Óðinn - 01.01.1935, Síða 35
Ó Ð I N N
35
En umhyggjan fyrir afkvæminu knýr hann fil starfa.
Og hann dregur ekki af sjer. 20 — 30 trönusíli ber
hann í nefinu í einu og raðar þeim þannig á víxl, að
haus og sporður vita ávalt saman. Lundinn er meist-
ari í því að raða síli í nefið á sjer og munu fáir fugl-
ar leika það eftir honum.
Venjulega er unginn ekki fiðraður fyr en í 17. eða
18. sumarvikunni — kofan búin eins og það er kall-
að. — Þá er búist í kofnaför. Menn leggja af stað
með nesti og nýja skó, klæddir í sterk föt með króka
og járnkarla að vopni. Venjulegast er legið við í tjaldi
meðan á kofnatekjunni stendur. Til matar er höfð hin
kjarnmesta fæða sem völ er á, því vinnan er kald-
söm og erfið er ill eru veður. Hangikjöt og magálar
eru dregnir ofan úr eldhúsi, harðfiskur og hákarl
sóttur í hjalla, kaffi og sykur haft í frekara lagi —
og dálitla ögn af brennivíni var venja að hafa með
til að »styrkja meltinguna*. — Nú er sá siður vit-
anlega lagður niður, síðan ekki fjekst annað vín í
Iandinu en spánargutlið, sem allflestir Breiðfirðingar
virða ekki viðlits.
Kofan er tekin út úr holunni með hendinni, eða þá
stuttum krók, sem hafður er, náist ekki til hennar án
hans. Járnkarlinn er hafður til að höggva með göt á
holuna, sje hún svo löng, að ekki náist til kofunnarúr
holudyrunum. Það þykir fullkomið dagsverk að taka
300-400 kofur á dag.
Teistuvarp er nokkurt í flestum eyjum á
Breiðafirði. Hún verpur í urðum og klettum. — Ung-
inn — kofan — er venjulega búin í miðjum júlí. Þar
sem hún er tekin, er aðferðin við að ná henni hin
sama og við lundakofuna.
Kofnatekja er til mikilla hlunninda í Breiðafjarðar-
eyjum. Kjötið er haft til manneldis, nýtt, saltað og
reykt, en fiðrið er verðmætt í sængurföt o. fl.
Skarfur er til nokkurra nytja í einstöku ey.
Hann verpur svo hundruðum skiftir á eyðiskerjum og
eyjum þar sem fáförult er. Hann verpur á einmánuði
og um sumarmál, sje bærileg tíð — einstöku fugl þó
fyr. Óþrifalegt er í skarfabygðinni og illur daunn.
Unginn er drepinn um það bil sem hann er að verða
fleygur.
Fram á annan tug 20. aldar var mýgrútur af kríu
í öllum eyjum á Breiðafirði. Síðan hefur hún farið
sífækkandi ár frá ári, og hafa farið svo fleiri ár sam-
an, að vart hefur sjest einn einasti fleygur kríuungi.
Menn vita ekki hvað þessum faraldri veldur. Talað
er um að skortur á hentugu síli muni valda mestu
um, en það er órannsakað með öllu. — Kofnatekja
hefur oftast verið óveruleg á þessu tímabili, og styð-
ur það heldur þá skoðun, að skortur á hollu síli
muni vera helsta orsökin. — Kríuegg þykja mörgum
ljúffengust allra eggja, en aðalnytsemi kríunnar var
fólgin í því að hún ræktaði eyjarnar.
Svartbakur verður ekki talinn til nytjafugla í
Flateyjarhreppi. Hann er einhver versti óvinur æðar-
fuglsins og kríunnar. Hann er því ófriðaður og reynt
að útrýma honum á allan hátt. En þar, sem hann fær
að vera í friði, ræktar hann ákaflega mikið jörðina
og gefur talsverðar tekjur í eggjum.
Um 1880 stofnuðu varpbændur um Breiðafjörð og
víðar fjelag með sjer til að eyða svartbaki og öðrum
fengvargi úr varplöndum sínum. En lítill mun árang-
ur þess fjelagsskapar hafa orðið. — Svartbakurinn er
harðgjör fugl og frjósamur og mun honum aldrei
verða útrýmt að fullu úr eyjunum — enda og sumir
sem að jafnaði mæla honum bót.
Auk þeirra fugla, sem nú eru taldir, verpur hinn
mesti fjöldi annara fuglategunda í Breiðafjarðareyjum.
Flestir eru þeir til engra nytja og gætir lítið allflestra.
En þeir gera þó sitt til að gera fuglalífið fjölbreytt-
ara og skemtilegra og auka yndisleik vorsins, sem er
hin unaðslegasta árstíð í eyjunum.
Þessar fuglategundir er mjer kunnugt um að verpi
að staðaldri í eyjunum, auk þeirra, sem að framan
eru nefndar:
Toppönd, vatnsönd, rauðkolla, ört, hávella, lómur,
rita, fýll, kjói, tjaldur, stelkur, sandlóa, hrossagaukur,
óðinshani, rauðbrystingur, hrafn, þúfutitlingur, auðnu-
titlingur, steindepill, maríuerla, sólskríkja.
Svo kemur það fyrir, að álft, hvítmáfur, rjúpa, heið-
lóa, skógarþröstur og jafnvel örn verpa í eyjunum,
en sjaldgæft má það heita.
Selveiði.
»Selurinn er sæla í búi«.
Selur er friðaður fyrir skotum á innanverðum
Breiðafirði. Þó væri hreinasta lýgi að segja, að hann
lifði þar í sátt og góðri sambúð víð mennina, fremur
en annarsstaðar á jörðinni, þar sem til hans næst.
Það er ákaflega auðvelt að drepa sel á Breiðafirði
án þess að hafa byssu að vopni. Mun sú og raun á
vera, að selnum fækkar nú í firðinum frá ári til árs,
og er þar ekki öðru um að kenna en hóflausu drápi
þeirra, er veiðina stunda.
Selur er veiddur meira eða minna frá hverri bygðri
ey í Flateyjarhreppi og með ýmsum hætti.
Að eins er nú um tvær selategundir að ræða á
Breiðafirði, útsel og landsel. Fram á síðustu áratugi
19. aldar var þó þriðja selategundin — vöðuselurinn