Óðinn - 01.01.1935, Síða 2
2
Ó Ð I N N
Móðir Sigurðar ráðunauts var Margrjet Þorsteins-
dóttir (d. 1896) bónda í Langholtsparti í Flóa, Stef-
ánssonar, bónda í Neðridal í Biskupstungum, Þorsteins-
sonar. Sá Stefán kvæntist Vigdísi, laundóttur Diðriks
Jónssonar og Guðrúnar Högnadóttur, prests á Breiða-
bólsstað í Fljótshlíð (d. 1770), Sigurðssonar, prests
í Einholtum (d. 1732), Högnasonar í Einholtum, Guð-
mundssonar prests í Einholtum, Ólafssonar prests og
sálmaskálds í Sauðanesi (d. 1608), Guðmundssonar.
Bjuggu þau hjón, Sigurður bóndi og Margrjet, um
30 ár í Langholti rausnar- og myndar búi. Sjerstak-
lega var Margrjet húsfreyja orðlögð fyrir alúð og
gjafmildi. Sigurður sat lengi í hreppsnefnd í Hraun-
gerðishreppi. En búskapurinn var þó alt af hans yndi.
Var hann þar framfaramaður og hóf snemma jarða-
bótastarfsemi á eignarjörð sinni. Arið 1901 hlaut hann
verðlaun úr Styrktarsjóði Hristjáns konungs IX. í
viðurkenningarskyni fyrir dugnað í búskap.
Sigurður ráðunautur ólst upp hjá foreldrum sínum
og vandist snemma á að vinna, því að sagt var um
Sigurð bónda, að hann kynni betur við að synir hans
ljetu hendur standa fram úr ermum. Enda voru þeir
Langholts-bræður, Sigurður, Ólafur og Þorsteinn,
dugnaðar og áhugamenn; fór mikið orð af þeim öll-
um sem afburða slátlumönnum. Hef jeg t. d. engan
sjeð röskar slá en Þorstein, þó yfir sextugt væri kom-
inn. En hann hefur fram til síðustu ára búið í Lang-
holti; tók þar við af föður sínum.
Það gat ekki hjá því farið að slíkt fyrirmyndar-
heimili um alt, er að búskap laut, hefði sín áhrif á
þá unglinga, er þar ólust upp. Enda beygðist krókur-
inn snemma til þess sem verða vildi. Sigurður ráðu-
nautur fjekk þegar í æsku lifandi áhuga fyrir bú-
skaparmálum öllum og löngun til að fræðast um þau.
Og þessi fræðslulöngun var hjá honum sífelt vakandi
meðan honum entist aldur. Hann las alt af mikið og
fylgdist vel með í öllum nýjungum í búnaði, minnugur
þess, að sá sem vill leiðbeina öðrum og vekja til
starfa, verður sjálfur að vera vakandi og ætíð að
bæta við þekkingu sína. — Það skal ekki sagt gamla
manninum, föður hans, til lasts, en í fyrstu var hon-
um ekkert um þetta fræðslubrölt sonar síns. Það var
þá ekki siður að bændasynir leituðu sjer yfirleitt
annarar fræðslu en þeirrar, er heima fjekst. En Sig-
urður ráðunautur Ijet sjer það ekki lynda. Vorið 1887
rjeði hann sig til ársdvalar norður í Þingeyjarsýslu,
til þess að kynnast fjármensku. Hann dvaldi á fyrir-
myndar fjárræktarheimili að Stóruvöllum í Ðárðardal.
Eftir því sem hann sjálfur sagði frá, hafði hann mjög
gott af þessari ferð og veru sinni norður þar. —
En þaðan fór hann svo að Hólum í Hjaltadal vorið
1888, og var á búnaðarskólanum í tvö ár. Að námi
loknu rjeðist Sigurður vestur í Dýrafjörð til búnaðar-
fjelags Þingeyrarhrepps, er þar var þá nýstofnað;
var hann starfsmaður þess í tvö sumur og vann þar
aðallega að jarðabótum, túnasljettun. Má þar enn sjá
víða merki handaverka hans. Gekk hann að þessari
vinnu með miklum dugnaði og áhuga, svo sem hans
var eðli. En um veturinn lagði Sigurður stund á
barnakenslu.
Vorið 1892 gerðist Sigurður starfsmaður Búnaðar-
fjelags Suðuramtsins og vann hjá því í nokkur ár
sem sýslubúfræðingur. Starfsemi hans fyrir fjelagið
var aðallega bundin við vorið og fyrri hluta sumars.
En þess á milli vann hann að vegagerð með Erlendi
Zakaríassyni, eða dvaldi heima hjá foreldrum sínum
í Langholti.
Árið 1897 fjekk Sigurður styrk frá Búnaðarfjelagi
Suðuramtsins til ferðar um Norðurlönd, til þess að
kynnast búnaði þar og nýjungum í búnaði, sjerstak-
lega fyrirkomulagi mjólkurbúanna í Danmörku og
Noregi, meðferð á smjöri og oslagerð; sömuleiðis vatns-
veitingum, meðferð búpenings og kynbótum. Einnig
kynti hann sjer starfsemi búnaðarfjelaganna og heim-
sótti flesta búnaðarskólana í þessum löndum. Lengst
dvaldi hann á búnaðar- og mjólkur-skólanum Lade-
lund, veturinn 1897—’98, og starfaði þar að verklegri
mjólkurmeðferð, samfara því að hann var á sjálfum
skólanum. — Vorið eftir ferðaðist hann um Jótland
til þess, eins og hann sjálfur segir í skýrslu sinni til
fjelagsins, er hann nefnir: »Ferð um Danmörku og
Noreg«, að kynnast og fá skýrslur um: 1) vatnsveit-
ingar, 2) mýrarækt, 3) sandgræðslu og 4) rjómabú.
Er Sigurður hafði ferðast um Jótland, hjelt hann til
Noregs og fór þar víða, sjerstaklega um hjeruðin
vestanlands og austan. Er það næsta furðulegt, hversu
marga staði hann gat heimsótt, og hafði hann þó fje
af skornum skamti. Var það að þakka dugnaði hans
og sparsemi, enda ferðaðist hann mest fótgangandi.
En það vakti fyrir honum að sjá sem flest og læra
sem mest, ef það mætti að einhverju gagni koma
heima. Því að það var honum alla tíð yndi, að geta
miðlað öðrum fræðslu og leiðbeiningum.
Þetta sama sumar var haldin mikil búnaðarsýning
í Björgvin og sótti Sigurður hana. Dvaldi hann þar
í 15 daga. Bæði var þetta sýning á búpeningi og
verkfærum. Um haustið fór hann á landbúnaðar-
háskóla Norðmanna í Ási og las við hann næsta
vetur. — Kom Sigurður svo heim um vorið 1899
og hafði þá verið í ferð þessari hátt á annað ár,