Óðinn - 01.01.1935, Qupperneq 40
40
Ó Ð I N N
sjer væri kærast að fá að hvíla í mold fósturjarðar
sinnar, enda þótt hann auðvitað hefði gjarna viljað
deyja hjá ástvinum sínum. Hann talaði oft um það í
legunni, að sig Iangaði til að jeg færi vestur til Ame-
ríku og heimsækti ættfólkið þar. Hann hafði keypt
tvo hesta fyrir norðan til þess að hafa þá fyrir plógi,
er hann kom með frá Ameríku í því skyni, að kenna
skagfirskum bændum að nota þau verkfæri við bú-
skapinn. Hann kvaðst hafa falið manni fyrir norðan
að selja bæði hestana og verkfærin, og sagði, að jeg
ætti að hafa þá peninga upp í farareyri. Hann talaði
oftlega um þetta, en jeg sagði honum, að ekkert út-
lit væri á því, að jeg gæti tekið mjer slíka ferð á
hendur, jafnvel þótt peningar yrðu fyrir hendi, því
svo væri háttað starfi mínu, að jeg gæti ekki horfið
frá því fyrst um sinn. Einn dag Ijet hann mig skrifa
upp, hvernig jeg ætti að fara með það, sem hann
ljeti eftir sig hjer heima. Hann fjekk mjer gullúr
mikið, sem börn hans höfðu gefið honum sextugum,
og sagði, að það ætti Óskar dóttursonur sinn að fá-
»En þú verður að fá honum það sjálfur og mátt
hvorki senda það með pósti eða nokkrum manni,
heldur geyma það þangað til þú finnur Óskar*. —
]eg sagði: »]á, en það getur nú orðið langt þangað tiU.
— »Þótt það verði fimm ár, þá verður þetta að vera svo«,
sagði hann. ]eg hugsaði að verið gæti að það dræg-
ist lengur. En jeg varð að lofa þessu; hann sótti það
svo fast. — Hann andaðist seint í október, þá 63 ára
að aldri. Hann var sannur trúmaður og bænheitur
mjög. ]eg þjónustaði hann daginn áður en hann dó.
— ]eg jarðaði hann við hliðina á Krisfni sál. bróður
mínum.
Meðan á þessum atburðum stóð, hafði jeg einnig
í ýms horn að líta. Samkvæmt ósk fjelagsmanna átti
jeg að flytja í fjelagshúsið og búa þar. ]eg var ekki
sjerlega fús til þess, því mig langaði til að vera að
einhverju leyti út af fyrir mig, og mjer fanst að jeg
mundi taka of mikið af húsrými frá fjelaginu, en
menn sögSu að húsið vaeri of stórt en fjelagið litið.
]eg flutti svo inn í nýja bústaðinn 12. september.
]eg tók nú brátt að kunna vel við mig, en saknaði
þó alt af Melsteðs-hússins. í fjelagsstarfinu saknaði
jeg mest yngri deildarinnar, en hún var gersamlega
horfin og engar horfur á að endurreisa hana í því
horfi sem verið hafði, en það duldist mjer ekki, að
það væri lífsskilyrði fyrir framfíð starfsins, að unt væri
að ná í drengi og unglinga. ]eg hugsaði mjer, að
best væri að hafa tvær deildir fyrir aldurinn upp til
17 ára. Jeg auglýsti nú eftir drengjum 10 — 14 ára
og eftir nokkurn undirbúning stofnaði jeg »yngstu
deildina* (Y—D) 30. september þá um haustið. Hún
byrjaði með 16 meðlimum og tók sú deild brátt að
vaxa. Þefta var mjer mikil fróun, en samt fanst mjer
mikið vanta á meðan aldurinn 14—17 ára pilta vant-
aði, en sá aldur var ekki auðfenginn, því að nú voru
komin svo mörg öfl, sem toguðu í pilta á þeim aldri,
bæði góð og ill. Þar að auki var farið að bóla á því,
að heimurinn var farinn að sjá að reikna mætti með
þeim aldri, einnig í tilliti til stjórnmálanna. Sterkar
pólitiskar öldur risu það haust hátt og gripu hugina
föstum tökum, jafnvel þeirra, sem stóðu langt fyrir
neðan kjósenda aldur. Kosningar fóru fram um haust-
ið og var talsvert mikill æsingur í bænum. Jeg hafði
tekið mjer þá aðstöðu, að standa fyrir utan öll stjórn-
mál, og greiða ekki einu sinni atkvæði. Margir
komu til mín að »agifera«, og það margir af góðum
og gömlum vinum mínum, en jeg kaus heldur að
missa af vináttu þeirra, en að komast inn á þá braut,
sem jeg taldi mjög skaðvæna fyrir starf mitt, sem
framkvæmdastjóra kristilegs fjelags, því að sannur
framkvæmdarstjóri í kristilegu fjelagi á að vera and-
legur leiðtogi ungra manna í hvaða flokki sem eru,
en það getur hann naumast verið, ef hann er ákveð-
inn í einhverjum flokki; er þá hætt við að píltar og
ungir menn úr öðrum flokkum fælist að leita til hans
í vandkvæðum sálar sinnar, hve óhlutdrægur sem
hann kynni að vilja vera. — ]eg hjelt því fast við
minn keip og Ijet þau orð falla við þá, sem áfjáð-
aslir voru að fá mig til kosninga, að jeg mundi, ef
þeir ljetu mig ekki í friði, fara í reiði minni og kjósa
á móti þeim. ]eg hjelt því líka fram, að jeg væri
enn of óþroskaður til þess, að taka þátt í sljórnmál-
um, þar sem jeg aðeins væri 40 ára, og hvernig ætti
jeg, sem hvorki hefði lagt stund á stjórnvísindi eða
lög, að sjá, hverjum rjett væri að fylgja, þar sem
vitrustu og bestu menn þjóðarinnar, er jeg liti upp
til fyrir aldurs og visku sakir, gæfu ekki orðið á eitt
sáttir um þjóðmálin, og væri jeg þó viss um, að allir
vildu landirtu og þióöinni hið besta, enda þótt sitt
sýndist hverjum. Yið þetta sat og á komandi árum,
og fóru flokkarnir að láta mig í friði.
í nóvember fór jeg að vinna að því að stofna ung-
lingadeild í fjelaginu. ]eg boðaði til samkomu fyrir
pilta 14—17 ára og átti hún að vera miðvikudaginn
4. nóv. — Um kvöldið bjó jeg Iitla salinn út með
bekkjum og ræðupúlli, fágaði vel lampana og skreytti
með kertum. Kl. 81/2 átti samkoman að byrja. ]eg var
búinn að kveikja og allt var tilbúið; jeg hafði samið
ræðu mína. Enginn kom. ]eg stóð við ræðupúltið í
klukkutíma, slökti svo ljósin. Næsta miðvikudag fór