Óðinn - 01.01.1935, Síða 31
Ó Ð I N N
31
aldamót hefur búið þar af miktum dugnaði og mynd-
arskap Ólafur Bergsveinsson Ólafssonar frá Sviðnum.
Skáleyjar liggja næst landi af eyjum í Flateyjar-
hreppi. Það er allmikil jörð. Heimaeyjan er stór og
vogskorin og þar hygg jeg að finnist fjölbreyttastur
jurtagróður í Vestureyjum. Margbýli er í Skáleyjum,
enda liggja 108 eyjar og hólmar undir, og eru marg-
ar eyjarnar stórar, en allar hrjóstrugar og snöggslæg-
ar. En hlunnindi eru þar mikil, bæði æðarvarp or
selveiði.
Sviðnur. Útsuður af Skáleyjum, en þó skamt frá,
eru Sviðnur. Litlar eyjar, en einkar snotrar og sjer-
kennilegar hvar sem á þær er litið. Sviðnur eru
minsta býlið í Flateyjarhreppi, en þó notagott og far-
sælt. Heimaeyjan er lítil og eyjarnar, sem fylgja —
24 að töiu — flestar litlar. En hlunnindi eru í Sviðn-
um svo sem annarsstaðar í Breiðafjarðareyjum. — Á
síðari hiuta 19. aldar bjó í Sviðnum Ólafur Teitsson,
ættaður úr Reykhólasveit, tengdasonur Eyjólfs í Svefn-
eyjum. Hann var framfaramaður, í ýmsu á undan sín-
um tíma og einkennilegur um margt. Sviðnur bera
enn þá ljós merki framtakssemi hans og verkhygni,
þó nokkuð vanti á, að verkum hans hafi verið haldið
við svo vel sem skyldi.
Vestureyjar liggja P/2—3 mílur undan norðaustur-
strönd Breiðafjarðar og mynda þar nokkurnvegin
jafnarma þríhyrning úti á firðinum. Grunnlínan veit til
vesturs móti hafinu, en topphornið til austurs til lands.
Bjarneyjar liggja í suðurhorni þríhyrningsins, Her-
gilsey í norðurhorni, en Skáleyjar í topphorni.
Eins og sjest af framanrituðu, er það ákaflega
misjafnt, hversu margar óbygðar eyjar fylgja hverri
bygðri ey. Fer þar nokkuð eftir því, hversu þjett
eyjarnar liggja og hversu djúp sundin eru, sem að-
skilja þær. En þó dylst það ekki, að í upphafi hefur
þeim verið skift allmjög af handahófi. En stærð jarð-
anna (eyjanna) og gæði til ábúðar fer þó ekki eins
mikið og ætla mætti eftir því, hversu margar óbygð-
ar eyjar liggja undir þær. í fyrsta lagi eru eyjarnar
ákaflega misjafnar að stærð og gæðum. Það eru til
eyjar á Breiðafirði, einkum smærri hólmar, sem eru
svo frjósamar og vel ræktaðar (af fugli), að heita
má að þær sjeu vafðar iðgrænu grasi alt árið. Aftur
eru aðrar svo yfirgengilega hrjóstrugar, að þær eru
lítið annað en gráhvítar mosabreiður og ryðbrún mýr-
arsund. Þær grænka ekki í beztu sumrum. í annan
stað eru það ekki einungis eyjarnar og hólmarnir,
sem gefa býlunum í Breiðafjarðareyjum gildi sitt.
Það er engu síður sjórinn og þó sjerstaklega skerin,
svo illræmd sem þau annars eru. Gróðurlausu klett-
arnir, sem upp úr standa og þangflúðirnar, sem oftast
eru undir söltum sjó. — Landselurinn kæpir á skerj-
unum og elur kópana upp í grunnsævinu og Iygn-
unni inn á milli skerja og eyja — og þar er hann
veiddur. Skerin veita æðarfuglinum vörn gegn stór-
brimum, og ungarnir eiga hægra með að bjarga sjer
í grunnsævinu meðan þeir eru örsmáir og ósjálf-
bjarga.
Ekki veit jeg af þeim hólma eða ey í Flateyjar-
hreppi, sem ekki hefur nafn, og auk þess eru oft
fleiri örnefni á hverri ey.
Mjög oft eru nöfnin dregin af sjerkennilegri lögun
eyjanna, svo sem Langey, Flatey, Borgir, Klofningur,
Tindasker, Axarsker, Standhólmi o. s. frv. Stundum
af jurtagróðri, svo sem Lyngey, Hvanney, Melflaga,
Hvannhólmi. Mjög oft af fugla og dýralífi, er ein-
kennir þær, t. d. Skarfaklettur, Arnarklakkur, Svart-
bakasker, Kríuhólmi, Æðarsker, Álftaflaga, Lundaey,
Nautey, Lambhólmi, Gimburey, Grísarból. Aðrar munu
hafa hlotið nafn af því, er fundist hefur þar rekið af
sjó, og er til dæmis kunnugt um Hvallátur, Trjesey,
Skjaldarey, Kjalarey, Skáleyjar o. fl. Nokkrar draga
nafn af atvinnugreinum, er stundaðar hafa verið þar
til forna, en nú eru liðnar undir lok. Akuryrkja hef-
ur að líkindum verið stunduð einna lengst fram eftir
öldum í Breiðafjarðareyjum. Nokkrar eyjar bera þess
óræk merki, enda er nafnið Akurey ekki ótítt í eyj-
unum. Ornefni benda og í sömu átt, svo sem Akr-
ar, Akraholt, Akranes o. s. frv. Loks eru ekki fáar
eyjar, sem eru kendar við menn, er á einhvern hátt
hafa verið við þær riðnir, og má þar til nefna Her-
gilsey, Hróaldsey, Þorkelsey, Þórarinshólmar, Páls-
flögu o. m. fl.
Útsýni er svo háttað úr Breiðafjarðareyjum, að
jeg veit það ekki annarsstaðar svipmeira.
Vestrið er opið. Þar blasir við hafið, ýmist af-
myndað af ölduróti eða spegilsljett og seiðandi. í
norðri er Barðaströndin. Á henni yst eri^ Skorar-
hlíðar. Þaðan sigldi Eggert hinsta sinn — og enn
fer hrollur um Breiðfirðinga, er þeir líta hinar blá-
tæru köldu heiðar. Annars er »ströndin« svo sólrík
og vinaleg, þrátt fyrir beinar línur og dálítið þótta-
legan svip.
í austri standa opnir hinir mörgu mjóu, og löngu
firðir, og grösugu og hlýju dalverpi, er skerast inn
úr Breiðafirði. í þeim dölum drýpur enn smjör af
hverju strái, svo sem var á tíð Þórólfs. Vikin, sem
teygja sig fram á milli fjarðanna út í Breiðafjörð,