Óðinn - 01.10.1928, Page 24
96
Ó Ð I N N
árum eignast 13 börn: tólf dætur og einn son,
Mignús, sem er búfræðingur frá Hvanneyri og
helur nú síðustu árin verið önnur hönd föður
sins um alla bústjórn. Eru dæturnar 11 á lífi:
Ragnheiður elst. gift Slefáni D ðrikssyni, kaup-
fjelagssljóra á Mmni Borg, Arnheiður, Laufey,
giftist nú í des Pali Diðrikssyni bónda á Búr-
felli, bróður Stefáns á Borg, H efna, Magnea
Guðrún. Hlíf, Sigríður, Lára, Auður Rrynþóra,
Anna Bergljót og Svanlaug. Eru 9 systurnar
heima og þrjár þær yngstu innan fermingar. 011
eru börnin mannvænleg og bera það með sjer
að þau hafa fengið gott uppeldi. En í því starfi
mun ekki hafa síður reynt a umhyggju L.gunn-
ar og dugnað, enda mun tiðast reynast svo, að
það sje móðirin, sem mestu ræður um upp-
eldi barna sinna. Og um Ingunni á Langarvatni
vetður það eitt sagt, að hún hafi verið hvort-
tveggja i senn, góð og umhyggjusöm móðir barna
sinna og dugleg og stjórnsöm húsfreyja.
Laugaidalur hefur um langt skeið verið talinn
ein af fegurstu sveitum hjer sunnanlands Hafa
því bæði innlendir og eilendir menn ferðast
þangað hópum saman. Og fáir munu þeir vera,
sem dalinn hafa heimsótt, er ekki hafa komið
að Laugarvatni og notið gestrisni þeirra hjóna.
Hitt gera ef til vill ekki allir sjer Ijóst, hvílík
vinna það er ofan á önnur heimilisstöi f um há-
bjargræðistímann, að taka á móti tjölda gesta,
ýmislega til reika, og veita þeim góðan beina.
En það starf hafa þau Laugarvatnshjón leyst af
höndum um all-langt skeið og hlotið lof lyrir
að makleikum. E. S.
Tvær myndir fylgja hjer, sem sýna Laugarvatnsskól-
ann eins og hann á að vera fullgerður. Teikningin er
eftir Guðjón Samúels'.on, húsameistara rikisins. Er að
eins miðkafli hússins reistur, enn sem komið er, með
2 burstum. En aukið mun verða við bygginguna á næsta
sumri og svo haldið áfram, uns hún er fullgerð. í kjall-
aranum er eldhús og borðsalur fyrir um 70 manns.
Stofuhæðin er einn salur og er honum með lausaþiljum
skift sundur í kenslustofur. Þar fyrir ofan eru íbúðar-
herbergi og svefnherbergi, en á efsta lofti tvær bað-
stofur undir súð og 8 rúmstæði i hvorri um sig. Alt er
húsið hitað með vatni frá hver, sem er spölkorn fyrir
neðan húsið, en köld vatnsleiðsla hefur verið lógð til
þrss úr á, sem fellur niður tjallið þar skamt frá. Hita-
miðstöðin er niðri i hvernum og rennur kalda vatnið
frá húsinu þangað, hitnar þar og rennur svo þaðan
aftur upp í húsið. Gufa er einnig leidd frá hvernum
upp i húsið á þann hátl, að allstórum btikkkassa er
hvolft yflr nokkurn hluta hversins, og safnast í hann
gufa. sem síðar leitar upp til hússins um pípur, sem
þar liggja á milli. Er sá hiti notaður til suðu o. fl.-
Skólinn var vigður 1. nóv. síðastl. og eru þar í vetur
26 nemendur. Skólastjóri er sira Jakoh Ó. Lárusson, en
fastur kennari, auk hans, Guðtnundur Ólafsson frá Sörla-
stöðum í í’mgeyjarsý-.lu Enginn efl er á því, að hjeraðs-
skóli þessi verður vinsæl slofnun, og menn, er frá liður,
sammála um, að skólastaðurinn sje þarna vel valinn,
en um það hafa, svo sem kunnugt er, verið skiftai
skoðanir að undanförnu, hvar reisa ætti hjeraðsskóla
suðurlagtendisins. Er það ætlun kenslumálaraðherrans,
sem manna mest hefur stutt að þessari skólavtofnun,
að þarna verði skemtilegur dvalarstaður fyiir gesti að
sumrinu og samkomustaður fyrir hjeraðsbúa, en Laug-
ardalurinn er ein af fegurstu sveitum þessa lands.