Óðinn - 01.01.1935, Blaðsíða 24
24
Ó Ð I N N
við Frúarkirkju. Brann það hús síðar, en stórt og
mikilfenglegt kastaníutrje, sem hann hefur eflaust
sjálfur plantað, breiðir enn þá ilm sinn yfir Fiolstræti.
Þekkja allir Kaupmannahafnarbúar trje Holbergs, sem
stendur eins og lifandi minnismark yfir þeim stað,
þar sem hann átti heima og sofnaði síðasta blundi
að loknu einstæðu ævistarfi í þágu þjóðar sinnar.
Hann hvílir í Sorö-kirkju í veglegri líkkistu úr norsk-
um marmara.
Hið sjerstæða mikilvægi Holbergs sem alþýðu-
fræðara er eigi aðeins falið í því, að hann er faðir
danskrar leikritagerðar, heldur jafnframt því, að hann
skapaði nýjan alþýðlegan fræðistíl bæði í Danmörku
og Noregi. Hann var fyrsti snillingur vor í ritgerða-
list (essayist), fyrstur rithöfunda vorra, sem farið gat
svo höndum um hvert efni, að það yrði öllum skillj-
anlegt. Draumar þeir um notkun móðurmálsins, sem
kynslóðin á undan hafði borið í brjósti, rættust glæsí-
lega fyrir bókmentaleg afrek hans. Hann varð hin
mikla fyrirmynd norskra og danskra bókmenta, sem
sigldu í kjölfar hans. Hann hefur unnið sjer frægð
erlendis — — til eru yfir hundrað þýskar þýðingar
af hinum ýmsu ritum hans — — en í heimalandi
sínu er hann orðinn sígildur rithöfundur, hinn mesti,
sem vjer eigum, og sá, er til flestra talar.
Richard Beck þýddi.
Móöurminning.
Jeg átti góða og göfga móður,
er gleymi jeg aldrei, hvert sem fer,
því skyldi jeg vera að yrkja’ um annað
en ekki það, sem dýrast er.
Hvað er dýrara’ en minning móður,
sem mannvinur í sannleik var;
í barnsins hjarta bestu sáir
blómunum, sem dafna þar?
Þegar einhvern örðugleika
og öfugstrevmi að höndum bar,
roðnaði hún rjett sem snöggvast,
rjett var stjórnað geði þar;
engin heyrðust orð af vörum,
augun þótt að gæfu svar,
að finna hið rjetta og fyrirgefa
hið fyrsta og síðsta ætíð var.
Man jeg, kvelds um kærar stundir
kvað hún við mig fögur ljóð,
það vóru íslands sælu söngvar,
sem að ortu skáldin fróð.
Títt þá sló mitt heita hjarta,
er heyrði jeg þeirra sorgaróð;
en því gleymdi æskan bjarta,
af því mamma var svo góð.
Ó, hve sælt að eiga minning
um þá móður, sem jeg hlaut;
allra vildi hún bölið bæta,
breyta í gleði hverri þraut.
Eins og verndarengill stóð hún
okkur, börnum sínum, hjá,
glæddi alt hið góða og rjetta,
göfgi andans þar jeg sá,
Mig grunaði ei jeg ætti seinna
ofurlítinn sorgaróð,
þegar jeg ætti enga mömmu
og æsku væri kólnuð glóð;
að jeg sæti um aftanstundu
alein, hljóð, við gluggann minn
þar, sem enginn að mig skildi,
með eld í hjarta, en föla kinn.
]eg vildi’ jeg væri orðin aftur
ofurlítil stúlka og góð,
mætti sitja í móðurfaðmi,
mætti hlusta á fögur ljóð,
og í mömmu augu horfa,
angu hennar skildu alt;
þau minn lásu þrátt í huga,
þá var lífið aldrei kalt.
Minningar um móður sh'ka
mjer hafa fylgt um æfiskeið;
yfir hjarn og eyðisanda,
örðug þótt mjer fyndist leið.
Því skal örugg áfram halda,
æfin hefur stutta bið,
að þeim þröngu dimmu dyrum,
sem dagur lífsins endar við.
©
Þegar dagur lífs er liðinn,
líkams eru slitnuð bönd,
vonin gaf oss von um sælu,
von um fögur sólskinslönd.
Alla vini aftur hitta,
aftur tengist sál við sál;
lengur misskilningur enginn
eða von, sem reynist tál.
Kristín S. Guðmundsdóttir.