Óðinn - 01.01.1935, Síða 22

Óðinn - 01.01.1935, Síða 22
22 Ó Ð I N N átt skap til að horía á sjálfan sig gegnum sjónargler kaldhæðninnar. Aðal-tilgangur hans hefur þó ekki verið sá, að bæta heimskingjana, heldur að notfæra sjer þá í þjónustu bókmentanna. Því þó Holberg sje vissulega siðfræðari, er hann í enn ríkara mæli leik- ritaskáld. Hann hefur sjeð fyrir hugarsjónum sínum fjölda persóna og mynda, sem biðu þess með óþreyju, að þær væru gæddar Iífi dramatiskrar listar. Skap- andi máttur snildar hans hefur leyst þær úr álögum og gert þær ódauðlegar. En þetta er jafnsatt um æfintýri Hans Christian Andersens og gleðileiki Holbergs:------Þeir eru svo víðfrægir, að önnur verk skáldsins hafa stundum horfið í skugga þeirra. Slík vanræksla er með öllu óverðskulduð. Önnur rit Holbergs mörkuðu að sínu leyti eins mikil tímamót og leikrit hans. Enda þótt hann hefði getað haldið áfram að rita gleðileiki um óákveðinn tíma, hefðu ytri ástæður knúið hann inn á braut annarar bókmentaiðju. Þrátt fyrir miklar sigur- vinningar, átti leikhúsið danska við alvarleg fjárhags- vandræði að stríða, og árið 1728, eftir að stórbruni hafði lagt í rústir heil flæmi Kaupmannahafnar, varð algert hlje á ttarfsemi þess. Árin næstu voru óhag- stæð endurreisn þess, þar sem heittrúarstefnan (pietism) studd af Kristjáni konungi sjölta, fyrirdæmdi harð- lega jafn óguðlega stofnun og leikhúsið, og lagði að lokum bann á hverskonar sjónleiki í stjórnarlöndum konungs. Undir þeim skilyrðum var ekkert tilefni til að rita gleðileiki; og Holberg varð að láta sjer lynda, að gefa út heildarútgáfu allra þeirra leikríta, sem hann hafði samið til þessa, Den Danske Skueplads (1731). Sem betur fór, fann skapandi þörf hans sjer útrás á öðrum sviðum, og með frábærri elju sneri hann sjer nú að samningu rita um sagnfræði og al- þýðlega heimspeki. Merkasta sögurit Holbergs er Danmerkursaga hans, Danmarks Riges Historie (1732 —35) 0- Hún er eigi 1) í fyrsta og öðru bindi þessa rits eru all-ítarlegir kaflar, sem ísland snerta. Eftirtektarverða lýsingu á íslandi og ís- Ienskri menningu er einnig að finna í hinu yfirgripsmikla riti Holbergs, Danmavks og Norges Beskrivelse (1729), og hefur dr. Guðinundur Finnbogason tekið hana upp í hina merku bók sína íslendingar (bls. 297—99). Holberg ritaði lika kenslubæk- ur í sögu og landafræði; ein þeirra, Compendium historiæ uni- versalis, var samkvæmt því sem handritið Thott 346 b. 8° upp- I^sir kend í Skálholtsskóla af Bjarna Jónssyni. Heiti bókar- innar hefur þó sýnilega brenglast dálítið í meðförunum; hún hjet Spnopsis historiæ universalis og var árum saman notuð við kenslu víða í Norður-Evrópu. (Smbr. Francis Bull og Fredrik Paasche, Norsk Litteratur Historie, II, Oslo, 1928, bls. 344). Um Holberg sem sagnfræðing og brautryðjandastarf aðeins stórfelt verk í danskri söguritun, heldur skipar hún einnig heiðurssess í samtíðar-bókmentum Norð- urálfu, sem eitt hinna fyrstu ritverka þar sem menn- ingarsagan er tekin með í frásögnina, og áhersla er lögð á hið sjerkennilega, í stað þreytandi upptalninga óteljandi smámuna. Þar við bætist hin sjerstæða stíl- snild Holbergs; stíll hans er svo lipur og ljós, að óbreyttur alþýðumaður getur auðveldlega fylgt hon- um eftir. Eigi bregst honum hjer heldur bogalistin í persónulýsingum fremur en í Peder Paars og gleði- leikjunum: mannlýsingar hans verða lifandi og glöggar að sama skapi, og hjer og þar fljettar hann inn í frásögnina smá-athugasemdir í ádeilu-anda, sem bera vitni sívakandi kýmnigáfu hans. Fór það að vonum, að með þessu riti aflaði Holberg sjer virðingar meðal lærðra manna. ]afnvel hinir kröfuhörðustu gagnrýn- endur urðu að viðurkenna hið mikla ágæti þess, og játa, að enginn hefði getað leyst það eins vel af hendi og hann hafði gert. Af mörgum öðrum söguritum Holbergs er ástæða til að nefna hina almennu kirkjusögu hans, Alminde- lig Kirkehistorie (1738), sem þrátt fyrir alvarlegt efni, er eigi, fremur en Danmerkursagan, snauð að fjör- ugri fyndni þar sem slíkt á við, og hefur jafnframt sjer til ágætis fágæta óhlutdrægni höfundar, þá um trúardeilur er að ræða. Afstöðu hans í trúmálum var yfirleitt mjög í hóf stilt. Öfgar í skoðunum voru hon- um hvimleiðar; heilbrigði hans í hugsun var andvíg hverskonar trúarofsa J). Á þessum annamiklu árum sínum lagði Holberg ekki skáldskapinn alveg á hilluna, en siðfræðslu- hneigðin var auðsærri nú en áður. Niels Klim er samskonar skáldskapur í söguformi og Ferðir Gulli- vers (Gulliver’s Travels) eftir Swift, en á einnig marg- ar aðrar fyrirmyndir í bókmentum Norðurálfu. Niels Klim er ungur Norðmaður frá Bergen, fátækur há- skólastúdent, sem hrapar gegnum jarðhelli í einu fjall- inu í nágrenni borgarinnar beint niður í veröld þá, sem er í holum iðrum jarðarinnar. Á margra ára dvöl í undirheimum þessum liggur leið hans um fjölda konungsríkja, sem hafa að íbúum hinar mestu kynja- verur. Kemur hann að síðustu í land nokkurt, sem Quama heitir, og eru íbúar þess frumstæðir mjög, með öllu ósnortnir af menningarstraumum, eins og hans í þeim fræðum, sjá: Francis Bull, Ludvig Holberg som historiker, Kristiania 1913. — Þýð ■ 1) ítarlega og ágæta lýsing á trúarskoðunum Holbergs og afstöðu hans til trúmálanna í heild sinni er að finna í riti Ludvig Salmers, Ludvig Holberg og Religionen, Kristiania, 1914.

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.