Óðinn - 01.01.1935, Blaðsíða 25
Ó Ð I N N
25
Jóhannes Kjarval listmálari.
Jóhannes Kjarval
listmálari.
1. september þ. á. höfðu nokkrir af
vinum Hjarvals listmálara útbúið sýn-
ingu á málverkum hans í Mentaskól-
anum. Tilefnið var það, að Kjarval
verður fimtugur á þessu hausti, 15.
október, en heppilegra þótti, að hafa
sýninguna á þessum tíma. Þeir, sem
gengust fyrir sýningunni, vóru: Guð-
brandur Magnússon framkvæmdastjóri,
Magnús Kjaran kaupmaður og ]ón
Kaldal ljósmyndari. Var opnun sýning-
arinnar hátíðleg, forhlið skólans og
brautin upp að honum flöggum skreytt,
en Lúðrasveit Reykjavíkur ljek nokkur
lög framan við skólann meðan sýn-
ingargestirnir gengu inn. Varð þar brátt
fjölmenni og söfnuðust menn saman í
hátíðasal skólans. — Forsætisráðherra
Hermann Jónasson opnaði sýninguna
með ræðu, síðan talaði Guðmundur
Finnbogason landsbókavörður, og ritstj.
»Óðins« las upp kvæði til Kjarvals; en
Kjarval þakkaði öllum, sem að sýning-
unni höfðu unnið. Að því búnu söng
Karlakór Reykjavíkur, undir stjórn Sig-
urðar Þórðarsonar, nokkur lög. — Var
öllu þessu útvarpað.
Síðan fóru menn að skoða málverka-
sýninguna. Hún þakti alla veggi í and-
dyri skólans, í ganginum eftir endilöngu
húsinu, í skólastofunum niðri og í há-
tíðasalnum uppi. Myndirnar vóru ljeðar
á sýninguna af eigendum þeirra hjer í bænum og
grendinni, af ríkinu og af Kjarval sjálfum. Höfðu
margir orð á því, er þeir höfðu litið yfir sýninguna,
hver afkastamaður Kjarval væri og hve mikil fjöl-
breytni væri í verkum hans. Þó var ekki þarna
saman komið nærri því alt, sem til er eftir hann af
málverkum hjer í bænum, því rúmið var þrotið í
sýningarstofunum aður en það næðist alt saman. Þar
að auki er margt af málverkum Kjarvals til og frá
úti um land og margt erlendis. Um 700 manns sóttu
sýninguna fyrsta daginn, en ákveðið var, að hún
skyldi opin til 10. september.
Forsætisráðherra tók það fram í ræðu sinni, að
tilgangur sýningarinnar væri, að veita nokkurt yfirlit
yfir verk listamannsins, en þótt margt vantaði af
verkum hans, þá mundi þó mega telja, að sýningin
gæfi harla fullkomið yfirlit yfir fjölhæfni og mynd-
auðgi þessa listamanns. Og þá væri takmarkinu náð.
En alt fram að þessari sýningu hefði slíkt yfirlit ekki
verið til. Þótt við ættum bókmenta-arf frá forfeðrun-
um, sem ekki yrði metinn til fjár, þá nægði það
okkur ekki, sem nú lifðum á íslandi, til þess að verða
taldir til menningarþjóða, ef ekki brytist hinn áskap-
aði arfur þjóðstofnsins fram í fleiri greinum frum-
legra gáfna og menningarstarfs. Með þessari sýningu
væri fram komin enn ein sönnun fyrir því, að ís-
lenska þjóðin ætti skilið stjórnarfarslegt frelsi, og
mundi verða þess megnug, að taka á móti því.