Óðinn - 01.01.1935, Blaðsíða 8
8
Ó Ð I N N
(f. 1848, d. 1923) og kona hans Elinborg Jónsdóttir
(f. 1846) frá Sveinseyri, Hákonarsonar (1774—1817),
prófasts á Eyri í Skutulsfirði, Jónssonar; átti Helgu
Árnadóttur í Meirihlíð, Árnasonar, Magnússonar. —
Bjuggu þau hjón, Sigurður og Björg, altaf í Reykjavík,
og var heimili þeirra myndar- og gestrisnis-heimili.
Synir þeirra eru: Geir Haukdal, verslunarmaður í
Rvík, og Sigurður Haukdal, prófastur í Flatey.
1. september 1934. 5.
©
Hrynhenda
flult sjera Hallgrími Thorlacius í Qlaumbæ á 40 ára
prestskaparafmæli hans 10. júní árið 1934.
Birta seint yfir sveit oss virtist.
Sumarið beið að hefja skeiðið.
Haldur stormur fór um foldu.
Fölnuðu blóm, en þögðu hljómar.
Sigraði þó með sínum vigri
sumardísin frost og ísa.
Sindrar nú yfir sjó og landi
sól og ylur norður að póli.
Vaka ljóð, þegar vængir blaka.
Vorið gefur oss aftur þorið.
Hljóma látum hróðraróminn.
Hefjum skál yfir gleðimálum.
Hyllum dátt í dýrum háttum
dreng, er við höfum oft og lengi
sótt að ráðum og sífelt þótti
sómi vorum kennidómi.
Áratugi fulla fjóra
framdir þú merkur kirkjuverkin.
Tendrað barst í traustri hendi
trúarblysið gegn um þysinn
hátt svo lýsti í allar áttir,
enginn þurfti að villast lengur.
Vaktir æ og horskur hraktir
heimskra gróm og villudóma.
Löngum hefur þú æsku unga
örfað og brýnt við fremdarstörfin,
kveikt svo engin kredda slökti
kærleiksbálið í þeirra sálum.
Vinum þínum þú varst í raunum
vernd og skjöldur á bak við tjöldin,
öldruðum jafnt sem hugarhreldum
huggun, er þyngdi að raunaskugginn.
Ungur vanst þú okkar tungu
ástarheit, og því mun leitun
vera á þeim, sem þar er fremri
þjer, jeg greini af fullri einurð.
Þrunginnar mætti og málsins kyngi
minnist jeg tíðum ræðu þinnar,
er þú skýrðir vel fyrir virðum
Völuspá og Hávamálin.
Kennist löngum mikilmennið,
málin hvar eru sótt og varin;
er við ræður rumskast þjóðin,
rökum er teflt á móti sökum.
Gekk þá einatt glögt um bekki
gustur, og fólkið tók að hlusta,
allir ljetu ysinn falla,
er þú brýndir rödd á þingum.
Andstæðingum oft í vanda
ýttir þú, á rökin hnittinn.
Var því ei á allra færi,
að elja við þig, gamla hetjan.
Aldrei sástu á undanhaldi,
Agli líkur í slyrjarflíkum
varðir stundum bæði borðin,
bilaði hvorki skap nje orka.
Heill þjer, vinur! í hárri elli
hneigjum vjer þjer á slíkum degi.
Þökkum störf í þágu okkar
þráfalt unnin á kærleiksgrunni.
Hjer er gott að gleðjast með þjer
góðum drengjum. Svo mun lengi,
meðan áttu hress í háttum
hugans gamm og aflið ramma.
Stefán Vagnsson.
©
Trúlofunarkort.
— Slæling —
Vinur minn, nú ber jeg sorgir sára
og söknuö okkar beggja kveðjutára.
Villu nú ekki fyrirgefa og gleyma
og geyma þelta Iiðna enn um stund?
Eitt vinarorö! Lát blíða brosið streyma
og blessa mig með kossi! Sólin skín —I
Mitt hjarfa tilrar, eins og opin und.
Ó, að þú skulir gráta vegna mín!
Sigurður frá Arnarholti.