Óðinn - 01.03.1907, Síða 3

Óðinn - 01.03.1907, Síða 3
ÓÐINN. 91 mundi vcra svo koniið ráði manna þar í þorpinu, að þess mundi vera lítill kostur eða enginn. Stúlkur voru sumar farnar þaðan í kaupavinnu, en sumar voru þar svo rótgrónar og mosavaxnar, að litlar líkur voru til þess að lausar fengjust, þótt í boði væri feiti og gull. Þó hjelt hann, að vera mundi ein kvensnift þar í þorpinu, sem eiga kynni heimangengt — ef hún fengist þá til þess. Hann sagðist efast um það. »Hver er sú?« spurði jeg. »Katrin heitir lnin, og er Sveinsdóttir«. Jeg kannaðist við það. Hún var dóttir föður síns og systir hróður síns, sem jeg mætti um daginn. Jeg hafði haft lítilsháttar kynni af henni veturinn áður. Þá kom hún til mín handan yíir heiðina og fjallið, sem voru landamæri sýslunnar, sem jeg bjó í, og næstu.sýslu. Hún var þá vegalaus og vegmóð, úrvinda og uppgefin, hafði verið rekin úr vist sinni fyrir óhemju eðli og ó- þægð. I>á hýstijeg hana viku og fylgdi henni að lokum til næsta bæjar, bar fataböggul hennar og leiddi hana við hönd mjer. Enga bauð hún borgun fyrir þetta enda var engrar krafist frá minni hálfu. Pá töluðum við eins og jafningjar og þúuðumst á vísu sveitafólks. Hún var blaut i framan aí' þakklætis-úða, þegar hún kvaddi mig, og virtist óska þess, að mjer yrðu launaðar velgerðirnar hinum megin. Jeg fór nú til Kötu — svo var hún nefnd vana- lega — og drap á dyrnar, þar sem hún var inni. Mað- ur kom til dyra og hað jeg hann að koma þcim orðum til hennar, að jeg vildi finna hana. Maðurinn tók því vel, en gat þess, að hún mundi vera í svefni. Þó kvaðst hann skyldi freista máls við hana. Nú leið lang- ur tími svo að nema mundi hálfri stund. Loksins kom Kata og var hún tyrjuleg á svipinn og svefnhöfgi í aug- unum. »Sæl vertu!« sagði jeg og rjetti höndina. Hún leit naumast við mjer og svaraði í þykkjurómi: »Komi’ þjer sælir!« Kata var í ljósleitum ljereftskjól, dragsíðum að aftan; hrá hún annari hendinni ó kjólinn utan lærs og hjelt honum að sjer. — Hún virtist vilja forðast það, að lcjóllinn kæmi svo nærri mjer, að hann drægi dám af mjer. Jeg þagði fyrst um stund. »Hvað var það svo? Vildu’ þjer nokkuð?« Hún var stutt i spunanum. »Já, jeg heff erindi við þig, hvernig sem það gengur«. »t*að er svo!« »Jeg var að leita fyrír mjer um kaupakonu og var mjer vísað hingað«. »Vísað til mín! Ilver þóttist eiga meðþað —mjer er spurn?« »Mjer var sagt, að þú værir lítið bundin við ann- riki og vísaö á þann hátt til þín«. »Nei, það er ekki til neins. Jeg fer ekki í kaupa- vinnu í sveit. Eða hvað er kaupið?« »Petta vanalega sem stúlkum er goldið. Jeg get ekki borgað liærra en aðrir. En jeg læt ekki stúlkur mínar raka í illviðri — hlifi þeim við því«. »1*0 það væri nú! Þó þið ljetuð ekki á öllu aanga! — Nei, og svo eru víst engjarnar blautar hjá yð- ur«. »Sumt er blautt, en sumt er þurt«. »Já, það er nú sama, jeg fer ekki í kaupavinnu — hef annað að gera«. IJún sneri nú inn í húsið lieldur snúðug og náði jeg ekki að kveðja hana. En þess gætti hún, að bregða hendinni aftan á kjólinn sinn, neðan við lendarnar, svo sem liún vildi halda honum frá mjer en að sjer. Þegar jeg hitti kunningja minn í þorpinu, sagði jeg honum farir minar eigi sljettar. Hann treysti og trúði Kötu til alls. Hann átli von á þessum málalykt- un. »Hún hefur sagt satt, hún hefur haft annað að gera; hún þvær fyrir duggara, þegar þeir koma inn á Krókinn hjerna, og er þeim innan handar—leggur sam- an hjá þeim dag og nótt«. — Jeg fór heim um kvöldið, með lausan hestitaumi — bónleiður til búðar, — og kom heim á náttmálum. 1*0 voru ærnar mínar ókomnar og ósýnilegar. Smalinn hafði farið í berjamó um daginn og ótti hann að smala ánum heim með sjer. Hann liafði gleymt sjálfum sjer og ánum. Konan min var við búverkin og hafði yngsta barn- ið olckar á handlegnum. Vinnukonan hafði farið á bæi um daginn og var nýkomin heim. Hún sat i sparifötunum á rúmi sinu og las í blaði — las í Alþj''ðublaðinu gremjuþrungna grein um niðurlæging vinnulýðsins í landinu og yfir- drotnun húsbænda. Jeg reif matinn í svanginn og þaut svo búinn af slað til að smala »smalanum« og ánum. Við komumst í rúmið kl. 12 á miðnætti. Við vorum þreytt um kvöldið, svo að svefninn ætlaði ekki að geta deyft okkur í dvalann. Og þó vorum við nokkurn veginn ánægð yfir bar- dagalokunum, um miðnættið. Reyndar var kaupakonan ófengin, Jeg hafði beð- ið ósigur í þeirri atrennu. En að öðru leyti höfðmn við sigrast á erfiðleikum þessa dags. Og við höfðum komið ómegð okkar áfram eina dagleið á lífsleiðinni. Guðmundur Friðjónsson færöi í stilinn. Jón Trausti. Hin nýja saga Jóns Trausta, »Leysing«, verður fullprentuð og út komin nú um Sumarmálin. Leysing gerist í smákaupstað hjer á landi og er það kaupstaðarlífið og verslunarlífið, sem lýst er. Söguefnið er mikið og sagan rík af viðburðum. »H a 11 a « kemur út í danskri þýðingu ein- hverntíma á þessu ári.

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.