Óðinn - 01.01.1935, Side 14
14
Ó Ð I N N
16. september, kvæntist hann Önnu Klemensdóttur,
Jónssonar ráðherra, og eru börn þeirra þessi:
Klemens stud. polit. (f. 1914), Valgerður (f. 1916),
Þúrhallur (f. 1917), Agnar (f. 1919), Þorbjörg (f.
1922), Björn (f. 1924) og Anna Guðrún (f. 1927).
Heimili þeirra Tryggva og frú Önnu var kunnugt um
land alt fyrir gestrisni og góðan heimilisbrag.
Tryggvi var aðeins 3—4 ár prestur að Hesti. En
kunnugir segja að hann hafi verið bæði góður prestur
og áhrifamikill, þótt ungur væri, og ástsæll at söfn-
uði sínum. Hann hafði líka alt tíl þess að bera, að
svo gæti verið, gáfur og mælsku, samfara mjög að-
laðandi viðmóti og þýðleik í allri framkomu. Árið
1917 var hann um hríð settur kennari í guðfræði
við háskólann, en dr. Jón Helgason, áður kennari
þar, tók þá við biskupsembættinu eftir föður Tryggva.
Hafði Tryggvi þegar á æskuárum hneigst mjög að
íslenskum fræðum og ættvísi, og að sögufróðleik yfir
höfuð. Til fræðaiðkana af því tægi varði hann tóm-
stundum sínum alla æfi og var mjög vel heima í sögu
landsins á öllum tímum. Var honum það mjög tamt,
að vitna í íslenskar fornsögur og Sturlungu í blaða-
greinum sínum, og fór oft vel á þeim samlíkingum
og samanburði, sem hann dró að úr þeirri átt. Er
ekki að efa, að hann hefði orðið merkur sagnfræð-
ingur, ef hann hefði setst um kyrt við kenslustörf í
háskólanum. En annar hlaut það embætti, er til veit-
ingar kom.
Á æskuárum starfaði Tryggvi mikið í ungmenna-
fjelögum landsins og vann sjer þar álit og vinsældir
jafnaldra sinna. Jeg veitti honum fyrst nána athygli í
kosningabaráttunni hjer í Reykjavík 1911, þegar þeir
Lárus Bjarnason og Jón sagnfræðingur, frambjóð-
endur Heimastjórnarflokksins, urðu þingmenn bæjar-
ins í stað þeirra dr. Jóns Þorkelssonar landsskjala-
varðar og Magnúsar Blöndahls kaupmanns. Það var
á námsárum Tryggva. En hann tók þá þátt í kosn-
ingaundirbúningnum með slíkum áhuga og dugnaði,
að engum, sem veitti því eftirtekt, gat blandast hugur
um, að þar væri stjórnmálaleiðtogi á uppsiglingu.
Enda leið ekki á löngu áður það kæmi fram.
1917 varð hann ritstjóri »Tímans«, sem þá var
fyrir skömmu stofnaður og var lítið blað. En hann
stækkaði brátt, og var Tryggvi ritstjóri hans í tíu ár.
Á þeim árum varð »Tíminn« áhrifamesta stjórnmála-
blað landsins. Blaðið stóð að því leyti vel að vígi,
að það naut styrks frá Sambandi íslenskra samvinnu-
fjelaga og frá kaupfjelögunum, sem vóru útbreidd
um land alt, og svo hafði Tryggvi duglegan sam-
verkamann þar sem Jónas Jónsson var. En án efa
átti þó rifstjórinn ekki síst sinn mikla þátt í gengi
blaðsins. Hann varð á þessum árum forvígismaður
Framsóknarflokksins og átrúnaðargoð bænda um alt
land, svo að hann var talinn sjálfsagður stjórnar-
forseti, er flokkurinn fjekk aðstöðu til stjórnarmynd-
unar eftir þingkosningarnar 1927. Sem blaðamaður
var Tryggvi málafylgjumaður mikill og ramur flokks-
maður. Hann var oft harðorður í ádeilum og áhlaupa-
maður hinn mesfi, er hann tók að sjer mál í blaði
sínu og hjelt þeim fram, og segir nú Jónas Jónsson
um þetta í eftirmælagrein, að honum hafi jafnan
látið betur sókn en vörn. En heipt eða langrækni til
þeirra, sem hann átti í deilum við, var honum fjarri
skapi. Hann var drenglyndur og sáttfús alla sína
daga. — Árni Pálsson segir um Jón Þorláksson, að
hann hafi getað »lesið sjóðbullandi níðgreinar um
sjálfan sig með ísköldu blóði«, og Magnús Guð-
mundsson segir um hann: »Pólitískum árásum virtist
mjer hann skeyta lítið og las þær jafn-
vel ekki altaf«. Þetta sama má án efa
segja um Tryggva Þórhallsson. Báðum
þessum mönnum vóru áhugamálin svo
mikils virði, að þeir gátu litið alveg
fram hjá því, sem um þá sjálfa var sagt.
Tryggvi var stjórnarforseti í 5 ár, og
jafnframt atvinnumálaráðherra. Hafði
hann þá fengið aðstöðu til þess, að
koma fram áhugamálum sínum, til við-
reisnar landbúnaðinum, enda brást hann
þeim ekki. Jafnframt því, að hann var
kappsamur áhlaupamaður, var hann
einnig laginn á það, að koma málum
sínum fram. Sjera Þorsteinn Briem
segir um þetta í eftirmæla-grein sinni:
Laufás í Reykjavík, á æskuávum Tryggva Þórhallssonar.