Óðinn - 01.01.1935, Page 4
4
Ó Ð I N N
Sigurdur ráðunautur á ferð. Þessa hesta tvo, sem hjer sjást
á myndinni, átti Sigurður lengi og vóru þeir þektir um allar
sveitir landsins. Þann gráa átti hann í 16 ár.
Samhliða stofnun smjörbúanna hófst töluverður út-
flutningur á smjöri til útlanda. En hann hafði fram
að því sáralítill verið; vóru það aðeins einstaka menn
er ráðist höfðu í að senda smjör til Englands1).
En árið 1900 var magn hins útflutta smjörs 3000 pd-
1901; 12000 pd„ 1902: 48000 pd„ 1903: 92000 pd„
1904: 220000 pd. og 1905: 280000 pd. Mestur varð
útflutningurinn 1912: 354000 pd. og verðið 345000 kr.
Það var því ekki lítill búhnykkur fyrir íslenskan land-
búnað, er sfofnað var til smjörbúanna. En nú fór
aftur að draga úr útflutningnum, enda fækkaði bú-
unum; 1915 vóru þau orðin 24. Hafði það sínar or-
sakir: Kjötið hafði aftur hækkað í verði, er slátur-
húsunum í landinu fjölgaði og verkun varð betri.
Fráfærar lögðust niður og við það minkaði málnytan.
Einnig hækkaði smjör í verði sunnanlands, og við
það dofnaði áhuginn hjá mörgum fyrir smjörbúa-
fjelagsskapnum.
En smjörbúafjelagsskapurinn hafði unnið sift mikla
gagn. Það var fyrst og fremst honum að þakka, að
smjörverðið hækkaði, vegna befri verkunar, meira
hreinlætis í meðferð mjólkur og mjólkurafurða. Og
þetta brautryðjandastarf hefur orðið farsæll grund-
völlur fyrir starfsemi hinna stóru mjólkurbúa, sem
nú eru upp risin. —
Árið 1899 var líka merkisár í sögu íslensks land-
'oúnaðar fyrir það, að það ár var ákveðið að stofna
Búnaðarfjelag íslands.
Búnaðarfjelag Suðuramtsins hafði þá starfað í 62 ár,
1) Sbr. gréin Sigurðar Sigurðssonar ráðunautar: „Um sölu
á smjöri til útlanda", í „Búnaðarritinu" 1901.
frá 1837. Á fundi þess 1893 bar stjórn fjelagsins upp
þá tillögu, að farið yrði að undirbúa þá breytingu á
fjelaginu, að það gæti orðið búnaðarfjelag als lands-
ins; var og þá nefnd sett í málið. Þó var það ekki
fyr en á fundi Búnaðarfjelags Suðuramtsins 5. júlí
1899 að samþykt voru lög fyrir Búnaðarfjelag íslands
og kosnir 4 menn til að taka sæti á Búnaðarþingi þess.
Það vóru þeir: Eiríkur Briem, Þórhallur Bjarnarson,
Halldór Kr. Friðriksson og Sigurður Sigurðsson, síðar
ráðunautur.
Búnaðarþing þetta hið fyrsta kom saman 7. júlí
1899 og kaus stjórn Búnaðarfjelags fslands. Var hin
fyrsta stjórn þess þannig skipuð: Halldór Kr. Frið-
riksson forseti, ]. Havsteen amtmaður varaforseti,
Eiríkur Briem og Þórhallur Bjarnarson; en til vara:
Tryggvi Gunnarsson og Þorlákur Guðmundsson.
Hóf fjelagið starfsemi sína 1. janúar 1900, og varð
Sigurður Sigurðsson ráðunautur1) þess þegar frá
byrjun og til dauðadags. Starfssaga hans er því um
leið saga Búnaðarfjelagsins. Vóru starfsmenn fjelags-
ins upphaflega fáir, enda hvíldi á herðum Sigurðar
mikinn hluta starfstíma hans ráðunautarstörf við vatns-
veitur, nautgriparækt og hrossarækt, svo og umsjón
með rjómabúunum2). En þóft störf Sigurðar væru
ef til vill mest bundin þessum greinum, tóku þau
auðvitað og til flestra greina landbúnaðarins að ein-
hverju leyti. — Það var ekki nema eðlilegt að Sig-
urður ráðunautur ljeti sig nautgriparæktina miklu
skifta, því að á henni bygðist mest vöxtur og við-
gangur rjómabúanna. Liggur og þar eftir Sigurð mikið
starf. Hann vann að stofnun nautgriparæktarfjelaga
víða um land. Fyrsta fjelagið var stofnað 1902; 1924
vóru þau orðin 25 að tölu. Og þau hafa orðið áhrifa-
mikill liður í því starfi, að kynbæta nautpeninginn og
hækka mjólkurnytina. Enda er reynslan sú, að kýr
eru altaf nythærri þar sem slík fjelög hafa starfað
með einhverju lífi.
Á sviði hrossaræktarinnar var Sigurður líka athafna-
samur. Þar var líka margt ógert, hrossaræktin á mjög
Iágu stigi og vanrækt. Það er altaf erfitt verk að vera
brautryðjandi. Sigurður stofnaði ekki allfá hrossa-
ræktarfjelög. Fyrsta fjelagið var stofnað 1904 í A.-
Landeyjum; 1921 voru þau 16 starfandi. En þótt segja
megi að ekki hafi altaf mikið áunnist, hepnaðist hon-
1) Var þá og líka ráöinn ráðunautur fjelagsins Einar Helga-
son garðfræðingur, síðar garðyrkjustjóri.
2) Við þau vóru eðlilega störf Sigurðar fyrstu árin bundin,
svo og leiðbeiningar um áveitur, samgirðingar o. fl.; en
hrossa- og nautgriparæktarstörfunum tók hann aðallega við
frá 1908.