Óðinn - 01.03.1907, Qupperneq 2

Óðinn - 01.03.1907, Qupperneq 2
90 Ó ÐI N N . hann hjer fyrir eitthvað 20 árum, og rak hana nokkur ár, en seldi síðan. I’að er nú Fjelags- prentsmiðjan. Utílutningastjóri Allanlínunnar varð hann 1876 og hefur verið það síðan. Hann var forgangsmaður þess, að fyrst hófust hjer gufubáts- ferðir um Faxaflóann. I fjelagi við Sigurð Jóns- son járnsmið hjer í Rvík, Andrjes Fjeldsted á Hvítárvöllum og einhverja fleiri, keypti hann gufu- bátinn »Faxa« í Englandi. Stóð Sigfús fyrir kaupunum, en báturinn hafði áður verið skemti- skip ensks lávarðar, var lítill, en vandaður og hraðskreiður; fór 12 mílur á vöku. Faxi var um tíma í förum hjer um flóann, en sökk hjer á höfninni í rokveðri rjett áður en hann skyldi settur upp í vetrarnaust. Lá Sigfús þá veikur og gat því ekki sjeð um hann. En miklu fje tapaði hann við þetta slys. Á Faxa var það, að Sigfús fór með nokkra Vestmanneyinga, sein vanir voru að klifra í björg, þar á meðal Hjalta skipstjóra Jónsson, lit að Súlnaskeri, og komust þeir fyrstir manna upp á ej'na, bjuggu þar um stiga og veiddu ógrynnin öll af fugli. Stigaumbvmaðinn Ijetu þeir eftir, svo að síðan hefur verið fært upp í eyna. Á því sem hjer hefur verið talið sjest, að Sigfús heíir fengist við margt um dagana. En meiri og minni þátt hefur hann átt í mörgum fyr- irtækjum og fjelagsskap, þótt ekki sje það hjer talið. Hann hefur lengi verið formaður bóksalaíje- lagsins íslenska, forstöðumaður Kaupfjelags Rvík- inga o. fl. o. 11. Af bókum þeim sem Sigfús hefur gefið út má nefnat. d. Sálmabókina nýju, kvæði Bólu-Hjálmars, rit Gests Pálssonar, Sálmasöngsbók síra Bjarna Porsteinssonar, tímaritin Sjálfsfræðarann og Eir. Þegar konungur kom hjer 1874, var Sigfús einn af þeim sem best gengu fram í því að taka á móti honum, og til merkis um það, hvað varið hafi þótt í framkomu hans þar, er það, að kon- ungur gaf honum minjagrip, brjóstnál setta de- möntum. í stjórnmáladeilunum hefur Sigfús átt mikinn þátt á síðari árum og hefur verið í miðstjórn Heimastjórnarflokksins. I’ar hefur hann sem ann- arstaðar verið kappsamur og fylginn sjer, svo að fáa menn eða enga mun flokkurinn hafa átt á- hugameiri. Eins og verða vill, liefur því oft ver- ið sveigt að honum af mótstöðumönnunum, og hón- um þá einkum fundið það til foráttu, að hann er útflutningastjóri. En slíkt er markleysuhjal eitt. Það er að öllu heiðarleg atvinna, að leiðbeina löndum sínum, sem úr landi fara, og það er víst, að Sigfús hefur átt mikinn þátt í því, að bæta meðferð á vesturförum. Umbætur á útflutninga- lögunum, sem allar rniða að því, að gera þau strangari, eru beinlínis gerðar eftir tillögum lians. Og einu sinni liefur hann jafnvel sjálfur látið sekta línu þá sem hann er umboðsmaður fyrir. En í hinu þarf útflutningastjórinn engan þátt að eiga, hvort menn kjósa heldur að fara eða vera kyrrir. Hans verk er það eitt, að leiðbeina þeim sem til hans leita og skýra honum frá, að þeir ætli að fara, enda mun því fjarri fara, að Sigfús hafi nokkurn tírna gert sjer far um að telja menn til útflutninga. En hann hefur ferðast um Norð- ur-Ameríku, og leist þá vel á hag landa sinna vestra. Sigfús er maður í liærra lagi, en fremur grann- ur, bjartur á hár, snar í hreyfingum, kátur maður og skemtinn. Kona hans er Solveig Daníelsdóttir, ættuð hjeðan úr Reykjavík, og giftusl þau 10. des. 1880. Þau hafa engin börn átt, en tvö börn hafa þau alið upp, Jón Vestdal og Ágústu, bróðurdóttur Sigfúsar, konu síra Jes Gíslasonar á Hvammi í Mýrdal. Auk þessa hafa margir námsmenn átt athvarf á heimili þeirra hjóna. Einn af þeim er Guðmundur Björnsson landlæknir, og kostaði Sig- fús hann síðan lil háskólanáms að öllu leyti, en kona Guðmundar, er síðar vai'ð, Guðrún, sem dá- in er fyrir þremur árum, var liálfsystir Solveigar konu Sigfúsar. Sunnudagur á slættinum. Frásögii bónda í sveit. (Niöurl.). Pað frjetti jeg seinna um daginn, aö hann hefði verið á leið til bankans í kaupstaðnum og var erindi hans að fá sjer fáein hundruð króna að láni — til að borga skuldir. Við köstuðumst nú á kveðju-orðum og riðtun sína leiðina hvor. Ilann þreif í taumana og rak stígvjela- hælana í hestinn. Jóreykurinn gaus í loft upp og Sig- urður sveitardilkur fór á skeiðreið eftir veginum og sótti veðrið í sig, pað sem hesturinn orkaði. En jeg fór leiðar minnar og nam eigi staðar fyr en jeg kom í Krókinn. Par átti jeg kunningja, sem jeg fór til, og bað jeg hann að visa mjer á kaupakonu, ef til kynni að vera á hraðbergi. Hann sagði mjer, að nú

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.