Óðinn - 01.01.1935, Page 21

Óðinn - 01.01.1935, Page 21
Ó Ð I N N 21 tanus, leikriti um háskólastúdent bændaættar, sem heimsækir átthagana og kemur þorpinu í uppnám með þeirri kenningu sinni, að jörðin sje hnöttótt; lofar hann jafnvel trúlofun sinni að ganga aftur úr skaftinu, heldur en að afneita þeirri hættulegu full- yrðingu. Þó Erasmus hafi óneitanlega á rjettu að standa, lætur Holberg hann, þrátt fyrir það, sæta refsingu að lokum og neyðast til að láta undan; því það er ekki nóg að hafa rjett að mæla, maður verð- ur einnig að vera prúðmenni; og Erasmus er upp- blásinn, þóttafullur heimskingi, sem nasasjón af lær- dómi hefur fylt of miklu sjálfsáliti. Þannig færir Holberg fram á sviðið heilt safn lif- andi persóna: — — söguhetjuna í Jean de France, sem utanförin hefur stigið til höfuðs; herforingja- gortarann í Jacob von Tyboe i), sem er í raun og veru mesta bleyða; eirðarlausan bjánann í Den Stundelöse (Tímaleysinginn), sem heldur að hann sje svo önnum kafinn, að hann hefur aldrei tíma til neins; og ótal aðra. Auk þessara höfuðpersóna, megum vjer ekki gleyma öllum ágæiu auka-persónunum: — — sníkjudýrinu Oldfux í Jacob von Tyboe; Chilian í skopleiknum Ulysses von Ithacia, bráðsnjallri leiksviðs- útgáfu af Peder Ruus í Peder PaarsJakob, hinum snarráða og óspilta bróður Erasmusar Montanus, lýst í fáum stórum dráttum; og þeirri persónunni í sama leikriti, sem skáldið hefur lagt stórum meiri rækt við að lýsa ítarlega, Pjetri djákna, er hreykir sjer hátt vegna þess, að hann hefur safnað fyrir í sínum heimska haus nokkrum latínuglósum, sem hann getnr gabbað þorpsbúa með1 2). Loks eru almennu persónurnar, sem fyrir koma í 1) Samkvæmt fyrnefndri ritgerö Qísla Sigurbjörnssonar um „Holberg á íslandi", var þetta fyrsta leikrit Holbergs, sem sögur fara af á íslensku leiksviði, sýnt í Reykjavík rjett fyrir jól 1813. Ljek málfræðingurinn Rasmus K. Rask aðalhlutverkið, Stygotius. Ennfremur telst Qísla til, að tólf leikrit skáldsins hafi verið leikin á fslandi, sum mörgum sinnum, en Jeppi á Fjalli eflaust Iangoftast, og var hann sýndur meðal íslendinga í Vesturheimi veturinn 1885—86. — Þýð. 2) Eins og nú er alkunnugt orðið, sneri málfræðingurinn Rasmus K. Rask Jeart de France Holbergs á íslensku og stað- færði leikritið. Sjá Johannes von Haksen Ludvig Holberg: Jean de France. Þýtt og sniðið eftir íslenskum staðháttum af Rasmusi Rask. Gefið út eftir eigin handriti þýðanda af Jóni Helgasyni. Levin 6< Munksgaard. Ejnar Munksgaard. Kaup- mannahöfn. 1934. Sjá einnig hina fróðlegu ritgerð dr. Einars Ó. Sveinssonar, Víðsjá Morgunblaðsins, 29. og 30. nóvember, 1934. — — Narfi í samnefndu leikriti Sigurðar sýslumanns Pjeturssonar minnir, eins og bent hefur verið á í riti, á Jean de France, og Hrólfur hans raunar einnig, þó ólíkur sje Jean að skapferli. (Smbr. ofannefnda ritgerð dr. Einars Ó. Sveins- sonar). — Þýð. mörgum leikritanna, en eru þó harla frábrugðnar hver annari. Fjölskyldu-faðirinn Jeronimus, sem er ímynd gamaldags hörku, kemur fram bæði sem venju- legur smákaupmaður og ríkur heildsali, sem rjettur og sljettur bóndi og auðugur aðalsmaður. Skapgerð hans hvarflar milli önuglyndis og góðmensku, eigin- girni og látleysis, rjett eins og kona hans í hinum ýmsu Magdelone-myndum er greind, eða hjegóma- gjörn, blíðlynd eða skömmótt. Arvi er vinnumaðurinn af bændaættum; hinsvegar er Henrich, slægur og sniðugur húsþjónninn, stundum höfðingjaþjónninn mik- ill á lofti, en annað veifið fremur merglaus undirlægja. Áþekk eru blæbrigðin í skapgerð þeirrar kvenper- sónunnar, sem samsvarar Henrich, hortugrar Pernille, er aldrei verður svarafátt; hún er hæversk þjónustu- mær hefðarkonu, ljettúðug eldabuska, og alt þar á milli. Henrich og Pernille eru hiklaust lang-skemtilegustu persónurnar í þeim leikritum, þar sem þau koma við sögu; þau hrinda atburðum leiksins úr stíflum og koma til vegar happasælum úrslitum. Pernille er snið- ugri þeirra tveggja, og skaplýsing hennar er meðal annars vottur um frábæran skilning Holbergs á kven- þjóðinni, jafnvel þó því verði ekki neitað, að fremur óskemtilega og ófrumlega er með ástir farið í gleði- leikjum hans. Leikrit eins og Den Vægelsindede (Konan hviklynda) sýnir einnig, hve mjög Holberg var það að skapi, að kanna sálardjúp konunnar. Jafnhliða snild sinni í mannlýsingum, sem enn eru ljóslifandi tveim ötdum eftir að leikritin voru samin, átti Holberg hæfileikann til að lýsa sögusviði sínu svo meistaralega, að hversdagslíf þeirrar tíðar, hvort sem um er að ræða borgara eða bændur, verður auðskiljanlegt á leiksviðinu. í leikritum eins og Barsel- stuen, Den ellevte Juni, og Kilderejsen, fær maður fullkomna mynd af lífinu í Kaupmannahöfn á dögum Holbergs, og allir gleðileikirnir geyma gnægð smá- atriða, sem varpa birtu á háttalag feðra vorra þegar þeir voru að störfum sínum eða að skemta sjer. Eftir því sem tímar hafa liðið, hefur mál Holbergs fengið á sig blæ, sem gefur því sjerkennilegan þokka, og fjöldi vængjaðra orða, talshátta og orðatiltskja úr leikritum hans, sem lifa á vörum manna fram á þenn- an dag, víðsvegar í Danmörku og Noregi, vitna um hæfileika hans til að klæða samtöl sín í búning, sem jafnan er nothæfur og markviss. Það er algerlega rjett athugað, að Holberg hafi í gleðileikjum sínum brugðið upp spegilmynd af sam- tíðarmönnum sínum og sýnt þeim galla þeirra. ]afn- framt er þar að finna sjálfs-lýsingar, sem sýna, að hann hefur einnig litið á mynd sína í speglinum og

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.