Óðinn - 01.10.1928, Qupperneq 22

Óðinn - 01.10.1928, Qupperneq 22
94 ó Ð I N N berum störfum að gegna í sveit sinni, enda ávalt þar meðal þeirra fremstu, er sótt hafa íram til umbóta á öllum sviðum. Ilann er, eins og kunn- ugt er um fjölmarga ættmenn bans í báðar ætt- ir, sönghneigður mjög og hefur haft óvenjulega fagra og mikla söngrödd. Rúmsins vegna verður hjer staðar að nema með frásagnir um þessi góðu og merkilegu bændahjón, sem nú hafa lifað saman í ástriku hjónabandi um hálfrar aldar skeið, ótal mörg- um mönnum til gæfu og gleði, landi og lýð til ómetanlegs gagns og framfara. J. Laugarvatnshjónin Böðvar Magnússon og Ingunn Eyjólfsdóttir. Böðvar er fæddur í Holtsmúla i Landssveit á jóladaginn 25. des. 1877. Var faðir hans Magnús hreppstjóri og bóndi þar, Magn- ússon frá Stokka- læk, Guðmunds- sonar, Magnússon- ar frá Núpakoti undir Eyjafjöllum (Núpakotsætt); en kona Guðmundar var Guðrún Pals- dóttir á Keldum, móðir Halldórs á Reyðarvatni (sbr. Keldnaþátt Brynj- úlfs frá Mínna- núpi). Móðir Magnúsar í Holts- múla, föður Böðvars, var Vigdís Guðmundsdóttir frá Hangum í Stafholtstungum. Voru þau Magnús og Vigdís ekki fult ár í hjónabandi; hann drukn- aði í Þorlákshöfn veturinn 1840, og Magnús yngri þá ekki fæddur. Kona Magnúsar i Holtsmúla, en móðir Böðvars á Laugarvatni, var Arnheiður Böðvarsdóttir frá Reyðarvatni og Guðrúnar ljósmóður Halldórs- dóttur samastaðar. Með foreldrum sínum fluttist Böðvar að Ut- hlíð í Biskupstungum vorið 1880. Þar misti hann móður sína haustið 1887. En vorið eltir, 1888, flutti Magnús faðir hans að Laugavartni til ekkjunnar Ragnheiðar Guðmundsdóttur og gift- ist henni þá um haustið. Ingunn kona Böðvars á Laugarvatni er fædd þar 2. ágúst 1873. Var faðir hennar Eyjólfur, sem lengi bjó á Laugarvatni, Eyjólfsson frá Snorrastöðum, Guðmundssonar, Þorleifssonar frá Bermóðsstöðum, þess er fluttist út i Árnessýslu úr Skaftáreldum. tír það góð og gild bændaætt bæði i Laugardal og víðar. En síðari kona Eyjólfs á Laugarvatni og móð- ir Ingunnar var Ragnheiður Guðmundsdóttir bónda í Eyvindartungu, ólafssonar frá Þormóðs- dal; en Ragnheið- ur varð síðari kona Magnúsar föður Böðvars, eins og fyr er rit- að. Eru þau því stjúp- og uppeld- íssystkini, Ingunn og Böðvar. Vorið lOOOfluttu «, þau Böðvar og Ingunn frá Laug- arvatni og reistu bú í Útey. Var Böðvar þá að eins 22 ára og efnin til búskapar ekki önnur en það, sem hann hafði eignast og dregið saman frá því hann var 17 ára, en þá átti hann eina á. Á þeim árum var kaupgjaldið lágt: V* af vetrarvertíðarhlut, 25 krónur í peningum og það, sem hann gat komið sjer upp af sauðum, en þeir voru ljettir á fóðri. Þau fríðindi reyndi hann líka að nota sem best síðustu 5 árin, sem hann var á Laugarvatni. í Úley bjuggu þau Böðvar og Ingibjörg I 7 ár og var ekki annað hægt að segja, en að þeim búnaðist ágætlega þrátt fyrir ómegð, sem á þau hlóðst, því þar eru 6 af börnum þeirra fædd. Sá Böðvar þó lítt í kostnað um að húsa jörð- «- ina og bæta. Bygði hann á þessum árum upp allan bæinn og öll fjenaðarhús sama sem trá stofni. Þegar hann kom þangað var svo talið, að hús væru þar yfir 50 kindur, en þegar hann flutti þaðan hatði hann aukið húsin svo, að Ingunn Eyjólfsdóttir og Böðvar Magnússon. J

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.