Óðinn - 01.03.1907, Blaðsíða 1

Óðinn - 01.03.1907, Blaðsíða 1
ÓÐINN 1S. BLAÐ MARS i»or. II. AR. verður sjötugur 24. maí í vor, og hefur hann um langan aldur verið einn af duglegustu og bestu borgurum þessa bæjar. Sigfús er fæddur á Borgum í Vopnaflrði 24. maí 1837 og var faðir hans, Ey- niunduf Jónssön, þá bóndi þar, en síra Einar á Kirkju- bæ hefvir rakið ættir hans til Lofts ríka á Moðruvöll- um, Guðmundar ríka, Oddaverja fornu og Sturlunga. Sigfús ólsPupp heima fram til tvítugs og lagði suemma fyrir sig bókband, l)jó sjer sjálfur lil verkfæri og batt bækur fyrir sveitunga sína. Vorið 1857 fór haun með Halldóri prófasti á Hofi lil Reykjavíkur og var þá ráðinn í að fara utan til þess að læra bókbindara- iðn. Pó sigldi liann ekki þá þegar, en fór lil Asgeirs Finn- bogasonar á Lambastöðum og var þar nokkurra vikna tíma við bókband. En þá um haustið fór hann samt utan, með pósfjaktinni »Haabet«, til Kaupmannahafnar, og kom Jón Sigurðsson forseti honum fyrir hjá kngl. hirðbókbindara Ursin. Þar var Sigfiís við nám í tvö ár og fjekk þá sveinsbrjef með besta vilnisburði, Þetta var slærsla bók- bindaravinnustofan, sem þá var í Khöfn, En harður var Ursin við sveina sína og rak þá frá sjer, hvern á fætur öðrum, ef honuiu mislikaði við þá, og þurfti ekki annað til, en að þeir kæmu lítilli stundu of seint til vinnu, en hún byrjaði ætíð kl. (> á morgnana. Að náminu loknu vann Sigfús enn tvö ár hjá Ursin og var þar seinast yfirmaður, eða meistarasveinn, á vinnustofunni. En eftir fjögra ára dvöl í Khöfn hjelt hann til Nor- egs, 1861, og var fyrst tvö ár í Krist- janíu, en síðan hálfl annað ár í Bergen, og þar lærði hann að taka ljósmyndir. í Kristjaníu komst hann í náin kynni við ýmsa merka Norðmenn, svo sem Ola Bull, Björnstjerne Björnson og þó einkmn Berner, sem nú er stórþingis- forseti, en þá var ungur blaðamaður. Frá Noregi fór Sig- fús aftur til Khafn- ar, setti þar þá upp ljósmynda- stofu, í Kannike- stræde, og rak þar ljósmyndaraiðn í hálft annað ár. Fór svo heim til íslands, eftir 9 ára veru utanlands, árið 1866. Þegar heim kom stundaði Sigfús bæði ljós- myndun og bókband, ferðaðist um landið ásumr- um og tók myndir, en vann að bókbandi á vetr- um. Hann hefur einnig ylir 20 ár rekið bóka- verslun og bókaúlgáfu, og prentsmiðju stofnaði

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.