Óðinn - 01.03.1907, Page 6

Óðinn - 01.03.1907, Page 6
í)4 ÓÐINN. Úr vjelasal Völundar verkfærin o. s. frv. Á loftinu næst fyrir ofan er handsmíðasalur, álíka stór og vjelasalurinn niðri. Þar eru smíðisgripirnir settir saman. En á efra loftinu, undir þakinu, er geymslurúm. Auk þessa eru í húsinu skrifstofur fjelagsins og fundasalur. Ait húsið er hitað npp með gufu og lýst með rafljósum, en framleiðslukraftinn leggur gufuvjelin til. Slökkvitólaútbiinaður er þar ágætur; dælir gufuvjelin vatnið upp og getur, ef á þarf að halda, s[»ýtt upp úr brunninum 200 pottum á mínútu. Verksmiðjan hefur alls kostað um 100 þús. kr. Fleiri hús hefur nú fjelagið reist þarna í grendinni, svo sem tvílyft timburgeymsluhús, 68 X 18 álnir, með steinlímdum kjallara, Bátasmíðahús- ið, 24x12 álnir, sem er vinnustöð Bjarna Þor- kelssonar skipasmiðs, og enn er þar nýtt geymslu- hús í smíðum, 30x18 álnir. Bryggju liefur fje- lagið einnig gert, út frá norðurenda verksmiðjunn- ar, 6 feta breiða og mjög langa. Mannamyndirnar, sem hjer fylgja, eru af fyrstu stjórnarmönnum fjelagsins, og' svo verkstjóra þess, Bost- gaard. En hann fór frá fjelaginu í vetur, og verð- ur forstöðumaður gullbor- anatilraunanna. Hann er miðaldra maður.duglegur og verkhygginn. Magnús Blöndahl gekk úr stjórn- inni i fyrra og tók að sjer Hjörtur Hjartarson er fæddur 18. nóvember 1857 á Gufunesi í Mosfellssveil og bjó faðir hans þar lengi. Þaðan fór Hjörtur 1870 út í Viðey, cn liingað til Reykjavíkur kom hann 1875 og lærði þá trjesmíði hjá Helga Helgasyni snikkara og tónskáldi, sem nú er í Ameríku. Síð- an hefur Hjörtur átt lijer heimili og altaf dvalið hjer, nema livað hann var einu sinni árstíma \ ið smíðar á Vestfjörðum. 1887 kvæntist hann Sig- riði Guðfinnu Halliðadóttur frá Gufunesi. Magnús Th. S. Blöndahl er fæddur 10. sept. 1861 á Tjörn á Vatnsnesi í Húnavatnssýslu og var faðir hans þá prestur þar, síra Sigfvis Jónsson frá Reykjahlíð, en kona síra Sigfúsar og móðir Magnúsar var. Sigríður Björnsdóttir Blöndals sýslu- manns. 14 ára gamall misti Magnús föður sinn, er þá var orðinn prestur á Undirfelli, og fór þá árið eftir að Ljósavatni í Þingeyjarsýslu, til sira Stefáns Jónssonar, frænda síns, og lærði hjá hon- um næsta vetur undir skóla, en hætti þó við það nám strax vorið eftir og var um sumarið við Úr vjelasat Vöhmdar. forstöðu timhurverslunar- innar, en í hans stað kom inn í stjórnina Sveinn Jóns- son, sem hjer erlíkamynd af. En nú fyrir skömmu gekk liann aftur stjórninni og kom í hans stað Jó- hannes Lárusson trjesmið- ur.

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.