Óðinn - 01.01.1935, Síða 13

Óðinn - 01.01.1935, Síða 13
Ó Ð I N N 13 Tryggvi Þórhallsson bankastj. Dauðinn hefur á þessu ári látið skamt milli stórra högga i hóp stjórnmálaforingjanna íslensku. Nokkrum mánuðum eftir frá- fall ]óns Þorláks- sonar fjell Tryggvi Þórhallssonívalinn. Hann hafði lengi gengið með hættu- legan sjúkdóm, þarmablæðingu, og varð sá sjúkdómur einnig föður hans að bana. Oft hafði Tryggvi legið lengi í þessum sjúkdómi og í mörg ár orðið að gæta mestu var- úðar um heilsu sína. Hann andaðist 31. júlí sl. eftir upp- skurð á sjúkrahúsi og stutta legu. Tryggvi Þórhalls- son varð aðeins 46 ára gamall. Hann varfædduríReykja- vík 9. febrúar 1889, sonur Þórhallsbisk- ups Bjarnarsonar (d. 15. des. 1916) og Valgerðar Jóns- dóttur konu hans (d. 28. jan. 1913), fósturdótturTryggva heit. Gunnarssonar bankastjóra, og bar Tryggvi Þórhallsson nafn hans. Þau Þórhallur biskup og kona hans vóru bæði ættuð úr Þingeyjarsýslu. Faðir hans var hinn þjóðkunni klerkur og sálmaskáld Björn prófastur í Laufási Hall- dórsson, prófasts á Sauðanesi, Björnssonar, prófasts í Garði í Kelduhverfi, Halldórssonar. Tekur þannig einn höfuðklerkurinn við af öðrum í ættinni, en >upp þaðan og út í frá« biskuparnir Halldór Brynjólfsson, Þorlákur Skúlason og Guðbrandur Þorláksson. Kona sjera Björns í Laufási, móðir Þórhalls biskups, var Sigríður Einarsdóttir bónda í Saltvík á Tjörnesi Jónas- sonar. Kona sjera Halldórs á Sauðanesi var Sigríður Vigfúsdóttir prests í Garði, Björnssonar prófasts á Grenjaðarstað MagnússonarTjónskonar. biskups Vig- fússonar. — Foreldrar Vatgerðar biskupsfrúar vóru Jón bóndi Halldórsson á Bjarnastöðum í Bárðardal og kona hans Hólmfríður Hansdóttir. ]ón á Bjarna- stöðum druknaði í Fnjóská 1865. Tóku þau Hallgilsstaða- hjón,Tryggvi Gunn- arsson,síðarbanka- stjóri, og kona hans Halldóra Þorsteins- dóttir, þá Valgerði dóttur Jóns, tæpra tveggja ára gamla, til fósturs, fyrir frændsemi sakir. — Er þessi ættfærsla tekin hjer úr grein eftir sjera Þorstein Briem. Uppvaxtarheimili Tryggva var bisk- upssetrið í Laufási við Reykjavík,þjóð- kunnugt ágætis- heimili, og bjó faðir hans þar að nokkru leyti sem bóndi jafnframt því sem hann gegndi em- bættisstörfum sín- um, fyrst forstöðu prestaskólans og síðan biskupsem- bættinu. Hafðihann ræktað þar stórt landsvæði, og auk annara starfa sinna, var hann lengi í stjórn Búnaðar- fjelags íslands. Má því segja að Tryggva Þórhallssyni væri meðfædd og innrætt frá bernsku ást á íslensk- um landbúnaði og trygð við hann. Tryggvi varð stúdent 1908 og var svo eitt ár við guðfræðinám á háskólanum í Kaupmannahöfn, en hjelt síðan náminu áfram hjer heima, fyrst á presta- skólanum og síðan á háskóla Islands, og þar tók hann embættispróf 1912. Prestablóð rann í æðum hans, eins og sýnt er hjer að framan, og prestur vildi hann verða. 29. júní 1913 tók hann vígslu og vígðist til Hestþinga í Borgarfirði. Skömmu síðar, Tryggvi Þórhallsson bankastjóri.

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.