Óðinn - 01.01.1935, Side 39
Ó Ð I N N
39
Sumir af þeim trúföstu í K. F. U. M. voru ákaflega
svartsýnir og vonarlitlir um framtíð vors fjelagsskapar.
Jeg reyndi að tala kjark í þá og sýna þeim fram á,
að vjer þyrftum ekki að óttast, því hin kristilega
stefnuskrá mótfjelaga vorra væri ekki nægilega á-
kveðin, því ekki væri það tilgangur og markmið ung-
mennafjelaganna, að starfa að því, að leiða menn til
lifandi ákveðinnar trúar á ]esúm Krist. Þetta höfum
vjer og erum því sterkari til lengdar. — Þar að auki
vinna ungmennafjelögin þarft og gott verk og halda
mörgum ungling frá spillandi solli, og seinna meir verð-
ur oss til gagns alt það góða, sem þau geta gert.
— Sumir eggjuðu mig á, að gangast fyrir því, að
K. F. U. M. tæki upp ýmsar starfsgreinar í íþróttum
og menningarmálum til þess að verða samkepnisfært,
en jeg sagði, að K. F. U. M. þyrfti ekki að fara í
neina samkepni, heldur hjeldi sínu upprunalega striki,
tæki aðeins ný verksvæði fyrir, þegar þörfin fyrir
þau kæmi að innan frá fjelagsmönnum sjálfum. —
Jeg sýndi og fram á, að nú fyrst væri K. F. U. M. orðið
svo sterkt, að því væri engin hætta búin, því að nú
væri sá kjarni myndaður sem þyrfti með, því að nú
ætti fjelagið fastan flokk, og í honum væru í raun og veru
lærisveinar Krists, og þyrðu að halda fjelaginu áfram
hvernig sem *með eða móti bljesi; það væri orðið
sterkara fyrir burtveru mína og ungmennafjelags-
skapinn. — Þetta var sannfæring mín.
Eitt kvöld var jeg á gangi með einum af mínum
bestu vinum í K. F. U. M. Við gengum inn fyrir
Skólavörðuna og töluðum um ýms áhugamál okkar.
Það blasti við okkur stór hópur ungra manna, sem
með fjöri og áhuga voru að vinna sjálfboða að hinni
fyrirhuguðu Skíðabraut í Öskjuhlíðinni. Alt í einu nam
jeg staðar og tók í handlegg vinar míns og sagði:
»Sjerðu Skíðabrautina þarna? Þessa braut getum
vjer fengið eftir 15 ár, ef vjer þá viljumc. — Hann
horfði undrandi á mig.
Eftir miðjan september tók fjelagið til starfa í fund-
arhöldum sínum. Þá byrjuðu fundir aðaldeildarinnar.
Þeir voru haldnir í »litla saU í fjelagshúsinu og voru
fremur illa sóttir, nema af hinum trúfasta, fámenna
hóp; fjelagið hjelt líka uppi almennum samkomum á
sunnudagskvöldum, með aðgöngu fyrir konur og
karla, og voru þær samkomur fremur vel sóttar. —
Barnasamkomur, sem skömmu síðar breyttust í reglu-
legan sunnudagaskóla, voru haldnar á hverjum sunnu-
dagsmorgni undir forystu verkfræðings Knúts Zimsen
og voru þær vel sóttar, svo að oft var húsfyllir. —
í október var skotið á »auka-aðalfundi«, og urðu þá
stjórnarskifti í fjelaginu. Gamla stjórnin ljet af starfi
sínu og ný stjórn tók við. Voru í nýju stjórninni ein-
göngu ungir fjelagar, sem svo að segja höfðu alist
upp í fjelaginu frá fyrsiu byrjun; aðeins einn úr eldri
stjórninni var í hinni nýkosnu stjórn; það var Knútur
Zimsen. Þessi »stjórnarbylting« fór fram í mesta
bróðerni og vinsemd, en fyrir mig hafði þetta mikla
þýðingu, því að hin nýja stjórn varð mjer samgrón-
ari en hin gamla hafði verið. En þetta heyrir meira
til fjelagssögunni, en minni eigin, og skal því ekki
nánar út í það farið.
Nú vík jeg þá aftur til heimkomu minnar, til þess
að segja frá því, sem heyrir til einkamálum mínum.
Jeg gat um það í fyrra bindi »Starfsárannac, að Jóhann-
es föðurbróðir minn kom í heimsókn til mín sumarið
1907 — og dvaldi hann fyrir norðan veturinn, sem
jeg var í Danmörk, og var hann nýkominn að norð-
an, er jeg kom heim. Daginn eftir heimkomuna sagði
hann mjer, að hann hefði verið lasinn um veturinn
og skorið hefði verið í einhverskonar æxli, og með
því að hann hefði grun um, að það væri eitthvað
illkynja, sem að sjer gengi, væri hann nú að flýta
sjer heim og færi eftir vikutíma af stað til Englands;
samt væri hann ákveðinn í að tala við Guðmund Magn-
ússon, lækni, og fara í sjúkrahús, ef hann hjeldi, að
hann gæti læknað hann. Við fórum svo þegar dag-
inn eftir á fund hins ágæta læknis, og var jeg við
meðan læknirinn skoðaði hann. Leitst mjer ekki á
blikuna, er jeg sá, að hálsinn að aftan og öxlin var
eins og eitt flatsæri mjög ljótt útlits. Jeg sá, að lækn-
irinn varð mjög alvarlegur. Jóhannes spurði læknir-
inn, hvort til nokkurs væri að skera í það, og bað
hann að segja sjer alt af ljetta. Læknirinn sagði, að
vera kynni að takast mætti að stöðva meinið um
tveggja, þriggja ára skeið, ef herðarblaðið og hand-
leggurinn væri tekinn af. Jóhannes kvaðst ekki hirða
um að lengja lífið með því móti, en spurði, hvort
hann mundi geta náð vestur heim til sín til Ameríku,
og bjóst læknirinn við því. Jóhannes tók þessu með
mestu karlmensku, og fór þegar sama dag og keypti
sjer far alla leið vestur hjá Sigfúsi Eymundssyni, sem
var agent þeirrar »línuc, sem Jóhannes ætlaði með.
Hann ætlaði með »Ceres«, er fara átti eftir nokkra
daga. En daginn áður en skipið átti að fara, fjekk
Jóhannes svo miklar kvalir, að hann gat ekki hljóða-
laust af sjer borið. Jeg náði í Guðmund Hannesson
og gaf hann honum sefandi lyf, og næsta dag var
hann fluttur á Landakotsspítala og var honum hjúkr-
að þar með mestu umhyggju, og kvalirnar sefaðar
eftir megni. Jóhannesi varð nú ljóst, að hann kæmist
aldrei heim til sín, en hann sagði oft í legunni, að