Alþýðublaðið - 09.10.1963, Page 6

Alþýðublaðið - 09.10.1963, Page 6
SNEMMA BYGIST KRÓK URINN. SNEMMA beygist krógurinn, seg ir máltækið, en þó þykir okkur það fulllangt gengið, að tólf ára telpa geri tilraun til fjárkúgunar. Danska blaðið Aktuelt segir frá því, að þessi stúlka, sem er sænsk, hafi sent slíkt bréf til heimilis verkfræðings nokkurs og krafizt 10.000 sænskra króna, ella yrði sjö ára gamalli dóttur hjónanna misþyrmt hræðilega. í bréfinu voru gefnar upplýsingar um hvern ig peningunum skyldi komið til skila. Slegin ótta sneru hjónin sér til glæpalögreglunnar, sem eftir mikla erfiðleika gat rakið slóðina til hinnar ungu og ákveðnu konu. Hugmyndina kvaðst hún hafa fengið eftir að hafa lesið um eina barnsránið, sem átt hefur sér stað í Svíþjóð, en það var framið í i Gafle fyrir skömmu. Bréfin hefði í hún skrifað á ritvél og þetta var i gert í fyllstu alvöru, segir hún. I Ekki hafði hún tekið ákvörðun um hvernig hún myndi verja pening unum. Barnaverndarnefnd mun væntan lega sjá um, að þessi efnilegi ungl ingur valdi ekki skelfingu á fleiri heimilum fyrst um sinn. I Scotland Yard gat forðað hneykslinu | HNEYKSLIÐ mikla, sem þau I Christine Keeler og John Pro- j fumo vöktu með hátterni sínu, I og var rétt búið að fella stjórn [ Macmillans, hefði aldrei orð- j ið neitt ef Scotland Yard hefði j tekið alvarlega upplýsingar, j sem þangað bárust í upphafi 1 málsins. j Ef Scotland Yard hefði metið j þessar upplýsingar réttilega, j hefði Macmillan getað gripið j inn í fjórum mánuðum fyrr. j Hann hefði getað kippt Pro- : fumo út úr stjórninni áður en \ sami maður tók að fullvissa j neðri málstofuna um hið plat- j ónska samband sitt og ungfrú j Keeler. Þcgar árið 1961 gat hin j virta „sérstaka deild“ hjá Scot j land Yard aflað sér fullnægj- j andi upplýsinga um Stephen I Ward og vinkonu lians Christ- j ine Keeler. Það var áður en j Profumo hitti gleðikonuna, og j tækifærið gafst við hina marg j umræddu baðveizlu á land- j setri Astors lávarðar þar sem j Christine buslaði nakin í laug j inni. í það skipti var það, sem ...........Illlllimilll.. rússneski hermálafulltrúinn bað Ward að afla sér upplýs- inga um hvenær Bandaríkja- menn hygðust afhenda Vestur- Þjóðverjum kjarnorkuvopn. Ward aðvaraði leyniþjónustuna, sem bað Scotland Yard að hafa auga með þeim Keeler og Ward. Þeim tókst ekki fylli- le<?a að átta sig á Christine og þessar ófullnægjandi eftir- g.ennslanir áttu sinn þátt í því hneyksli, sem samband her- málaráðherrans og gleðistúlk- unnar átti eftir að vekja. Önnur og enn meiri yfirsjón var, að lögreglan veitti enga athygli skýrslu, sem Christine hafði gefið lögregluþjóni ein- um. Þar segir hún frá þeim s'arfa Wards, að afla háttsett- um mönnum kvenna til þess að gamna sér við, einnig því, að Ward væri afbrigðilegur kyn- ferðislega og, að hann geymdi stúlkur í húsi á landareign Astors. Hún skýrði frá sam- bandinu við Profumo og því, að Ward hefði beðið liana að útvega kj arnorkuleyndarmálin, segir í útdrætti fréttastofunn- ar UPI, úr Denningsskýrslunni. En skýrsla lögregluþjónsins fékk að liggja óhreyfð í skrif- borðinu og því fór, sem fór. SKAÐSEMI lanshljómsveit á Akranesi Í£ry litla er ekki nema fjögurra ára gömul cg yndi hennar í líf inu er að fara í sirkus eða dýragarð. Ilún hefur til að mynda af- sanmð þá kenningu rækilega, að asnatetrin séu heimsk og leiðinleg dýr. Hún hefur tekið miklu ástfóstri við lítinn asna, eins og mynd- in sýnir og fer einstaklega vel á með þcim. SÓKNARPRESTURINN OG SYSTURNAR N?! tóknarpresturinn mætti dag nckkurn Jóni, einu af sókn- arbö num sínum og þeir tóku tal saman.’- . .. Prcstur snurði Jón hvort hann væri kvæntur. Svarið var nei- kvætt og þeir fóru að tala um hjónabónd almennt. Prestur hélt mjög fram kostum hjónabands- ins \ið Jón. — Þér vitið, að ekki er gott að maðurinn sé einn, segir prestur. — Já, en ég hef nú tvær syst- ur til að sjá um mig, segir Jón. — Já, já, en; það hlj^tið .þéj inú að sjá sjálfur, að systur, þó þær séu tvær, geta ekki komið í stað- |inn fyrir konu. — Já, en . . . þær eru ekki syst- mínar! REYKINGA | ER ÞAÐ hugsanlegt, að lítill ' pappírssívalningur, sem hefur að geyma fáein tóbakskorn, sé einn mesti dauðsfallsvaldur vorra tíma? Þannig spyr tímaritið World Hea- Ith. Svarið hljóðar þannig: Ef nokkrir mikilhæfustu læknar nú- tímans hafa rétt fyrir sér, er það staðreynd að sígaretturnar með stigvaxandi skaðsemi sinni fela í sér geigvænlega hættu. Þó að ekki sé með fullri vissu unnt að segja að sígarettur valdi lungnabrabba, eru læknisfróðir menn sammála um það, að þar sé sambancl á milli. í skýrslu, sem konunglega brezka læknafélagið hefur nýlega birt, er sýrit fram á, að dauðsföll af völdum lungnakrabba aukast stöðugt samhliða aukinni sígarettu notkun, og að hættan fyrir þá, sem hætt hafa reykingum er miklu minni en fyrir hina. Dr. R. Doll, sem starfar við Lundúnaháskóla, segir í sérstakri greinargerð, að hann efist ekki um að sígarettureykingar séu ein af meginorsökum lungakrabba. Hann segir, að rannsóknir í Eng- landi, Kanada og Bandaríkjunum hafi allar gefið sömu niðurstöðu, bá, að dauðsföll af völdum lungna krabba eru tífalt algengari með al þeirra, sem reykja en hinna, sem aldrei hafa reykt, einnig, að dánartalan hækki í hlutfalli við hve mikið menn reykja, og, að þe:t,t,a sgmband sé einnig þegar um er að ræða minnsta magn,. som rannsakað var, og loks, að hlut- fallið aukist hraðar meðal þeirra, sem reykja sígarettur, en hinna, sem reykja pípu eða vindla. FYRIR tveim árum hófu nokkrir strákar úr Gagnfræðaskóla Akraness að æfa hljóðfæraleik með það fyrir augum, að skemmta á skólaböllum. Hljóðmsveitin náði þegar miklum vinsældum hjá ungl ingunum. Á s. 1. vori voru gerðar miklar breytingar á hljómsveit- inni, var fjölgað mönnum og ráðinn söngvari. Þá var henni og gefið nafn og látin heita „Dumbó“ eftir liinum fræga fíl Walts Disneys. í sumar hafði Dumbo og Steini, en svo heitir söngvarinn, leikið á dansleikjum í Borgarfirðinum, á Snæfellsnesinu og víðar, við mikl ar og vaxandi vinsældir. í hljómsveitinni eru sex hljóðfæraleikarar og svo auðvitað söngvari og eru þeir allir Akurnesingar á aldrinum 16 — 20 ára. DUMBÓ og Steini munu í vetur leika og syngja á Hótel Akraness. Myndin hér að ofan er af hliómsveitinni, en.nöín þeirra eru, talið frá vinstri: Sigursteinn Hálconarson, söngvari, Trausti Finnsson, bassaleikari, Trausti Hervarsson, tenor-saxofón, Finnbogi Gunnlaugsson, gítar, Sunnar Sigurðsson, trommuleikari og hljóm- sveitarstjóri, Sigurður Guðmundsson, alto-saxófón, Ásgeir R. Guð- mundsson, píanóleikari. John Fulton, sem um þessar mundir dvelst á Spáni og málar þar myndir af nautaati, hefur fundið upp á því að blanda liti hornum nautanna, — Það gerir myndirnar meira ekta, segir hann. £ 9. okt. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.