Óðinn - 01.10.1928, Qupperneq 19

Óðinn - 01.10.1928, Qupperneq 19
ó Ð I N N 91 Magnús Kristjánsson fjármálaráðherra. 8. desember 1928 andaðist Magnús Kristjáns- son fjármálaráðherra á sjúkrahúsi í Kböfn eftir uppskurð við innvortis meini, sem hann hafði þjáðst af um hríð. Hafa fiest blöð landsins flutt svo itarlegar greinar um hann nú við fráfall hans, eink- um þó flokksblað hans »Tím- inn«, að þar verður ekki um bætt í stuttu máli, og fylgir hjer því að eins stutt æfiágrip mynd hans. Hann var fæddur á Akureyri 18. apríl 1862, sonur Kristjáns Magnússonar frá Fagranesi í Öxnadal og Kristinar Bjarna- dóttur frá Fellsseli í Köldukinn. Var faðir hans sjómaður, og ólst M. Kr. upp hjá foreldrum sinum á Akureyri við lítil efni. Hugur hans hneigðist snemma að smíðum. Hann nam beykis- iðn i Khöfn og tók próf í henni vorið 1882. Fjekk hann svo starf við verslun á Akureyri fram til ársins 1893, en þá stofnaði hann þar eigin verslun og rak sjávar- útgerð jafnframt. Fórst honum hvorutveggja vel og varð hann brátt einn af máttarstólpum Akureyrarbæjar, sem þá var í allmiklum uppgangi. Um 20 ár sat hann í bæjarstjórn Akureyr- ar og ljet öll framfaramál bæj- arins mjög til sín taka, en álit hans fór sívaxandi og eínnig vinsældir hans. 1905 kusu Akur- eyringar hann á þing og var það fyrsta þingið eftir heim- flutning stjórnarinnar. Var M. Kr. í Heimastjórnarflokknum og jafnan eindreginn stuðningsmaður Hannesar Hafstein. Hann var einn þeirra 12 þingmanna, sem á þessu sumri stofnuðu blaðið »Lögrjettu«. Sat hann á þingunum 1905—’8, síðan 1913—’23 og loks sem landskjörinn þingmaður frá 1926. Hann vann mikið á þingi og hafði til að bera víðtæka þekkingu á atvinnumálum landsins. Ein- beittur var hann og einarður og fylgdi fast hverju máli, sem hann ljeði fylgi sitt. 1917 varð hann einn af þremur forstjórum landsverslunarinnar, sem stofnuð var vegna viðskiftavandræðanna á ófriðarárunum, og siðar tókst hann einn á hend- ur forstöðu hennar og gegndi því starfi meðan sú verslun var rekin. Fluttist hann til Reykja- víkur, er hann tók við landsversluninni, og átti hjer heima upp frá því, en kona hans, frú Dóm- Magnús Kristjánsson.

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.