Alþýðublaðið - 16.10.1963, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.10.1963, Blaðsíða 2
Illtstjórar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedlkt Gröndal. — Fréttastjóri: Ámi Gunnarsson. — Ritstjómarfulltrúi: Eiður Guðnason. — Símar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 1490S. — Aðsetur: AlþýðuUúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiöja Alþýðublaðsins. — Áskriftargjald kr. 80.00. — í láusasölu kr. 4.00 éintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. 40 AURAR {. FJÁRLAiGAFRUMVARP hefur verið lagt fyr' ■ ir Alþingi eins og venja er í upphafi þings. Var öll- I um ljóst, að frumvarpið hlyti að verða mun hærra en fjárlög líðandi árs, ekki sízt vegna launahækk- ana opinberra starfsmanna. Hitt kemur ánægju- , lega á óvart, að tekjur ríkisins muni einnig hækka með aukinni veltu á öllum sviðum, og endar fjár' ; laga kunni að nást isaman, án þess að skatta- eða I tollstigar hækki. Fjárlagafrumvarpið leiðir í ljós, að ríkisstjóm in hyggst halda áf ram og auka ýmiss konar þ jónustu við almenning, sem Alþýðuflokkurinn hefur jafn- ] an lagt mikla áherzlu á. Er lýst yfir, að bætur al- mannatrygginga eigi að hækka til samræmiis við ! launáhækkanir undanfarinna mánaða, og er von á frumvarpi með nánari ákvæðum um þau mál. í heiid er varið til félagsmála yfir 600 milljón- um króna og til skóla- og annarra menntamála yfir 400 milljónum. Fara til þessara tveggja mála- flokka 40 aurar af hverri krónu ríkisútgjalda. Hef ur orðið voldug aukning á fjárframlögum á þess- um sviðum í tíð núverandi sjórnar, og stefnir það mjög til betra þjóðfélags. RÍKIÐ OG HÚSNÆÐIÐ NÚVERANDI ríkisstjóm hefur gert nieira á- í tak í húsnæðismálum en nokkur fyrri stjóm. Hún hefur útvegað Húsnæðismálastjórn hærri upphæð ir til lána en áður, og gert stórfelldar ráðstafanir til að aðstoða sérstaklega þá, sem eru tekjulægstir og búa í lélegustu húsnæði. Þegar Emil Jónsson tók við sjórn húsnæðismála í núverandi stjóm, beitti hann sér fyrir tveim mik ilvægum ráðstöfunum, er stefna að hinu síðar- nefnda. Hann lét endurskoða löggjöf um verka- mannabústaði og stórauka byggingu þeirra. Og hann lét afnema allar hömlur á stuðning ríkisins 'við útrýmingu heilsuspillandi íbúða. Áður fyrr (til dæmis í ráðherratíð Hannibals Valdimarssonar) þóttu 3,6 milljónir gott framlag frá ríkinu til bæjarfélaga til að útrýma heilsuspill- andi íbúðum. Emil lét afnema hámarkið og er nú gert ráð fyrir, að ríkið verji 18,2 milljónum í þess- um tilgangi á næsta ári. Þetta er stórfelld aukning, sem ætti vissulega að flýta þeim degi, er engin islenzk fjölskylda býr í bragga, óhæfum kjallara eða öðrum hættulegum húsakynnum. 1 Auglýsingasíml Al þýðublaðsins » er 14906 Sumaríargjöld: VetrarlargjÖld: ioFimom Vetraríargjöld: 21 dags íerð: báðar leiðir kr. 10593 - báðar leiðir kr. 8905 | mismunur kr. 1088 * Tímabil vetrar- og íjölskyldufargjalda: Frá Reykjavík til New York 16. okl.—30. júní. Frá New York til Reykjavikur 16. ágúst—<30 .apríi Sumarfargjöld: Fjölskyldufargjöld: aðra leið kr. aðra leið kr. 6890 báðar leiðir kr. 13091 3230 báðar leiðir kr. 5383 mismunur kr. 3660 mismunur kr. 7708 Barátta unga fólksins vi5 „bannið“. + Þrjár tvítugar skrifa mér bréf. + „Lélegt tal“ um að byggja upp framtíð sína. .............,***„... ÞRJÁR TVÍTUGAR STÚLKUR skrifa cftirfarandi bréf af gefnu tQefni- „Eftir að hafa lesið bréfið frá 18 ára stúlkunni, datt okkur, nokkr um vinkonum, í hug að senda þér línu. Þetta, sem hún segir er að mörgu leyti rétt, þó að við séum ekki alveg sammála um aö aflt sem illa fer sé eldra fólkinu og forcldrunum að kenna. Ekki geta vesalings foreldrarnir gert að þvi þó að við fáum ekki að fara á at- menn böll, en þetta nær ekki nokk urri átt hjá yfirvöldunum að banna aðgang að skemmtistöðum, fólki, sem ekki cr orðið tuttugu og eins árs eða eldra. HVAR EIGUM VIÐ sem erum um tvítugt að skemmta okkur? Jú það að fara í bíó er auðvitað gott og blessað, en það er nú ]íka þreytandi til lengdar. Og ef mað- ur er tuttugu ára vantar nokkra mánuði til að verða tuttuguogeins, þá eru þessir blessaðir þjónar lag- anna svo samvizkusamir að ckki er nokkur leið að fá að sleppa inn. OG ANZI ER ÞAÐ nú liart að sjá krakka sem eru kannski tveim til þrem árum yngri, fá að fara inn eins og skot, bara ef þau þekkja þá sem eru við dyravörzl- un. Er eitthvað betra að þurfa að falsa passana, eða skrökva til um aldur sinn. Hversvegna má ekki færa aldurinn til að komast inn í veitingahús niður í 18 ára? Eins og sú „18 ára“ sagði, maður hefur Ieyfi til að gifta sig þá, ekki satt? SVARIÐ FRÁ ÞÉR er hálf lé- legt. Fara vel með það sem mað- ur vinnur sér inn, til að geta byggt upp framtíðina. En hvað haldið þið að krakkar sem á annað borð „halda partý“ eyði ekki í þessháttar? Haldið þið að það kosti ekkert? Með von um að þetta mál verði tekið til rækilegrar endurskoðun- aðra leið kr. 6890 báðar leiðir kr. 13091 ; báðar leiðir kr. 10593 [ mismunur kr. 2498 ar skrifum við þér, til að láta ykkur fullorðna fólkið vita að það eru yfirleitt allir unglingar, og foreldrar samála um að sanngjarnt væri að lækka aldurinn niður í 18 ár. Ef hjón ætla saman á ball, fær „frúin“ ekki að fara inn ef hún er tvítug, þó svo að hann væri þrját- íu og fimm ára eða meira. Er þetta hægt?“ ÉG VIL HÉR MEÐ þakka stúlk- unum fyrir bréfið og vildi gjarn- an mega eiga þær að um fleiri bréf um sitthvað, sem þær hafa áhuga á. Þær segja að svar mitt við bréfi átján ára gömlu stúlk- unnar, sem skrifaði mér um dag- inn hafi verið lélegt og það getur vel verið að sumum hafi fundist það. En ég held fast við það. Ég Framh. á 10. sílu 2 16. okt. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.