Óðinn - 01.01.1935, Blaðsíða 48

Óðinn - 01.01.1935, Blaðsíða 48
48 Ó Ð I N N kringum mig og náði til allra deilda fjelagsins. Hinir ungu í Uuglingadeildinni, sem fengu aldur til, fóru að ganga upp í aðaldeild og yngja hana upp, og fjör og gleði og bjartsýni óx að sama skapi. — Áhuginn í U-D var mikill þennan vetur, og V-D (yngsta deildin) tók svo mikinn fjörkipp við starf hinna ungu manna, að meðlimatalan óx úr 150 upp í nær 400 um veturinn. Einni mikilli gleði, sem jeg varð fyrir þennan vetur fyrir jól, verð jeg að skýra frá. Það átti að halda hátíðlegan afmælisfund fyrir U-D, tveggja ára, þann 30. nóvember. — Þriðjudagskvöldið þann 29. kom jeg upp í lestrarstofu kl. 11 til að slökkva. ]eg sá þá pilt úr U-D sitja þar einan. Hann var úr latínuskól- anum. ]eg fann að því við hann, að hann væri ekki farinn heim fyrir Iöngu. Svo slökti jeg og við urðum samferða niður; jeg hafði þá starfs-stofu mína í kjall- aranum. Á leiðinni niður fann jeg á mjer, að honum lægi eitthvað á hjarta. ]eg bauð honum að koma snöggvast inn til mín. Þar inni sagði hann mjer með fögrum gleðitárum, að hann á síðasta fundi hefði orðið snortinn af einhverju orði, og hefði svo átt í sterkri baráttu við sjálfan sig, en nú væri hann búinn að gefa Guði líf sitt, og hefði fundið frelsara sinn. Nú hefði sig langað svo mjög til þess, að trúa mjer fyrir leyndarmáli hjarta síns, en ekki ætlað að geta komið sjer að því. ]eg fagnaði þessu mjög, og er við höfð- um beðið saman, og hann stóð upp til þess að fara, þá datt mjer í hug söngur úr »SöngbÓk* K. F. U. M. í Kaupmannahöfn. Olf. Ricard hafði þýtt hann úr ensku, en sálmurinn var ortur af 16—17 ára pilti í Afríku. ]eg þekti ekki lagið, en hafði lesið hann oft. — Vfirskrift söngsins var þessi: »Söngur unglingsins, er hann snýr sjer til Guðs«. — ]eg tók söngbókina og við lásum sálminn saman á dönsku. Hann átti svo vel við. ]eg sagði: »Ef mjer einhverntíma auðnast að snúa þessu Ijóði á íslensku, og þú sjerð hann á prenti, þá er hann helgaður þessu kvöldi og þjer. — Klukkan var orðin 12, er pilturinn fór af stað. Hann var rjett nýfarinn, þá kom sjera Bjarni til mín. ]eg sagði: Kantu lagið við þenna danska söng: „Just som jeg er jeg kommer, — men Jeg ved du er de unges Ven“ o. s. frv. Hann kunni það, og söng það fyrir mig. ]eg varð hrifinn af laginu, og hætti ekki fyr en jeg var búinn að læra það. Þegar sjera Bjarni var farinn, þá settist jeg niður og þýddi sálminn; það lá alt eins og opið fyrir mjer. Svo orti jeg afmælisljóð, og var jeg bú- inn að þessu kl. 7 um morguninn. Kl. 8 fór jeg með bæði handritin í Gutenberg, og á afmælisfundinum um kvöldið sungum við sjera Bjarni sönginn, fyrst tveir einir, og í síðustu versunum voru ýmsir af drengjunum farnir að syngja með. — Pilturinn varð ekki Iítið undrandi, er hann sá sönginn á íslensku og prentaðan. Við litum hvor á annan. Enginn í salnum hafði hugmynd um þá gleðileynd, er bjó í brjóstum okkar tveggja. Seinna sáu fjelagar hans og fengu að vita. hver umbreyting var orðin á lífi hans. [Frh.]. Valgeröur Jensdóttir kenslukona. F. 15. apríl 1880. — D. 23. des. 1932. K ve ð j a. Er Artúrus logandi Ijómar, en leiftrin frá Prócýón skína og Biástjarnan blikar í heiði slær bjarma á minningu þína. Er Capellu sje jeg kveikja, og Castor geislana tvinna, og Míser merla í skrúði, þá minnist jeg vitanna þinna. Er Síríus dýrðlega sindrar, en Sjöstirnið blámann sporar og Auðmýktarstjarnan eygist, jeg inni þjer kveðjur vorar. Hatlgrímur Jónsson. Breiðafjarðareyjar. í sambandi við hjeraðs- lýsinguna frá Breiðafjarðareyjum, eftir Bergsvein Skúla- son, sem nú birtist í þessu hefti Óðins, má geta þess, að í Lögrjettu þ. á. hefur komið út grein, eftir sama höfund, um landbúnað í Breiðafjarðareyjum. Fyllir hún út það, sem hjer vantar á í fullkomna lýsingu á hjeraðinu. í næsta hefti Óðins kemur margt, sem fyrir lá nú, en varð að bíða vegna rúmleysis. Svo er um ýmsar æfiminningar, sem blaðinu hafa verið sendar, og margt fleira. En svo er til ætlast, að ekki líði langt á milli útkomu heftanna, þar sem þetta fyrra hefti árgangsins er nú orðið töluvert á eftir tímanum. Ríhisprentsmiðjan Gutenberg.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.