Óðinn - 01.10.1928, Qupperneq 4

Óðinn - 01.10.1928, Qupperneq 4
76 Ó Ð I N N róðra, en aðrir snöggva ferð. Voru þeir í smá- hópum og flestir með hesta. Sumir þeirra voru úr Mýrasýslu, en aðrir sunnan Hítár. Þann dag sem þeir lögðu upp, ætluðu þeir að ná út undir Fjörur, og hafa þar náttstað á ýmsum bæjum. Veður var kyrt um morguninn, þar til menn voru komnir til ferðar. Fönn lá yfir jörð og loft kafþykt. Þegar fram á daginn kom, fór að drífa niður feikna fönn, í logni. Hjeldu nú allir áfram, þótt hvorki sæju til láðs nje lagar, því nú lá Borgarfjörður allur undir ís, en út með honum lá vegur sá, sem nú skyldi fara. Þeir sem fremst- . ir fóru töpuðu rjettri stefnu og reikuðu norður á Borgarfjörð, en hinir voru mik- ið fleiri, sem hjeldu rjettri átt. Fyrir þeim rjeðu Björn Ásmunds- son á Svarfhóli og Jakob Þor- steinsson, bróðir Björns í Bæ og þeirra systkina. Þegar þeir koma út á Háumela, sem eru inst í Hafnarskógi, breytist snjódrífan í úrhellisfrostrign- ingu. Varð þá alt ein íshúð að utan, menn, hestar og farangur. Þetta úrhellis ísregn stóð svo sem í 10 mínútur. Bauk þá skyndilega með aftaka norðanveður með sortabyl og brunafrosti. Fram- ar gátu menn nú ekkert talast við. Hafði nú hver nóg með sig, að standa og hanga í hestum sínum, og ekkert frekar rætt um veg nje stefnu. Hjeldu þeir fremstir, Björn og Jakob, hinir fylgdu. Náðu þeir villulaust að Höfn í Melasveit. Var þá alt í klakadróma, bæði menn og hestar. í slíku ástandi verður mönnum mikilsvirði hvert skjól og skúti, hvað þá heimili með besta fólki sem fundist gat. Þegar heimafólk vissi að gesti bar að garði, í slíkum aftökum, brjótast piltar út að taka við hestum, en gestir allir drifnir inn. Voru þeir þá 16 að tölu, með 23 hesta. Þegar búið var að troða öllum þeim hestum í hús í viðbót við þann fjenað sem fyrir var, þá voru öll hús meira en full. Af öllum gestum hirti kvenfólk klæði, jafnótt og þau þiðnuðu. Voru þeir þá ókalnir, enda var ekki eftir nema klukku- tímaferð, er hann rauk. Þegar búið er að koma fyrir hestum og ná vosklæðum af þessum hóp, er enn barið á dyr. Eru þá tveir menn komnir til viðbótar. Hafa þeir og tvo hesta með sjer. Þá var hvert hús svo troðið að engu var hægt við að bæta. Eitthvað varð til bragðs að taka; úti gat engin skepna haldið lífi. Taka menn það ráð að grafa holu í skafl, það stóra að loftrúm væri þar nægilegt. Þar voru þessir tveir hestar látn- ir. Þannig var mönnunum 18 og hestunum 25 veilt rúm, hús og hey, og malur að nokkru leyti. Næstu tvo daga hjeltst hríðarsort- inn sami, með brunafrosti. Varð því hver maður og hver skepna, að sitja þar sem komin var. Bjuggu Hafnar- búendur þannig undir þessum hóp manna og hesta í þrjár nætur. Það er sagt, að »fár minnist etins matar eða slitinna klæða«, en samt varð, sem vonlegt var, mörgum þess- ara gesta minnisstæð veran og viðtökurnar í Hófn. Tveir þeirra nianna, er í hópnum voru, sögðu mjer þessa ferðasögu. Voru það Jakob, sem nefndur er hjer að framan, og Jóhann son- ur Björns á Svarfhóli, er síðar varð hreppstjóri á Akranesi og nafnkunnur maður. Hann var þá 15 ára og fór þá í fyrsta sinni til sjóróðra með löður sínum. Þegar lagt var upp frá Höfn, á þriðja degi, var háloft orðið bjart; en svo var frostharkan mikil, að sumir úr hópi þessum urðu að nátta sig á Fiskilæk, til þess að bjargast frá skaðkali. Jóhann, sem var yngstur og óharðnaður, var þó farið að kala nokkuð. Þá er að segja frá hin- um, sem fóru viltir vegar. í stað þess að fara sem leið lá að Höfn, komust þeir á isum norð- Steinunn Sivertsen. F. 15. nóv. 18 8, d. 4. mars 1919. Pjetur F. Sívertsen. F. 15. des. 1824, d. 4. ág. 1879.

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.