbúðum alls. Hver íbúð er um 120 ferm. auk geymslu og þvottahúss í kjallara Þessar íbúðir kostuðu fokheldar aðeins 140.000.00 kr. þótt þriðj ungi stærri séu en raðhúsin og byggð 4-5 árum síðar. Á ÞESSÚ TÍMABILI varð geng isfelling, svo gera má ráð fyrir að hefði þetta fjölbýlishús verið reist á sama tíma og raðhúsin mundi hver ibúð í þvi eigi hafa kostað meira en 110-115 þús. kr. -Það skal tekið fram, að hér ni(|i er ekki talin ÖU sú vinna sem hús byggjendur lögðu sjálfir fram. Þetta litla dæmi sýnir svo að ckki verði um villzt hvort borg- aryfirvpldin hafa valið þá leið við byggingu raðhúsanna. scm ó dýrust mundi verða. ic Hafnfirffingar eignast sitt Kattegat. Jón Frost byggir út í kantinn. Hvatf kosiuðu Gísla-húsin? -k Bréf um borgarbyggingarnar. HIÐ EINA RÉTTA og sjálfsagða í þessu sambandi var auðvitað það að afhenda fólkinu sjálfar lóð irnar og láta það byggja sjálft og nota sinar frístundir. Eftirlit ið frá borgarinnar hálfu gat jafnt sem áður komið til greina og reyndar hefði það verið sjálfsagt. Á þann hátt hefði verið hægt að byggja, ekki einungis stærra og betra hús, heldur og ódýrara. EINI KOSTURINN við raðJiúsln eru liin hagkvæmu lán, sem feng ust. En kannski hefur það verið vegna þess, að borgaryfirvöldin fyrirmunuðu fólkinu að eignast stærra og betra hús en raun ber vitni. Ef sá háttur hefði verið A hafður við byggingu raðhúsanna, sem hér að framan er bent á. hefði þetta íbúðahverfi orðið öllum til góðs og borgaryfirvöldunum til sóma.“ Dregur úr ofsa Indónesíumanna J SINGAPORE 26.9 (NTB-Reut- | er). Indónesía breytti í dag á- kvörðun sinni frá í gær að slíta fjarskiptasambandi viö Malaysíu en þessi ráðstöfun átti að vera riður í því, að rjúfa öll tengsl viö hið nýja sambandsriki. - Fróttir frá Djakarta i dag herma að ýmsir hafi boðið sig fram sem sjálfboðaliða í svokall aðri frelsisbaráttu gegn Malaysíu á Borneó. Bæði Malaysía og Indó nesia hafa sent liðsauka til lauda- mæranna. í Kuala Lumpur hafa 20 þús. uppgjafahermenn heitið að verja Malaysíu og lýst því yfir, að sam ■tök þeiflra bíði eftir ákvörðun stjórnarinnar. Forsætisráðherra Japans, Hay- ato. Ikeda, kom til Djakarta í dag í nokkurra daga hcimsókn til Sukarnos forseta. Áður hefur ver ið gefið í skyn, að Ikeda muni ef til vill reyna að miðla málum í Malaysíu-deilunni. Indónesíustjórn hefur undirrit að samning við olíufélögin Stand ard, Shell og Caltex. Samkvæmt honum mun Tndónesia þjóðnýta öll mannvirki Standards og Shell á næstu 15 árum, en Caltex. sem dreifir ekki vörum sínum innan- lands, fær að halda áfram út- flutningi hráolíu á næstu 20 árum Hjartans þakkir fyrir auðsýnda vinsemd og vinarþel á 80 ára afmæli mínu 25. þ. m. Guð blessi ykkur öll. Guðlaugur E. Einarsson, Sólvangi, Hafnarfirði. ’ 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.