Alþýðublaðið - 09.10.1963, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 09.10.1963, Blaðsíða 8
MIOBÆRINN IBJORTU BALI Rætt viö Guömund Karlsson, blaöamann, sem gefur út bók fyrir jólin um brunann mikla 1915. GUÐMUNDUR Karlsson blaða- maður við Vikuna stendur í björtu báli af eftirvæntingu og hrolli þessa dagana. Hann er nefnilega að gefa út sína fyrstu bók og bók- in er um niesta bruna, sem orðið hefur í Reykjavík og líklega á ís- Iandi, og titill bókarinnar er: „í björtu báli”. Vel getur verið, ef bókin er vel og listilega skrifuð, að bruninn mikli á Bergþórshvoli forðum daga, verði að setja nokk- uð ofan í þjóðsögunni, enda líka ófært að meira en þúsund ára þjóð hafi ekki af að státa nema einum sögufrægum eldsvoða. Árið 1915 varð svo mikill bnmi í Reykjavík, að 10 hús við Austur- stræti brunnu til ösku, tvö önnur skemmdust og eru þá ótaldir skúr- ar og þessháttar. Tjónið var þá metið á tæpa milljón, sem á nú- tímamælikvarða yrði ekki mikið undir 100 milljónum. Auk þess kostaði eldsvoðinn tvö mannslíf. Guðmundur Karlsson hefur tek- ið sér fyrir hendur að skrifa bók um þennan bruna. Bókin kemur út hjá Ægisútgáfunni og verður Ljósmyndir af brunanum mikla í Austur stræti cg Ilafnarstræti, 25. apríi 1915. liklega komin á markaðinn um miðjan nóvember og Guðmundur segist gera sér góðar vonir um sölu. — Segðu mér, Guðmundur. Hvernig stóð á því að þú valdir þér einmitt þetta efni? — Ég er nú satt að segja dálítið hissa á að enginn skuli hafa orðið á undan mér. Þetta var ekki svo lítill atburður í bæjarlífinu í þá daga, en á hinn bóginn hef ég mikinn áhuga á brunamálum, enda eiginlega alinn upp á Slökkvistöð- inni. Faðir minn, Karl Bjarnáson, var nefnilega varaslökkviliðs- stjóri. Sjálfur var ég í Slökkvilið- inu í 13 ár og tók þátt í að ráða niðurlögum nokkurra stórbruna og get því rétt ímyndað mér hvernig umliorfs hefur verið í miðbænum þessa örlagaríku nótt árið 1915. — Hvernig var brunavörnum háttað hér í bænum á þeim árum? — Þá var hér ekkert fast slökkvi lið. Tveir menn voru alltaf á vakt á stöðinni, en 36 manna lið úti í bæ var kallað út með bjöllu. Lið inu var skipt í þrennt eftir bæjar- hlutum, eitt í austurbænum, ann- að í vesturbænum og hið þriðja í miðbænum. Tækin, handdælur og slöngur voru svo geymd í ein- hverju húsi í þessum bæjarhlutum og slökkvuliðsmennirnir tóku þau með sér á brunastaðinn á hand- vagni. — Var þá nóg vatn? — Vatnsveitan var að vísu kom- in, en vatnið var að sjálfsögðu hvergi nóg á svo mikinn bruna. — Pvernig hefurðu svo hagað efnissöfnun? — Ég hef talað við menn, sem sjálfir voru viðstaddir brunann, annaðhvort sem slökkviliðsmenn, eða sem áhorfendur. Þeir eiga margir persónulegar frásagnir og lýsingar í bókinni. Lika hef ég safnað smásögum um atvik við brunann og eru þær bæði brosleg- ar og hið gagnstæða. Þá hefur mér tekizt að komast yfir mikið af myndum, bæði af brunanum sjálf- um og þessum bæjarhluta áður en hann brann og svo að sjálfsögðu myndir af þeim, sem koma við sögu. — Hvernig hófst þessi bruni? — Hann byrjaði í Hótel Reykja- vík. sem stóð þar sem SÍS kjör- búðin stendur nú í Austurstræti 12. Þar hafði verið brúðkaups- veizla um kvöldið, en eldurinn kom upp um það leyti sem henni lauk. Hann breiddist mjög ört út, enda timburhús allt í kring. — Hefur þú verið lengi að viða að þér efni? — Ég hef nú verið að grúska í þessu í 2—3 ár, en mestu af efn- inu hef ég safnað á þessu ári. Ann ars hef ég alltaf haft mikinn á- huga á þessum atburði og skrifaði grein um hann í Lesbók Morgun- blaðsins fyrir 10 árum. Svo verð ég að játa, að mér hefur þótt gam- an að vinna að bókinni og vel get- ! úh veríð ‘áð 'ég' Akfifi fléiri' slíkar um aðra bruna. — Þú sagðir áðan að þú hafir sjálfur verið við nokkra stór- bruna í þinni brunavarðartíð. Hverjir eru þér minnisstæðastir? — Það eru náttú !ega þrír brun ar, sem bera hæst. Þegar Hótel ís- land brann var svo vont veður og milcill gaddur, að gallinn stokk- fraus utan á okkur og við urðum að byrja á því að sprauta yfir okk- ur heitu vatni þegar við komum heim. Þegar bruninn mikli varð við Amtmannsstíg leit anzi illa út á tímabili. Það kviknaði í 8 húsum útfrá einu og liðið var prðið dreift. TEXTI: n'TTftR fwiwsoN — En það hefur sem sagt allt bjargast við? — Já, ég var ekki hættur í slökkviliðinu þá! Þegar T a''c'a”r>o<:sr>í+.alinn frann var þar herspítali og þegar við komum á vettvang var húsið al- elda, logarnir stóðu út um alla glugga og uppúr þakinu. Okkur var sagt á eftir að enginn hefði farizt í f"'”nan"rr> nn mér hefur nú alltaf bótt það ótrúlegt. — Hvenær hættir þú svo í slökkviliðínu? Árið 1956. en þá réðist ég blaðamaður hjá Vísi og var þar næstu 3 árin, eða þangað til ég byrjaði hér. — Nokkuð, sem þú vilt taka fram að lokum? — Já, ég er að vona að fólki þyki þetta íorvitnileg bók. Það cru margir enn á lífi af þeim, sem muna þennan atburð og eins og ég sagði áðar. var þet a hreint ekki svo lítill viðburður i þessu litla bæjarfélagi í þá daga. G. O. FAR VERÖL *''i tiiiuiiiiiiiiiiuiiiiiiiuiiiiiuiiiiiiiuiiiiiMiiiMÍuiiiiuuiiiiii Bæjarbíó: Barbara. Þýzk mynd byggð á færeyskri sögu. Stjóriiandi: Frank Wis bar. ÍSLENZKIR lesendur kann ast vafalaust við söguna Far veröld binn veg, en eftir henni er kvikmyndin Bar- bara gerð, sem nú er sýnd 8 9. okt. 1963 ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.