Óðinn - 01.01.1935, Blaðsíða 37
Ó Ð I N N
37
netunum og strádrepinn með viðeigandi blóti og for-
mælingum. —
Jafnskjótt og drápið hefst, byrja óhljóð, óp og
gauragangur í bátnum. Mennirnir öskra og grenja
hver í kapp við annan, kasta grjóti, skorðum og öðru
lauslegu út úr bátnum og gera hið mesta hark til
að fæla selinn. Leir, þang og þari rótast upp og sjór-
inn verður þykkur sem leðja. Blóð og brækja vellur
um allan voginn, svo selurinn syndir og berst um í
sínu eigin blóði. Við þefta alt ærist hann og verður
viti sínu fjær af heift og hræðslu, Hann ræðst á hvað
sem fyrir er, jafnvel mennina í bátunum. Hann gerir
hverja árásina af annari, æðisgengna og heiftúðuga,
til að reyna að sleppa, en tekst það mjög sjaldan.
Það er að eins ef einstaka sel tekst að stökkva yfir
netin eða rífa sig niður í botninn undir þau, að hon-
um lánast að sleppa. Allur fjöldinn er að velli lagður
eftir hamramma vörn og angistarfult sálarstríð.
Veiðiaðferð þessi er í frekasta lagi hrottaleg og
villimannleg og er ekki sæmandi siðuðum mönnum.
Alþingi hefur slett sjer fram í margt sem síður skyldi
en að banna slíka veiðiaðferð. En sem betur fer ger-
ist þess nú ekki þörf lengur. Veiðiskapur þessi er
alveg lagstur niður og mun ekki verða upp afíur
tekinn.
Netin, sem notuð voru við þessa veiði, voru af
annari gerð og stærri en venjuleg kópanet. Möskva-
stærð var 16 — 18 cm. Dýpt um 150 cm. og lengd
um 15 — 18 metrar. Annars fór netagerð þessi nokk-
uð eftir því, hvernig lagnirnar voru sem veitt var í.
Uppidráp. »Sofa urtubörn á útskerjum*.
Utselurinn er gjörólíkur landselnum að háttum
Hann er langtum stærri, spakur og hægfara við fyrstu
kynning, en ákaflega fyrtinn og langrækinn, þyki hon-
um sjer misboðið.
Utselurinn kæpir á haustin. Kæpingin byrjar um
mánaðamótin sepíember— október. Hann kýs helzt
að vera við eyjar og úísker, þar sem umferð er lítil
og afskekt. Telji hann bæli sitt svo örugt, að hann
geti að fullu haft eðli sitt, fæðir urtan kópinn uppi á
grasi, eða svo hátt á skerjunum, að ekki fellur undir
hann um flæðar. Þegar kópurinn fæðist er hann þak-
inn ullhvítu,mjúku hári. En eftir ca. 2 vikur fara þau
að falla af honum, og að 3 lil 4 vikum liðnum eru
þau að fullu horfin, en steingrá eða svört hár komin
í staðinn, og fer þá kópurinn í sjóinn sem fuilveðja
selur.
Allan barnsaldurinn hefur kópurinn legið í bælinu,
og oftast sofið, nema meðan hann hefir sogið móður
sína. Hvítu hárin, sem smámsaman hafa fallið af
honum, liggja eins og flos í kringum hann, og hann
liggur í mjúkri dýnu. Hann dafnar ákaflega vel í ból-
inu. Á 2—3 vikum safnar hann 30-40 kg. af spiki.
Og flækist hann í sjóinn á þessu tímabili, er hann
rjett ósjálfbjarga. Sundið er honum ákaflega ótamt
og loðna hárið dregur úr ferðinni. Hann rekur því
mest fyrir straumi og vindi og skríður venjulega upp
á næsta sker sem hann kemur að. — Kraftarnir og
þrekið er í engu samræmi við likamsþungann á þessu
tímabili. — Selir, sem flækjast í sjóinn áður en þeir
hafa felt hvíta hárið — gengið úr snoði — og alast
þannig upp á flækingi, eru nefndir sjóþvættingar. Það
kemur oft fyrir, er þeir finnast, að þeir hafa skriðið
sundur húðina og spikið á höndum og hreifum, svo
að skín jafnvel í bert beinið. Sjóþvættingar eru altaf
horaðir og stundum bitnir, og alt útlit þeirra ber vott
um skort og vonda líðan.
Urtan skríður upp í bælið til kópsins og gefur
honum »brjóstið« a. m. k. tvisvar á sólarhring. Það
kemur þá stundum fyrir að hún sofnar eða fellur í
mók við að fullnægja kópnum og svala frumstæðustu
móðurtilfinningum sinum. En slíkt andvaraleysi er
ekki hent þeim, er sökótt eiga við mennina. Veiði-
manninn getur borið að á hverri stundu og hann á
það til, að þyrma hvorugu, en láta þungan eikar-
kepp ríða ótt og títt að kollum hinnar seinfæru fjöl-
skyldu. — Venjulegast er þó að gefa urtunni líf, þó
hún gefi færi á sjer í selafari.
I selafar er aldrei farið nema um fjöru. Hylst er
til að fara um það leyti sem kópurinn er að fella
hvítu hárin, þá er hann feitastur og stærstur Kóp-
urinn er drepinn með þungum keppum, það tekur
fljótt af og er hin arðsamasta vinna.
Þegar kæpingartímanum er lokið, vetur færist að
og útselurinn hefur lokið við að ala upp kópana —
eða þeir hafa verið drepnir — dregur hann sig út af
firðinum aftur. Nokkuð af honum fer eflaust til hafs,
en nokkuð safnast þó saman við útsker og heldur
sig þar allan veturinn. Hann liggur ákaflega mikið á
skerjunum og svo hátt, að sjór nær honum ekki um
stærstu flæður. Hann liggur vikum eða mánuðum
saman án þess að fara í sjóinn, verði hann ekki fyrir
stygð. Þó norðangarðar sjeu og frosthörkur og sker-
in ísi, liggur hann engu að síður. Hann lætur þá
frjósa alt í kring um slg og liggur í klakagröf eða
holu. Það er víst ekki fjarri þvf, að útselurinn liggi
í eins konar dvala eða móki á þessu tímabili. Hann
verður ákallega magur í þessum legum á skerjunum