Óðinn - 01.01.1935, Qupperneq 3

Óðinn - 01.01.1935, Qupperneq 3
3 Ó Ð I N N og má óhælt bæta við, bæði sjer og landi sínu til mikils gagns. Theodór Arnbjarnarson ráðunautur segir í minn- ingargrein um Sigurð1): »Með starfi hans í Dýrafirði byrjaði starf hans sem ráðunautar bændanna. Er hann hafði starfað sem kennari og ráðunautur í jarðyrkju í samfleytt 7 ár, hafði hann rekið sig á fjölda spurn- inga, sem þurfti að svara, fjölda viðfangsefna, sem biðu úrlausnar. Þá loks gat hann farið utan, með atbeina Búnaðarfjelags Suðuramtsins, til framhalds- náms. Er hann kom út í löndin urðu fyrir honum margar nýjungar, sem okkur voru nauðsynlegar og hollar, ef stakkurinn væri sniðinn eftir okkar vexti; og er hann kom heim 1899, átti hann offjár í hug- sjónum, vonum og fyrirætlunum, er hann vildi gefa þjóð sinni og landi, og eftir það varði hann æfinni til að fá þjóðina til að þiggja gjafirnar og hagnýta sjer þær«. Með heimkomu Sigurðar ráðunauts úr utanför sinni hefst nýtt tímabil í búnaðarsögu Islands. — Þannig lýsir Jónas Jónsson erfiðleikum búskaparins um það leyti, sem Sigurður kom heim2): »Þegar Sigurður kom heim úr utanför sinni voru ástæður bænda á Islandi næsta erfiðar, ekki sízt í átthögum hans, lág- sveitum Árnessýslu, þar sem skilyrðin eru erfið til sauðfjárræktar. Frá því um 1870 og þar til 1897 höfðu íslenskir bændur haft einna mestar bútekjur af því að selja sauði, er fluttir vóru lifandi til Bretlands, fitaðir þar nokkrar vikur og síðan slátrað. En laust fyrir aldamótin bönnuðu Bretar að flytja lifandi fje til landsins og fita það þar með útigangi. Tók þá nálega fyrir útflutning sauða frá Ísíandi. Verðið á sauðfje hrapaði alveg óskaplega, svo að kind, sem áður en útflutningsvandkvæðin hófust seldist á kr. 24,00, varð ekki nema 9 kr. virði. Var ekki annað að sjá en hallæri væri fyrir dyrum. Liðu svo nokkur ár, að lifandi sauðfje og saltkjöt var í mjög lágu verði* ... »í stað kjötsins, sem var fallið í verði, hlaut að koma önnur arðvæn framleiðsluvara, ef sveitabúskapur átti að geta þrifist á íslandi*. Þá var það, að Sigurður ráðunautur hófst handa, þegar eftir heimkomu sína, um stofnun smjörbúanna. Og hann vann að því með eldlegum áhuga, skrifaði hverja hvatningargreinina á fætur annari og ferðaðist um landið, til að vekja menn og sameina um þetta nauðsynjamál. Fyrsta grein hans birtist í »Búnaðar- 1) í „Tímanum" 20. febr. 1926. 2) í „Samvinnunni" 1928, í grein um Sigurð ráðunaut Sigurðsson. ritinu*, 13. árg., og hjet: »Um mjólkurbúin í Dan- mörku og Noregi*. Þar lýsir hann fyrirkomulagi mjólkurbúanna í þeim löndum; bendir síðan á hverja leið vjer ættum að fara, til þess að koma á fót sams- konar stofnunum hjer á landi. — Hvatningar Sig- urðar komu að tilætluðum notum, og með tilstyrk góðra og framsýnna manna (ekki síst Ágústs Helga- sonar í Birtingaholti) risu upp allmörg smjörbú á næstu árum. Fyrsta smjörbúið var stofnað árið 1900 að Seli f Hrunamannahreppi, en fluttist að Áslæk vorið 1902. Stofnendur þess voru: Guðm. Jónsson, Efra-Seli, Haraldur Sigurðsson, Hrafnkelsstöðum, Jón Jónsson, Syðra-Seli, Magnús Jónsson, Bygðarholti og Magnús Magnússon, Hvítárholti. 1901 vóru stofnuð mjólkurbú á þessum stöðum: Birtingaholti í Hrunamannahr., Árnessýslu. Arnarbæli í Ölfusi, Árnessýslu. Vxnalæk í Ölfusi, Árnessýslu. 1902: Páfastöðum í Staðarhreppi, Skagafirði. Hjalla í Ölfusi, Árnessýslu. Kálfá í Gnúpverjahreppi, Árnessýslu. Rauðalæk í Holtum, Rangárvallasýslu. Vakurdal, Húnavatnssýslu. 1903: Brautarholti á Kjalarnesi, Kjósarsýslu. Deildá í Mýrdal, Vestur-Skaftafellssýslu. Framnesi á Skeiðum, Árnessýslu. Reykjadal, Suður-Þingeyjarsýslu. Torfastöðum í Biskupstungnahr., Árnessýslu. 1904: Apá í Laugardal, Árnessýslu. Fljótshlíð, Rangárvallasýslu. Fossvallalæk í Grímsnesi, Árnessýslu. Geirsá í Borgarfirði, Borgarfjarðarsýslu. Hróarslæk í Flóa, Árnessýslu. Smjörbú Kjósarmanna, Kjósarsýslu. Smjörbú Landmanna, Landsveit, Rangárvallas. Rangá á Rangárvöllum. Stóra-Skógi í Dölum, Dalasýslu. Hvítárvöllum 5 Borgarfirði, Borgarfj.sýslu. — Og loks voru stofnuð þessi smjörbú: 1905: Baugsstöðum í Flóa, Árnessýslu. Gufá í Borgarhreppi, Mýrasýslu. Fnjóskdæla í Fnjóskadal, Suður-Þingeyjars. »Framtíðin« í Viðvíkurhreppi, Skagafjarðars. Hofsá undir Eyjafjöllum, Rangárvallasýslu. Laxá í Torfalækjarhreppi, Húnavatnssýslu. Ljósvetninga í Ljósavatnshreppi, S.-Þingeyjars. Möðruvöllum í Hörgárdal, Eyjafjarðarsýslu. Vogatungu í Leirársveit, Borgarfjarðarsýslu. Þverá í Öngulstaðahreppi, Eyjafjarðarsýslu. Als urðu búin 34, þegar flest var.

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.