Óðinn - 01.01.1935, Síða 29

Óðinn - 01.01.1935, Síða 29
Ó Ð I N N 29 Flateyjarhreppur á Breiðafirði. Hjeraðslýsing. Eftir Bergsvein Skúlason, bónda í Múla á Skálmarnesi. Breiðifjörður býður gæði. breytin þó, og sjaldan næði. Matth. Jochumsson. Inn í ísland vestanvert skerst hinn stærsti fjörður landsins, Breiðifjörður. — Jarðfræðingar segja hann orðinn til fyrir landssig. Einhverntíma í fyrndinni hef- ur því mátt ganga þurrum fótum — sennilega á ið- grænu engi — ef til vill á sokkunum á glöðum sum- ardegi — milli Skorar og Jökuls1). En mikið má það »bomsum boms« hafa verið, er spildan sökk í sjó, þó máske hafi það ekki orðið alt í einu, því fjörð- urinn telst 18 mílna langur og 11 mílna breiður. Öðruvísi hefur þá verið um að litast á Breiðafirði en nú. Þar sem nú leika sjer fiskar á miði, fuglar kvaka á straumi og aldan breið og blá veltir sjer í djúpum álum, hefur mátt líta hávaxinn láglendisgróð- ur, er hressandi hafrænan bylgjaði þegar hún bljes yfir landið og þaut í skógarkjarrinu í hæðadrögun- um. Eftir hinu gróðursæla láglendi — eftir álunum sem nú iiggja í botni Breiðafjarðar —- hafa runnið lygnar og breiðar ár, en fossar bylt sjer í gljúfrum, þar sem nú eru hin þrengstu og straumhörðustu sund. Hinar grösugustu og fegurstu eyjar, sem nú standa á hin beztu býli, hafa þá verið gróðurlaus holt og melar eða eldborgir á hinu sokkna landi. — — — — Væri þetta land enn ofansævar, væri það áreiðanlega fegursta og byggilegasta hjerað lands- ins. Það væri laust við stórrigningar Suðurlandsins, þokur Austfjarða og kulda og hafís Norðurlandsins. Nú þekkjum við ekki lengur þetta land — þennan Breiðafjörð. (Líklega hefur engin mannleg vera litið hann augum). Sá Breiðifjörður, sem við þekkjum nú og fáum að kynnast nánar í köflunum, sem hjer fara á eftir, er með alt öðrum svip. Hann er að vísu full- ur af lífi og yndi á landi og sjó, en þó tæplega eins skemtilegur viðfangs sem hið sokkna land. — Landsigið hefur orðið minst norðaustan til í firð- inum. Þar er nú krökt af eyjum og skerjum, og grunnsævi svo mikið, eftir að kemur inn fyrir vstu eyjarnar, að ekki er siglandi um stór svæði 10—20 tonna mótorbát, nema fyrir hina kunnugustu menn. — Og altaf grynnir. Þarna mynda nokkur hundruð eyjar sjerstakan eyjaklasa eða þorp. Það heita Vest- 1) Þ. e. Snæfellsnesjökuls. ureyjar. Þar er sjerstök sveit eða hreppsfjelag, og dregur hreppurinn nafn af stærstu og merkustu eynni og heitir Flateyjarhreppur. Hann er ótvírætt sjer- kennilegasti hreppur á íslandi. — Að eins sjö af þessum eyjum eru bygðar: Bjarneyjar, Flatey, Her- gilsey, Svefneyjar, Hvallátur, Skáleyjar og Sviðnur. Allar hinar eyjarnar — fleiri hundruð að tölu — liggja undir þessar sjö bygðu eyjar og eru nytjaðar af íbúum þeirra. Um bygðu eyjarnar, hverja fyrir sig, skal farið nokkrum orðum. Flaey er merkust allra eyja á Breiðafirði og feg- urst. Hún er stór og má rækta hana sem aldingarð. Undir hana liggja 34 eyjar og hólmar, allar frjósam- ar og auðugar af fugli. Flatey er höfuðstaður Flat- eyjarhrepps. Skáldin hafa keptst um að kveða henni lof. Matth. Jochumssyni fórust þannig orð, þegar hann kom til Flateyjar á gamals aldri, eftir að hafa ekki sjeð eyjuna í fleiri áratugi: Fögur eins og forðum fyrst, er veldisorðum guð þjer blómann gaf, skikkjan græn í skorðum, skín þjer undir borðum Oræðis gullið traf. Þórbergur Þórðarson segir: í Flatey var jeg fjóra daga, fann þar yndi margt. Eyjan er eins og aldingarður. Alla daga hlýtt og bjart. í Flatey vil jeg æfi una á eintali við náttúruna. Saga eyjarinnar er allmerkileg, en verður ekki sögð hjer til nokkurrar hlítar. Þó skal þessa að eins get- ið: Sá hjet Þrándur mjóbeinn, er fyrstur nam Vestur- eyjar og bygði í Flatey. Árið 1172 var sett þar klaust- ur, en flutt þaðan 1184 að Helgafelli á Snæfellsnesi. Klaustrið stóð hátt á eyjunni og heita þar síðan Klaust- urhólar. Hin fræga Flateyjarbók er kend við þessa eyju. Kirkja er í Flatey og eiga eyjamenn þangað kirkjusókn. Þar situr og læknir hjeraðsins. í Flatey er margbýli og hefur svo jafnan verið. Þar hafa oft verið höfðingjar og ríkismenn. Sagnaritarinn Gísli Konráðsson eyddi þar síðust árum æfi sinnar í hinu ljelegasta hreysi og lifði við sult og seyru. Höfðingjar um Breiðafjörð hjeldu honum kostinn. Dálítið kaup- tún er í Flatey, og sækja þangað verzlun eyjamenn og menn úr miðhreppum Barðastrandarsýslu og hef- ur svo verið síðan 1777. Góð höfn er í Flatey fyrir báta og smærri mótorskip. Þar hefur löngum verið þilskipaútvegur og verður nánar vikið að honum á öðrum stað.

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.