Óðinn - 01.01.1935, Qupperneq 36
36
Ó Ð I N N
— allalgeng á Breiðafirði, eða öllu heldur á fjörðun-
um, sem skerast inn úr honum, sem sje Kerlingar-
firði, Skálmarfirði og Kollafirði. Vöðuselurinn kom í
stórum hópum á haustin og fyrri hluta vetrar og var
veiddur í net og skutlaður, til mikilla hlunninda fyrir
hjeraðið. — Víða með fram þessum fjörðum má sjá
jarðsígin naust og byrgi, sem notuð hafa verið við
þennan veiðiskap.
Nú er þessi selategund löngu hætt að sjást hjer
um slóðir, og mun því valda hið gengdarlausa dráp
hennar í norðurhöfum.
Landselurinn er nú útbreiddastur og til mestra nytja
á Breiðafirði. Hann er enginn »farfugl*. Hann er til
og frá um fjörðinn alt árið, aðeins að ísinn ekki
hamli honum frá að haldast þar við. Að vísu er hann
dreifður og laus við yfir vetrarmánuðina. En þegar
vorar þyrpist hann saman á þær slóðir, sem hann
kæpir á og elur upp kópana. Og svo er hann árviss
og elskur að átthögunum, að menn hafa það fyrir
satt, að urturnar kæpi á sömu skerjunum ár eftir ár
og ali kópana upp í sömu vogunum áratug eftir ára-
tug — því selurinn verður all gamall.
Netaveiði. Landselurinn fer að kæpa um miðjan
maí. Kópurinn er eingöngu veiddur í net. Veiðin
byrjar frá 7.—10. júní. Netin eru 8 — 12 faðmar á
lengd, en faðmur á dýpt og mðskvastærð 12 — 15
centrimetrar. Netin eru steinuð niður svo þau berist
ekki um of til, og fest við skerin sem þau eru lögð
frá, með stórum steini — landtog. Trje eða korkflár
eru hafðar til að halda þeim á floti. Netin eru lögð
um fjöru og látin liggja yfir flæðarnar og svo venju-
lega vitjað um næstu fjöru á eftir. Veiði þessi stend-
ur yfir 3-4 vikur. Veiðin er mjög misjöfn í hinum
einstöku eyjum. Frá 8 — 12 kópum í ey og alt upp í
120-130.
Kópaveiðin hefur verið all-arðsöm fram á síðustu
ár. Spikið (Iýsið) og skinnin eru verslunarvara, en
kjötið er haft til átu, nýft, saltað og réykt.
írekstraveiði. Fullorðinn landselur veiðist ekki í
net, sje hann sjálfráður ferða sinna og gerða, svo er
hann skynsamur og aðgætinn. En þá er bara tekið til
annara ráða: Hann er rekin í netin eða öllu heldur,
netin eru dregin utan að honum, þar sem svo hagar
til, að því verður við komið. Og — því miður —
hagar víða svo til á Breiðafirði, að það verður gert
með »góðum< árangri.
I hinum miklu skerjaflákum hingað og þangað um
Breiðafjörð myndast all víða um fjörur grunnir og
þröngir vogar. I þessa hljesælu voga sækir selurinn á
vissum árstímum, sjerstaklega ef vindur er og sólskin,
og legst upp á skerin með fram þeim.
Einna kunnastar eru nú írekstrarlagnir við Odd-
bjarnarsker, er liggja undir Hergilsey. — Guðmundur
bóndi Einarsson í Hergilsey hefur gefið mjer upp-
lýsingar um það, sem hjer fer á eftir. ]eg ber þó
alla ábyrgð á framsetningu og orðfæri.
Norðanvert við Oddbjarnarsker myndast um fjöru
all-stór vogur, um 1000 metra langur, 200 m. breiður
í kjafti, en aðeins 2-3 metra djúpur. Vogmynnið
snýr til vesturs. I þessum vog liggur oft mikiö af
sel, því gott skjól er í vognum og umferð er þar
afar-lítil.
Þegar fara skal í írekstralögn úr Hergilsey er lagt
af stað um hálf-fallinn sjó af útfalli. Þegar nálgast
Iögnina er farið afar-hljóðlega. Tusku eða snæri er
brugðið um »tollana«, svo ekki heyrist áraglamm.
Enginn má snýta sjer eða hósta, og vart draga and-
ann nema með mestu varúð. Farið er út með skeri
sunnanvert við lögnina. Venjulega er lent við skerið
og einum manni slept upp. Gægist hann yfir skerið
til að vita hvort selur sje í vognum. Verði hann þess
vís að selur liggi, taka þeir, sem eftir eru í bátnum,
til áranna, og róa sem mest þeir geta út með sker-
inu, beygja fyrir endan á því í skjótri svipan, og
leggja netin í hasti fyrir vogskjaftinn. Meðan því fer
fram, hefur maðurinn, sem skilinn var eftir á skerinu,
læðst hljóðlega austur eftir því, og komist í lægð eða
sund, sem er austur úr vognum og ekki þornar nema
um stærstu fjörur. Hann velur sjer stöðu í miðju
sundinu og hefur langan kepp eða krókstjaka að
vopni meðan sundið er að þorna. Til þess er venju-
lega valin hinn röskvasti maður.því er ekki heiglum hent
að mæta selnum í sundinu, slá hann, ef færi gefst,
en annars að verja honum útgöngu meðan nokkur
sjór er í sundinu.
Takist nú þetta — sem oftast verður — að leggja
netin fyrir vogskjaftinn, og manninum á skerinu að
komast austur í sundið, áður en selnum tekst að átta
sig og sleppa út, þá er hann innibyrgður og veiðin
er þá nokkurnvegin vís.
Þá er dokað við.
Sje nú mikið af sel í vognum, gerir hann strax
tilraun til að komast út, en rekur sig þá á netin í
vogskjaftinum. Nokkrir festast þá strax í netunum og
eru drepnir samstundis með þungum eikarkeppum,
en hinir snúa inn í voginn aftur. Þá er byrjað að
draga netin utan að þeim, og ekki Ijett ádrættinum
fyr en inni í vogsbotni. Þar er selurinn flæktur í