Óðinn - 01.10.1928, Qupperneq 18

Óðinn - 01.10.1928, Qupperneq 18
90 Ó Ð I N N Þorsteinn á Hrafntóftum. Allir íslendingar, sem komnir eru til vits og ára, kannast við orðið »Hrafntóftir«, þar sem Hrafn Hængsson, fyrsti lögsögumaður Islands, fæddist, og var jörðin kend við hann. En allir Rangæingar, og þótt víðar sje ieitað, kannast við I’orstein á Hrafntóftum, og kunn- ugum finst þessi þrjú orð hljóma vel. Þorsteinn er fæddur að Hrafntóftum 18. nóvemher 1865. Þar bjuggu þá foreldrar hans, Jón Jónsson og Ingigerður Þorsteinsdóttir, hreppstjóra Runólfs- sonar frá Arnkötlustöðum, Rernharðssonar á Ásmundarstöðum, og Guðrúnar Eyvindsdóttur. Salvör kona Þorsteins hreppstjóra var dóttir Halldórs i Marteinstungu, Sigurðssonar á Núpi í Fljótshlíð, Guðnasonar, en móðir Halldórs var Salvör Rárðardóttir prests í Guttormshaga (f 1755) Jónssonar prests í Fellsmúla (f 1718) Ólafssonar. Faðir Þorsteins og afi hans, Jón Þorkelsson, urðu báðir 80 ára gamlir, og dóu þeir báðir á Hrafntóftum, og höfðu 'nvergi dvalið annarstað- ar alla sina lífstíð. Hafa því þessir þrír feðgar búið hver fram af öðrum í meira en öld á Hrafntóftum. Að öðru leyti en hjer er sagt, vís- ast til föðurættar Þorsteins í ættartölu frú Guð- rúnar Þórðardóttur, konu Lárusar Pálssonar prakt. læknis og móður síra Jakobs í Holti (Óð- inn XXI. árg. 1,—.6 blað). Voru þau bræðrabörn Þorsteinn og frú Guðrún. Tvær syslur á Þor- steinn á lífi, Guðrúnu, konu Hans Rrynjólfssonar í Þúfu á Landi, og Ingigerði, konu Helga trje- smiðs Jósefssonar, Hverfisgötu 80 i Reykjavík. Þorsteinn er tvígiftur og var fyrri kona hans Sigríður Pálsdóttir frá Gaddstöðum á Rangár- völlum. Misti hann hana eftir 7Va árs sambúð. En seinni konan hjet Guðný Vigfúsdóttir, æltuð undan Eyjafjöllum, og dó hún eftir að þau höfðu búið saman í 21 ár. Eftir fyrri konuna lifa 2 dætur, Pálína, gift Bjarna bónda Jónssyni á Álf- hólum í Landeyjum, og Ingigerður, gift Eiríki Þorsteinssyni í Reykjavík, ættuðum úr Öræfum, en með seinni konu sinni átti hann Sigurð, sem nú býr á Hrafntóftum, giftan Kristjönu Þórðar- dóttur, Vigtus, við járnsmiðanám í Reykjavík, og Rafn, nýfermdan, sem nú dvelur hjá bróður sínum á Hrafntóftum, og eina dóttur, Þuríði Margrjeti, ógifta. Börn Þorsteins, bæði af fyrra og siðara hjónabandi, eru öll hin mannvænlegustu. Þorstenn byrjaði búskap 25 ára að aldri, en hætti, er Guðný kona hans dó, 1924, og hafði hann þvl búið í 34 ár samfleytt. Síðan hefur hann að mestu leyti gefið sig við bókbandi, er hann hafði að vísu lagt eitthvað stund á í æsku, en bjó sig nú undir það starf með námsskeiðsdvöl hjá Arinbirni Sveinbjarnarsyni, bókbindara t Reykjavík. Þorsteinn ferðast um með áhöld sin, en hefur jafnan átt heimili á Hrafntóltum. í hreppsnefnd Ásahrepps sat Þorsteinn í það minsta 12 ár, og þótti sæti hans jafnan vel skip- að í nefndinni; hinir »smáu« kom ust oft að því, hve rjettlátur hann var við niðurjöfnun útsvara, og vildi aldrei fótum troða rjett litilmagnans, eða þeirra, sem fátækir voru. Odd- viti sóknarnefndar Oddasóknar var hannum eittskeið, og beitti hann sjer fyrir byggingu Oddakirkju, sem bygð var 1924, og var það al- mæli, að Þor- steinn hefði átt drjúgan þátt i því að kirkjan var bygð að nýju af hinni vönduðustu gerð. Þó að Þorsteinn byrjaði búskap með lítil efni, fjölgaði hann brátt fjenaði, bygði upp ibúð- arhús, steinsteypta hlöðu, 12 kúa fjós og önnur útihús, alt járnvarið. Þess má hjer geta, að Þor- steinn var sá fyrsti í Ásahreppi er afgirti land sitt, og tvisvar hefur hann fengið viðurkenningu úr Ræktunarsjóði fyrir dugnað í búnaði. Atorku- og framkvæmda-mennirnir eru jafnan bjartsýmr, þeir trúa á landið sitt. Velgengni og framfarir þjóðanna eru þeim að þakka. — Þor- steinn Jónsson er einn þessara manna. Hann er viðlesinn maður, hefur haft sjerstaklega hneigð til þess að gefa sig við trúmálum og sálfræði- legum efnum, og hefur hann ætið fylgt þeim flokknum, sem frjálsiyndastur hefur þótt; hið sama má segja um skoðanir hans i stjórnmál- um og framfararaálum hjeraðsins. P. D.

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.