Óðinn - 01.01.1935, Qupperneq 44

Óðinn - 01.01.1935, Qupperneq 44
44 Ó Ð I N N mjer mjög vinveittur alt frá skóladögum mínum, og ávalt hlyntur starfi mínu og fjelagsins, og sýnt það í mörgu. Mjer fanst ávalt standa tign og virðuleiki af biskupsdómi hans. í nærveru hans fann jeg ávalt til hollrar lotningu fyrir tign biskupsembættisins og heil. kirkju. ]eg minnist hans ætíð um leið sem eins af mínum persónulegu velgerðamönnum. Árið 1910 rann upp og bar í skauti sjer mikla hamingju og gleði fyrir mig. ]eg var dálítið þreyttur eftir jólin. Á jóladaginn sjálfan hjelt jeg guðsþjón- ustu kl. 8 um morguninn í K. F. U. M. og K. F. U. K. og V-D fund kl. 6V2, um kvöldið talaði jeg í kirkj- unni kl. 5, og var alt af að skíra á milli kirkjuhalds og funda; það átti engin samkoma að vera um kvöldið, en af vangá hafði sjera ]óhann auglýst við hámessu samkomu kl. 8V2. ]eg þorði ekki annað en að vera heima á þeim tíma, enda kom talsvert af utan fje- lagsfólki og hjelt jeg samkomu fyrir það, og fór síðan inn á Rauðarárstíg að skíra barn, og kom fyrst heim á tólfta tímanum. — Á gamlaárskvöld hjelt jeg bæna- samkomu eins og vant er í fjelaginu á miðnætti ára- mótanna. Þrátt fyrir afarvont veður kom þó um 50 manns, og fanst mjer aldrei jeg hafa verið á ára- móta bænastund eins þrunginni af blessun eins og þessi var. Hún gaf mjer það, að jeg lagði út á árið með mikilli von og gleði. Annan janúar, afmælisdag fjelagsins, var jeg Iíka mjög glaður í anda, því þá var afmælisfundur og fjöldi kominn á fund úr öllum deildum fjelagsins. — Stór drengjaflokkur úr V-D sat þar saman og söng með miklu fjöri, svo að menn voru hrifnir af. Á fundinn voru boðnir ýmsir af tignarmönnum bæjar- ins og mættu þar Iandlæknir, bæjarfógeti og fleiri. Formaður fjelagsins, Knud Zimsen, verkfræðingur, hjelt aðal-ræðuna og hreif alla með sjer. Þar að auki töluðu þeir Árni Árnason, þá á læknaskólanum, og Haraldur Jónasson, þá á prestaskólanum, og vöktu vitnisburðir þessara ungu námsmanna mikla athygli. Þrátt fyrir störf mín við dómkirkjuna stóð unglinga- deildin í sjerstökum blóma, og varð mjer til afar- mikils andlegs stuðnings. Margir af piltunum urðu andlega vakandi, og umgengnin við þá á fundum og milli funda var mjer hvöt og upplyfting. Stend jeg i sífeldri þakklætisskuld við þá pilta marga. Seinna mun jeg nefna nöfn sumra þeirra, er mikið komu við einnig sögu sjálfs mín. Aldrei á æfi minni hafði jeg haft eins miklar tekj- ur og á þessum vetri. ]eg hafði 50 krónur frá hinu óþekta afmælisgjafar-fjelagi, og 50 krónar fyrir þjón- ustuna við dómkirkjuna (hálf prestslaun) á mánuði hverjum, og þar að auki drjúgar aukatekjur fyrir prestsverk og fleira, en merkilegt var það, að mjer datt aldrei í hug, að nú gæti jeg losnað úr martröð skuldarinnar við Landsbankann; stóðu enn eftir 600 krónur eða vel það. — En þessi velsæld varð þó til þess, að jeg hafði ráð á að gefa út kver, sem hjet söngljóð, og safnaði jeg saman í það öllum þeim söngvum, er jeg hafði ort til söngs í fjelaginu og höfðu mörg af þeim verið áður prentuð á lausum blöðum, og hafði kverið að innihalda 54 söngva. —- Þá höfðum vjer ekki neina söngbók fyrir fjelagið, en notuðum Barnasálma ]óns lektors Helgasonar. Voru svo þessar tvær bækur notaðar saman á fjelags- fundum. — Kver mitt var ekki á boðstólum, því ekki veitti af upplaginu handa fjelaginu. í byrjun níuviknaföstu byrjuðu barnaspurningar. ]eg hlakkaði mjög til þeirra. Mig langaði til að fá svona um 20 drengi til fermingar og ekki meira. ]eg hafði hugsað mjer að taka aðeins drengi og engar stúlkur, og vísaði því öllum stúlkum til sjera Jóhanns, en jeg varð samt að taka tvær stúlkur, og hafði jeg þær í flokki sjer, og drengina hafði jeg í tveim flokkum, annan, þann stærri, með kver Helga Hálfdánar- sonar, sem jeg hafði mestar mætur á, og hinn með Klaveneskverlð, sem mjer þá þótti afarlítið til koma. Mjer urðu afarljúfir þessir spurningatímar og á ávalt síðan eftir þá góðar minningar. — Eftir páskana, er jeg eingöngu hafði fermingarbörn mín, hafði jeg 18 drengi og tvær stúlkur. Þessi börn fermdi jeg svo 16. maí, annan í Hvítasunnu, og fanst mjer það einna mestur hátíðisdagur, sem jeg hafði lifað. Þann 29. jan., minnir mig, átti að fara fram prest- kosning í söfnuðinum. Meðal umsækjenda voru tveir vinir mínir, báðir ágætir fjelagar í K. F. U. M., og báðir hinir efnilegustu. Það voru þeir Bjarni ]ónsson, þá skólastjóri við barnaskólann á ísafirði, og sjera Þorsteinn Briem. Var mjer vandi á við hvorn þeirra; báðir voru þeir miklir vinir mínir, báðir mjög efni- legir. Þorsteinn Ðriem var þá aðstoðarprestur sjera ]ens prófasts í Görðum, og var unnusta hans fröken Valgerður Lárusdóttir, ein af ágætustu starfskonum í K. F. U. K., og voru þau bæði áhugasöm um mál- efni fjelagsins. — ]eg gat varla í huga mínum ráðið við mig, hvorn jeg vildi heldur, báðir voru mjer svo kærir, báðir afgert trúaðir menn. Heilmargir höfðu þegar um haustið eggjað mig á að sækja um brauðið, þar á meðal nokkrir af vinum mínum í K. F. U. M. Þeim, sem ekki voru í K. F. U. M., svaraði jeg strax með ákveðnu neii, en fjelagsmönnum svaraði jeg því að ef allir fjelagsmenn í aðaldeildinni skoruðu skrif-

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.