Óðinn - 01.01.1935, Síða 30
30
Ó Ð I N N
Bjarneyjar. Um 2 mílur suður af Flatey liggja
Bjarneyjar. Bygðin stendur á tveimur litlum eyjum,
er liggja þjett saman og heita Heimaey og Ðúðey. Á
milli þeirra er þurt um hverja fjöru. Bjarneyjar eru
hrjóstrugar og mjög illa fallnar til ræktunar. Þó er
þar margbýlt og hefur svo jafnan verið. Veldur því
fiskisæld og fuglatekja mikil.
Bjarneyjar eru helst og fornfrægust verstöð í Flat-
eyjarhreppi. Alt frá því á landnámsöld og fram um
síðustu aldamót hafa menn víðsvegar að sótt þangað
sjóróðra haust og vor. — Þangað sótti til fanga
Þorvaldur, fyrsti maður Hallgerðar, en Þjóstólfur
fylgdi eftir og sá svo um, að hann kom ekki aftur í
sæng til Hallgerðar. — A allra síðustu árum sækja
menn ekki svo mjög sjóróðra þangað í eyjarnar sem
áður. Veldur því hvorttveggja, að fólk er nú færra í
nærliggjandi sveitum og svo er þar ekki eins fiski-
sælt og áður var. 7 (?) óbygðar eyjar liggja undir
Bjarneyjar.
Suður af Bjarneyjum liggur Stag/ey. Stór ey og
frjósöm, nytjuð frá Bjarneyjum. Fyr á öldum var bú-
ið í Stagley, en nú sjást ekki önnur merki bygðar-
innar en nokkrar jarðsignar tóftir hjer og þar um
eyna. — Fiskisælt hefur verið í Stagley, en mjög má
hafa verið ömurlegt að búa svo fjarri öðrum mönn-
um á eyju langt úti í sjó og hafa brimið jafnan
svarrandi á klöppunum alt í kring um sig.
Hergilsey. Norður af Flatey er Hergilsey. Hún er
há, jarðgrunn og hrjóstrug. Hergilsey er girt háum
stuðlabergshömrum að sunnan og vestan og gefur
það henni dálítið frumlegt og einkennilegt útlit. Þar
er ágæt lending og fjörubeit góð fyrir sauðfje, en að
öðru leyli verða ekki sjeðir miklir kostir á heimaeyj-
unni. En Hergilsey tilheyra 40 eyjar og grashólmar,
flestar grasgefnar og auðugar af fugli.
Meðal þeirra eyja, er liggja undir Hergilsey er
Oddbjarnarsker. Oddbjarnarsker er melgróinn sand-
haugur, um hektar að flatarmáli, er liggur 7—8 sjó-
mílur suðvestur af Hergilsey. Það er gömul og fiski-
sæl verstöð. Þangað sóttu til sjóróðra fyr á öldum
menn úr öllum hreppum Barðastrandarsýslu, frá Skor
að Gilsfjarðarbotni. Oft mun hafa verið glatt á hjalla
í »skeri< í landlegum, er komnar voru þar saman
20—30 skipshafnir, alt — já flest — karlmenn á
besta aldri1). Þá voru þreyltar glímur og aðrar afl-
raunir um daga, en kveðnar rímur og annað það, er
til skemtunar mátti vera, á kvöldvökum.
1) Það var þó enganveginn óalgengt, að konur reru í Odd-
bjarnarskeri og öðrum verstöðvum við Breiðafjörð fram undir
síðustu aldamót.
Nú sækja þangað engir til sjóróðra lengur. Fallnar
verbúðir og öskuhaugar halda nú einir uppi minningu
hinna harðfengu manna.
„Alt er í eyði,
yfir þeim rústum
svífur hin þögula sorg“.
Þær eyjar, sem nú hafa verið taldar, Bjarneyjar,
Flatey og Hergilsey, eru í daglegu tali manna nefnd-
ar Uteyjar. En eyjarnar austur af Flatey, Svefneyjar,
Hvallátur, Skáleyjar og Sviðnur, Inneyjar.
Svefneyjar er stór og mikil jörð. Þær hafa að
ýmsu leyti sjerstöðu meðal eyja á Breiðafirði. Af 66
hólmum og eyjum, sem liggja undir Svefneyjar, eru
ekki fleiri en 2—3 hólmar sem ekki má ganga í um
fjöru frá heimaeyjunni. Heimaeyjan er stór og grösug
og er á henni fenginn mestur hluti heyskapar í Svefn-
eyjum, sem á hverju ári er um 20 kýrfóður.
I Svefneyjum fæddist 1726, svo sem kunnugt er,
Eggert Ólafsson náttúrufræðingur og skáld. Fram um
miðja síðustu öld bjó þar með mikilli rausn Eyjólfur
ríki Einarsson. Hann var um langt skeið hreppstjóri
þeirra eyjamanna og rjeðu þá ekki aðrir í hreppnum.
Eyjólfur var harðger karl, skapbráður og einkenni-
legur um margt. Ótal sagnir ganga nú um Eyjólf og
er kominn ærin þjóðsagnakeimur að sumum. Um
Eyjólf Einarsson hefur ekkert verið skrifað, svo mjer
sje kunnugt um, sem nokkurt gagn er að. En vel væri
hann þess verður að minningu hans væri haldið á lofti.
Eftir Eyjólf bjó í Svefneyjum Hafliði sonur hans,
prúðmenni mikið og öðlingur, en ekki fór eins mikið
fyrir honum sem föður hans.
Hvallátur eru ólíkar Svefneyjum. Heimaeyjan er
lítil og aðskilin frá meginþorra eyjanna, sem undir
hana liggja. Eyjar og hólmar, sem tilheyra Hvallátr-
um, er um 300 0 að tölu og venjulega nefnd Látra-
lönd. Hvallátur eru stór jörð, engu síður en Svefn-
eyjar, en stórum erfiðari til búskapar. Vegna þess,
hve heimaeyjan er lítil og hrjóstrug, hefur búfje ver-
ið haft í seli þar í löndunum fram á síðustu ár. —
Bæjarhús standa enn í selinu. Vmsar drauga og kynja-
sögur eru tengdar við þetta sel og huldufólk kvað
vera þar í hverjum kletti. — Ein hin fegursta og
besta bátalending í öllum Breiðafjarðareyjum er í
Hvallátrum, að mestu gjörð af náttúrunni, en Ólafur
bóndi hefur þó bætt hana að mun. — Oftast hefur
verið fleirbýli í Hvallátrum, því heyskapur er þar
mikill og beitilönd góð. En síðan laust fyrir síðustu
1) Jeghef enn ekki getað fengið eyjarnar, sem tilheyra Hval-
látrum, taldar nákvæmlega; talan styðst við gömul munnmæli og
mun fara mjög nærri rjettu lagi.