Óðinn - 01.03.1907, Blaðsíða 7

Óðinn - 01.03.1907, Blaðsíða 7
Ó Ð I N N , 95 verslun á Húsavík. Næsta haustfórhann til Akur- eyrar, til Jóns Kr. Stefánssonar limburm., varhjá honum tvö ár og fjekk þá sveinsbrjef. Svo var hann barnakennari einn vetur á Kvíabekk í Olafsfirði, hjá síra Magnúsi Skaftasyni, frænda sínum, sem nú er unítaraprestur í Ameríku, en fór vorið eftir vestur í Húnavatnssýslu og vann um sumarið að húsagerð á Blönduósi, en sigldi um haustið til Khafnar til þess að fullkomnast í handverkinu, og var þar tvö ár. Kom svo upp aftur til Skaga- strandar, 1882, vann hann að smíðum þá um smnarið við Ytrieyjar-kvennaskólann og síðan víð- ar þar nyrðra, en fór 1883 suður á Vatnsleysu- strönd, að Sjónarhóli, og var við smíðar til og frá þar syðra, í Höfnum, Kellavík og víðar. Haustið 1884 llutti hann til Hafnarfjarðar og kvæntist þá um haustið Guðrúnu Gísladóttur Þormóðssonar versl- unarmanns í Hafnariirði, frá Hjálmholti. I Hafn- arlirði var hann 16 ár og stundaði smíðar, en nokkur ár sjávarútgerð og verslun jafnhliða. Ár- ið 1900 flutti bann hingað til Rvíkur og stofnaði hjcr 1903 timburverslunina, sem Völundur síð- an keypti og áður er um getið. Á siðari árum hef- nr hann oft verið i verslunarförum erlendis og er nú framkvæindastjóri timburverslunar Völ- undarfjelagsins. Sigoaldi Bjarnason er fæddur 31. desember 1860 á Fremstagili í Langadal í Hunavatnssýslu og bjuggu foreldrar hans þar. Hann er bróðir Hall- dórs sál. Bjarnasonar Barðstrendmgasýslumanns. 1879 kom Sigvaldi hingað til Reykjavíkur til þess að læra trjesmíði, og lærði hjá Magnúsi Árnasyni snikkara. Var hann hjer þá í 6 ár við nám og smiðar, en fór 1885 vestur í Breiðafjörð og var þar við smiðar á ýmsum stöðum í 4 ár, þar áf tvö ár hjá þeim síra Friðriki Eggertssyni og Pjetri syni hans Eggerz. Þaðan l'ór hann til Bíldudals og var níu ár við smíðar hjá Pjetri kaupmanni Thorsteinson. Kom svo hingað til Rvíkur aftur 1898 og hefur verið hjer síðan. 1893 kvæntist hann (iuðrúnuPjelursdóttiir áður kaupm. í Stykkishólmi. Sveinn Jónsson er fæddur 12. apríl 1864 á Steinum undir Eyjafjöllum og ólst upp hjá for- eldrum sínum þar og á næsia bæ, þar til hann var 12 ára, en síðan hjá móðursystur sinni á Steinum. 21 árs gamall kom hann hingað til Reykjavíkur til þess að læra trjesmíði og lærði hjá Þorkeli heiliuim Gíslasyni. Fór til Vestmanna- eyja 1888 og dvaldi þar 11 ár, en fiutti að þeim liðnum aftur til Reykjavíkur. Sumarið áður en hann flutti hingað alkominn var hann hjer við smíðar á barnaskólahúsinu. Tvívegis heíir hann verið við smíðar á Austfjörðum, Eskiiirði, og einn- ig í Vík í Mýrdal. Allir hafa þessir menn, hver um sig, smiðað l'jölda húsa hjer í Reykjavík, stærri og smærri. Hjörtur hefur á hendi umsjón og viðhald skóla- húsanna, latinuskólans og barnaskólans. Hann hefur umsjón með byggingu bókasafnshússins nýja, cr Vöhmdarfjelagið smíðar. Magnús Blöndahl hef- ur meðal annars smíðað verslunarhiis Edinborg- ar bæði, í Austurstræti og Hafnarstræti, Lands- höfðingjaluisið og hiis Chr. Nielsens í Kirkjustræti. Sigvaldi befur smíðað Fríkirkjuna, Landritarahús- ið, hús Jóns skjalavarðar o. m. fl., Sveinn hús Sturlu kaupm. Jónssonar, Halbergs og Halldórs Jónssonar bankagjaldkera o. m. II. Af húsum þeim sem Völundarfjelagið hefur bygt má t. d. nefna Islandsbanka, Gutenberg, Iðnskólann og Kleppsspítalann. Finnur Jónsson á Kjörseyri. Finnur Jónsson, bóndi á Kjörseyri við Hrúla- l'jörð, er fæddur 18. maí 1842 á Stóruvöllum í Rang- árvallasýslu. Faðir hans var Jón prestur Torfason (dáinn 1848) prófasts Jónssonar prests í Hruna 1767 —1797, Finssonar biskups og Vilborgar Jóns- dóttur prests frá Gilsbakka. Móðir Finns var Oddny Ingvarsdótlir bónda á Skarði í Landssveit. Álla ára gamall tlultist Finnur að Laugardals- hólum í Árnessyslu ásamt móður sinni og Ragn- hildi syslur sinni, lil Ingvars bróður síns, er þar bjó. Eftirdauða íngvars, 1859, fluttist hann íHafnir suður til Magnúsar bróður síns, er þar bjó og er enn á lífi. Árið 1864 fluftist Finnur norður í Stranda- sýslu, að Litlu-Hvalsá í Hrútafirði, með þeim hjón- um Sigurði sýslumanni Sverrisson og Ragnhildi systur sinni; hjá þeim dvaldi hann þar til árið 1869, að hann kvæntist Jóhönnu dóttur Mattíasar óðals- bónda Sívertsen á Kjörseyri; var Matlías þá nýlega dáinn, og tók Finnur við jörðinni og hefir búið þar alla tíð síðan. Með konu sinni fjekk Finnur talsverð efni, og reisti stórt bú á Kjörseyri, eignarjörð sinni, og hana hefir hann ávalt reynt að bæta af fremsta megni, sljetlað mikið í túninu og stækkað það mjög með útgræðslu og framræslu, grafið vörsluskurði í

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.