Óðinn - 01.10.1928, Page 6
78
Ó Ð I N N
megin. Austanvert við það streymir Hafnará,
silfurtær, til sjávar, en Hafnarfjall bert og bratt
í austri. Gefur það landslaginu sinn mikla svip,
þólt ófrjótt sje. Þessi jörð var bústaður forfeðra
minna, og þar í Borgarfirði æfði Snorri Björns-
son sund. En fyrir þá iþrótt varð hann frægur.
Var hann þá í föðurgarði. Varð hann síðar
prestur og síðast að Húsafelli.
Sjálfur á jeg minningar frá mörgum ánægju-
stundum, er jeg hef notið á þessum góðfræga
garði. Og í sambandi við þær stundir geymi jeg
minningu frú Steinunnar i Höfn með virðingu
og þakklæti. Áður en jeg hverf að öðru efni,
veið jeg líka að geta hjer míns góða vinar Torfa
Sívertsen, sonar þeirra Hafnarhjóna. Var hann
stoð og prýði heimilisins meðan hans naut við.
Glaður var hann og skemtinn, greindur og fynd-
inn, karlmenni í sjón og raun og vel til foringja
fallinn. En hann Ijetst á hesta aldri, 1908.
Þá skal jeg minnast síðast, en ekki síst, á
Pórunni Ríkarðsdóltur, konu Torfa. Er hún flug-
gáfuð og mentuð meira en tilt er um íslenskar
sveitakonur. Hefur hún með mikilli sæmd við-
haldið búi í Höfn, þrált fyrir margfalda örðug-
leika. Sýnir hún býli þessu ræktarsemi á marg-
an hátt og hvikar ekkert frá því marki. í’átt
befur hún samið, þar sem hún lýsir fagurlega
og skáldlega umhverfi jarðarinnar og útsýni til
fjarlægra fjalla. Þar lýsir hún líka fólkstali og
búnaði á jörðinni á ýmsum tímum. Alt er sagt
þar með þeirri list sem henni er meðfædd bæði
í ræðu og riti. Einn er nú sonur þeirra hjóna
Torfa og Pórunnar Sívertsen, Pjetur að nafni.
Er hann nú í blóma aldurs síns. Hefur hann nú
bundið trygð við óðal feðra sinna. Alt bendir til
þess, að honum fylgi ættarheillin og hann verði
maður nytsamur, \irtur og vel metinn.-------------
Sl
Skáldakeypar.
Skáldin með hávaða og harki
hugsjóna lýsa prá;
en nái þau margþráðu marki
legst mærðargáfan í dá.
Pað gerir oTt bðgurnar góðar
að gæfulífs verði þrot;
þvi óþektaranginn hljóðar
ef að ruggan er vot.
Fnjóskur,
Kristján Kristjánsson.
Kristján »Hítardalsráðsmaður«, þannig var
hann oftast einkendur siðari hluta æfinnar, var
fæddur að Dunki í Hörðudal 1817. Faðir hans
var Krislján ólafsson, bóndi að Dunki (d. 1830)
Jónssonar í Keflavík og viðar (d. 1827). Móðir
Kristjáns var Guðrún Bjarnadóttir, Benedikts-
sonar að Dunki. Kristján ólst upp á Ketilstöð-
um hjá ömmusyst
ur sinni, Margrjeti
Tómasdóttur og
Eiríki Tómassyni,
alt til fullorðins-
aldurs. 25 ára gam-
all giftist hann
Steinunni Einars-
dótlur, Magnús-
sonar frá Dunki
(11. júlí 1842).
Byrjuðu þau þá
búskap í Blöndu-
hlíð, ogbjuggu þar
nokkur ár; þaðan
flultust þau að
Tjaldbrekku og
þaðan að Hró-
bjargarstöðum.lik
lega vorið 1847.
Það ár fæddist þeim á Hróbjargarstöðum
eldri sonur þeirra, Kristján Einar, 28. nóv., og
27. júní 1850 yngri sonurinn Jónas. — Vorið
1854 rjeðist Kristján með alla fjölskyldu sína að
Hítardal til síra Þorsteins Hjálmarsen, og gjörð-
ist ráðsmaður hans og hjelt þeirri stöðu í 18
ár (1854 til 1872), þ. e. þangað til prestaskifti
urðu og síra Jónas Guðmundsson flutti að Hít-
ardal. Frá Hítardal fluttist Krislján aftur á hin-
ar fornu ættstöðvar sínar í Hörðudal og reisti
þá bú á Dunki með eldra syni sínum, Kristjáni
Einari, og var yngri Krislján skrifaður fyrir bú-
inu. — Þetta sama sumar dó Sigurður bóndi,
bróðir Kristjáns, frá ungum börnum, tók Krist-
ján þá eitt barnið, sem var á 4. ári, — Þórdísi
Sigurðardóttur, og ól hana upp. Henni reyndist
hann sem góður faðir og hún minnist hans ætíð
bæði með virðingu og hlýleik. Áður hafði hann
tekið barn af bróður sínum, sem Margrjet hjet,
þá 6 ára, en hún dó á ungum aldri. — Eftir 6
Krislján Kristjánsson.