Óðinn - 01.01.1935, Page 16

Óðinn - 01.01.1935, Page 16
16 Ó ÐH N N Ungur hlautstu æðstu völdin, enda gekst, með hjijr og skjöldinn, djarfmannlega fram, svo fjöldinn fjekk þjer aflið, sigri að ná. Fagurt galaði fuglinn sá. Hvað sem bak við tímatjöldin tekur við hjá lýði, fylgi þjer gæfa í friði bæði’ og stríði. Tryggva og fleiri flokksbræðrum hans fanst Fram- sóknarflokkurinn vera að bregðast málstað bændanna, er hann tók á ný höndum saman við Alþýðuflokkinn. Ut af því stofnuðu þeir Bændaflokkinn. En fyrir kosn- ingarnar 1934 var ekki komin full festa á flokks- myndun þeirra, svo að hann náði ekki því fylgi, sem þeir höfðu hugsað sjer. En almenna undrun vakti það, er Tryggvi sjálfur fjell við þær kosningar. Jarðarför Tryggva var fjölmenn og viðhafnarmikil og komu bændur víðsvegar af landinu til þess að heiðra útför hans. Bæði blað Bændaflokksins og að- alblað Framsóknarflokksins hafa síðar gefið út sjer- stök minningarblöð um hann, rituð af ýmsum sam- herjum hans fyr og síðar. Forvígismenn Búnaðarfje- Iags íslands gangast fyrir því, að gert verði af hon- um líkneski fyrir almenn samskot. Þ. G. Magnús Guölaugsson homöopathi (frá Hvammsdal). Faeddur 21. júlf 1852 á Hellu á Fellsströnd í Dalasýslu. Dáinn 14. júní 1918 á Bjarnastöðum í Saurbæjarhr. í Dalasýslu. Hver mintist þín? — Jeg ekkert um það veit, og aldrei sá jeg letrað blað um þig. Það var þó lengi sómi’ að þjer í sveit. Til sjálfsmenningar gekstu brattan stig. Þú veittir mörgum ráð í þungri raun, þótt rýran fjársjóð hlytir þú í laun. Og þjer var ljóst, að æðra auði’ og fje var áform þitt: að reynast öllum vel. — Hver athöfn, sem þú öðrum ljetst í tje bar ætíð vott um göfugt hugarþel. Und merki ljóssins Iá þín framabraut, og leikni’ og gáfa fjellu þjer í skaut. Að garði þínum gesti marga bar, og gisting var þar snauðum jafnan föl. í lífsnauðsyn var leitað hjálpar þar. Þú ljettir mörgum sjúkdómsbyrði’ og kvöl. Og hjá þjer alloft þeim til bata brá, sem bestu læknar gengnir vóru frá. Þú vanst þjer traust og virðing alla tíð, og velsæmd þín á föstum grunni stóð. Þó undið væri’ í starfsþættina slríð, bar staðföst lund þín yl frá hjartans glóð. Og þegar mest á reyndi’ um þrek og þor, í þrautum sterkur gekstu öll þau spor. — Þú breyttir flagi’ í breiðan vallarteig, og blómsturreiti vanst úr grýttri fold; en daggarúða’ og dýra Ijóssins veig þar drukku grös, er risu’ úr frjórri mold. Að hefðarbóli gerðir þú þinn garð, — frá grunni ’hann óx — og hjeraðsprýði varð. Jeg fór til þín, er þjáning þrengdi’ að mjer, og þreyttur fann þar stærstu meinabót; þá læknishjálp jeg nú vil þakka þjer af þýðum hug frá instu hjartarót. — Að hyggju’ og snild í höndum Ijek þjer flest, en heilbrigðinni vanst þú einna mest. — Svo hvarf þjer heilsa, og húmið færðist nær, það húm, sem byrgði æfi þinnar sól. Með kveldskuggunum blíður þagnarblær um brjóst þitt strauk, — þótt fokið væri’ í skjól. Tjald þitt er fallið. Leik er lokið hjer. En lands vors saga má ei gleyma þjer. P. P.

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.