Óðinn - 01.01.1935, Page 23

Óðinn - 01.01.1935, Page 23
Ó Ð I N N 23 Eskimóar; en á dögum Holbergs höfðu menn ein- mitt komist í kynni við þá, er Hans Egede fann Grænland á ný. í Quama verður Niels Klim mikill maður fyrir að koma þar á menningu Norðurálfu, og er að lokum krýndur keisari. En upphefð þessi fyllir hann hroka, og uppreisn er hafin gegn honum. Hann flýr og felur sig í fjallshelli, sem botnlaus reyn- ist. Hrapar hann nú gegnum auðann geiminn og skýtur upp á yfirborð jarðar á nákvæmlega sama blettinum og hann hafði hafið ferð sína frá áður niður í jarðardjúpin. Því sem eftir er ævinnar eyðir hann í fæðingarborg sinni og verður hringjari í Krosskirkj- unni þar í borg. En sannleikurinn er sá, að á æsku- árum Holbergs var uppi maður að nafni Niels Klim, sem skipaði þessa stöðu. Telst sagan vera handrit, sem maður þessi ljet eftir sig, þar sem hann segir frá mörgum æfintýrum sínum, er hann þorði ekki í lifanda lífi að lýsa fyrir sambæjarmönnum sínum. Markmið Holbergs með lýsingum hans á þessum neðanjarðar ríkjum var, að fá hentugt tækifæri til siðferðislegra hugleiðinga um stjórnarfar og þjóðfje- lagsskipun. Þær voru ádeila á Norðurálfuna alment, sem fljettað er inn í hvössum skeytum, er beinast að hverskonar göllum og heimsku í lífi manna. En játa verður, að ekki er hjer að finna þá kjarnmiklu kýmni, sem einkendi rit Holbergs frá yngri árum. Skáldsaga þessi vakti feikna athygli. Hún var skrifuð á latínu, en var snúið á níu Norðurálfumál, og stælingar af henni voru samdar í Svíþjóð, Þýskalandi og Frakk- landi. í Danmörku og Noregi kom hún miklu róti á hugi manna, og, eins og eftir útkomu Peder Paars, hófst hreyfing í þá átt, að jafna um háðskáldið. »En góðu heilli stóðu bæði Niels Klim og faðir hans óhaggaðir á sínum fjórum fótum«, eins og stendur í brjefi frá þeirri tíð !)- 1) Niels Klim barsl skjótt til íslands, sem eðlilegt var. Saga hans var fyrst prentuð (á Iatínunni) 1741, og I ágústmánuði 1745 er Grunnavíkur-Jón búinn að snúa henni á íslensku, en hreinritaði hana síðar og lauk því verki seint í febrúar 1750. Samanber hina fróðlegu bók dr. ]óns prófessors Helgasonar, Jón Ólafsson frá Grunnavík, Kaupmannahöfn, 1926, en þar er ítarleg Iýsing á þýðingunni (bls. 242—245). Var hún gerð eflir þýskri og danskri útgáfu og getur Jón prófessor þess enn- fremur, að hreinritað handrit þýðanda sje enn til á Landsbóka- safninu; telur hann þýðinguna „merkisverk meðal hinna fá- skrúðugu þýðinga-bókmenta aldarinnar". Jón prófessor bendir einnig á það, að til sjeu tvær aðrar íslenskar þýðingar á Niels Klim í handriti, önnur i Kaupmannahöfn, gerð beint eftir þriðju útgáfu latneska frumritsins (1754), en hin í Landsbókasafninu, snúið úr dönsku 1790. Vil jeg taka undir þá uppástungu hans, að gaman væri að fá á prent þýðingu Grunnavíkur-Jóns á þessu merkisriti Holbergs. — — Pýð. Mótblástur sá sem reis gegn bókinni í heimaland- inu, einkum frá heittrúarmönnum, varð til þess, að Holberg, sem ávalt hafði verið mjög hörundsár, er hann sætti ofsóknum, einsetti sjer, að fást aldrei framar við þesskonar háðskáldskap. Þó var honum ómögulegt að neita sjer um, að láta í ljósi skoðanir sínar á málefnum, sem honum lágu á hjarta. Valdi hann sjer þess vegna annað ritform, en það eru Brjef hans (Epistler, 1748 — 54), í fimm bindum, en hið síðasta þeirra kom eigi út fyr en að honum látnum. Gefa þau oss ágæta mynd af Holberg á gamals aldri, virðulegum speking, með afarmikla lífsreynslu að baki, og lifandi áhuga á öllu, sem er að gerast umhverfis hann í hinum andlega og efnislega heimi. Kýmni sína og fyndni á hann óbrjálaðar og getur enn ritað leiftr- andi stíl. Brjefin, en það form þeirra er aðeins til málamynda, eru stuttar ritgerðir, sem fjalla, eins og titill safnsins gefur í skyn, um ýmiskonar söguleg, pólitísk, háspekileg, siðfræðileg, heimspekileg og gam- ansöm efni. Og þau eru fyllilega eins fjölskrúðug og titillinn lofaði. Þau eru einstætt rit í dansk-norskum bókmentum og endurspegla auðugan anda Holbergs frá öllum hliðum. Þau eru það, sem nú mætti kalla með blaðamenskublæ, en sú blaðamenska er svo framúrskarandi fágæt, að hún er jafn ný og fyrir öldum síðan. Meðal smærri rita Holbergs eru einnig nokkur um landbúnað og verslunarmál, því að hann gaf sig mikið að verklegum efnum. Frá 1737 var hann fjehirðir háskólans, og fyrir hinar álitlegu fjárupphæðir, sem rit hans gáfu honum í aðra hönd, keypti hann jarð- eignir. Voru eignir hans á landsvæðinu kringum Sorö, og smábýlið Terslösegaard, sem enn er við lýði, var sumarbústaður hans. Árið 1747 voru landeignir hans gerðar barónsdæmi; en Holberg, sem var ókvæntur og átti engin náin skyldmenni, arfleiddi Sorö-skóla (Sorö Akademi) að öllum landeignum sínum, og gerði rausnargjöf þessi skólanum fært, að hefja aftur starf- semi sína, sem um langt skeið hafði legið niðri. Árið eftir að Holberg varð barón, naut hann þeirr- ar ánægju, að sjá leikhúsið danska endurreist, þegar hinn lífsglaði Friðrik konungur fimti kom til valda. Sá hann þá aftur leikrit sín leikin, og samdi meira að segja fimm nýja gleðileiki, sem þó eru ekki þungir á metum meðal ritverka hans. Endur og sinnum átti hann einnig hlut í stjórn hins nýja leikhúss, og var, eins og hann hafði verið alla daga, störfum hlaðinn nærri því fram til síns endadægurs. Hann ljetst 28. janúar 1754, í Kaupmannahöfn, í húsinu, sem hann hafði átt heima í á háskóla-kennaraárum sínum, bak

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.