Óðinn - 01.10.1928, Síða 17

Óðinn - 01.10.1928, Síða 17
)örð við Eyiólfsstaði, og hafa bóið á þeim síðan rausnarbúi. Talsverðir arfar hafa þeim hjónum tæmst, en þ iu hala og sýnt að þm kunna með fje að fara. Ettir skýrslum hefur I’orsteinn unnið nær 2 þús. dagsverk að jarðabótum. Túnið vaxið út um fullan helming, tún og engjar girt- ar. íbúðarhús úr steini, bygt á árunum 1913 —’ 17, mun það eitt hið fallegasta og vandað- asta hús til sveita, auk þessa bygt mikið upp af penings- húsum. Árið 1924 er honum veitt heiðursgjöf af sjóði Krist- jáns konungs IX. Þei m Þorsteini og Margrjetu hefur orðið 9 barna auðið, en 8 lifa, öll hin mannvæn- legustu. Er elsti sonurinn á landbúnaðarháskóla í Danmörku. Þó hafa þau um langt árabil verið með allra hæstu gjaldendum sveitar sinnar, og það möglunarlaust. Það þykir nú einna mest um vert hjer á landi að gefa sig mikið að vafstri opinberra mála, en Þorsteinn hefur gert það alt í hófi. Hann hefur þó lengst af farið með einhver opinber störf, setið í hreppsnefnd frá 1913—’ 19 og sum þau erfiðu og timafreku ár var hann oddviti. Organ- leikari við Undirfellskirkju frá 1897 til þessa dags, að 11/2 ári undanskildu, átt lengi sæti í sóknarnefnd og safnaðarfulltrúi frá 1917. Hann hefur og verið einn af forgöngumönnum ýmsra framfara i sveitinni, svo sem stofnun lestrarfje- lags, vegalagningar o. íl. En Þorsteinn hefur lagt hina mestu rækt við heimili sitt í hvívetna, enda er það skoðun hans að heimilin þurfi að geta fullnægt sem mest ánægju- leit fólksins, svo það hverfi siður á braut. Hann er smiður ágætur á trje og járn, og sjer þess glögg merki i heimilismunum, og þegar litið er til þessa og hins, að Þorsteinn á stórmerkilegt hókasafn, meðal annars mörg stærri og smærri sönglagaverk og svo hljóðfæri. þa stendur heim- heimilið í allra fre nstu röð að þessum nauð- synja- og menningar-tækjum. En glöð lund Margrjetar húsfreyju og hljóð- lat iðjusemi hefur og att sinn þátt í þvi að gera »garðinn frægan«, og slík heimili sem þessi eru kjörviðir þeir, sem bera uppi þróttmikið sveita- líf, svo að það stenst áföll óþjóðlegra strauma. Þorsteinn hefur jafnan unnað sönglist, enda margir lært hjá honum á orgel. Sjálfur hefur hann fengist dálíiið við sönglagasmíð, hefur það verið hans hugðarefni í frístundum Hann hefur safnað miklu um hinn eldri kirkjusöng og á safn bóka um það efni. Auk þess unnið að út- lenskri þjóðlagasöfnun og á talsvert, sem hvergi er á prenti. Hann hefur mikinn áhuga fyrir því að viða að sjer marghattuðum fróðleik og skýrsl- um snertandi búnað sveitarinnar o. 11. og er stundum farið til hans í þessu efni um upplýs- ingar. Þorsleinn er einkar glaður og reifur, bæði á heimili og utan þess, alt prjál og tiskutildur er eitur í beinum hans og fá stundum að kenna á gamanyrðum hans. Margjet og Þorsleinn höfðu sumarið 1926 lifað 25 ár í farsælu hjónabandi og mintust þau þess atburðar með fjölmennu boði. Gáfu sveitungar þeirra o. tl. þeim vandaða muni. Honum staf úr íbenviði, hreinsilfuibúinn með filabcinshand- fangi, en henni gullnisti við gullkeðju, hvoru- tveggja með nöfnum. Ennfremur áletrað: »Minn- ing urn 25 ára hjúskap 1926. Húnvetningur.

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.