Óðinn - 01.01.1935, Side 17
O Ð I N N
17
Hallgrímur Jónsson
yfirkennari.
Hallgrímur Jónsson yfirkennari við Mið-
bæjarbarnaskólann í Reykjavík álti sextugs-
afmæli 24. júní þ. á. Hann hefur mjög lengi
kent við skólann og er áhugasamur og vin-
sæll kennari. Við ritstörf hefur hann mikið
fengist, ort Ijóð, skrifað sögur og ritað tölu-
vert í blöð. Er hann lesendum »Óðins<
kunnur af ýmsu, sem birzt hefur eftir hann
hjer í blaðinu. Hann hefur verið einn af
forvígismönnum kennarastjettarinnar í bar-
áttunni fyrir áhugamálum hennar og hefur
ferðast erlendis til þess að kynnast þar
kenslumálum. — Hann er enn sem ungur
væri, bæði í anda og að útliti. — Kennarar
hjer í bænum sýndu honum mörg merki
samúðar og virðingar á sextugsafmæli hans,
og fylgja hjer á eftir nokkur af þeim heilla-
óskaskeytnm, sem honum bárust þá:
Sextíu ár liðin,
af sársauka heit,
barátta, efi
og óslitin leit.
Skorturinn, erfiðið,
alt, sem er valt,
það eru smámunir.
Þroskinn er alt.
Hvað, sem þá ógnar oss
andstætt og kalt,
breytist í lífshnoss,
því lífið er alt.
Sextíu ár liðin,
og sigruð hver þraut.
Fram undan eilíf
og óslilin braut.
Yndisleg útsýn
við áfangann hjer.
Sextíu ár liðin.
Við samfögnum þjer.
Ingibjörg Benediktsdóttir.
Líkt eins og svanur svifi
hann sjöunda tuginn klifi.
Hallgrímur Iengi lifi,
leiðbeini, yrki, skrifi.
Helga Þórgilsdóttir.
Sje skapið ungt eru altaf jól;
ylji þjer sextugum júní-sól.
Snorri, Björn, Friðrik, Guðjón, Bjarni.
Þökk fyrir þinn hlut í gróandi Jónsmessunnar.
Æskan blessi þig! Aðalsteinn Sigmundsson.
Gangi þjer alt til tís og tíma sextugum leitanda.
Eiríkur Magnússon.
Hugheilar hamingjuóskir á sextugsafmælinu.
Anna, Jón Pálsson.
Þökk fyrir vinsamlegt samstarf um rúmlega 30 ára skeið.
Óska heilla og blessunar í framtíðinni.
Sigurður Jónsson.
Heill þjer, ungi, sextugi maður.
Þakka fyrir ómetanlegt starf.
Haltu enn þá um Iangt skeið áfram á sömu braut.
Sigurður Thorlacius.
Vjer sendum yður bestu árnaðaróskir á sextugsafmæli yðar
og þökkum aðdáunarvert brautryðjandastarf í þágu stjettar-
samtaka vorra, — með stjettarkveðju.
F. h. Sambands íslenskra barnakennara.
Arngrímur Kristjánsson.
Stjórn Stjettarfjelags barnakennara í Reykjavík sendir yður
árnaðaróskir á sextugsafmælinu, með þökk fyrir starfið í þágu
íslenskra uppeldismála. Stjórnin.
Innilegar hamingjuóskir með næstu sextíu árin.
Sigríður Magnúsdóttir.
Hallgrímur Jónsson yfirkennari.