Alþýðublaðið - 16.10.1963, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 16.10.1963, Blaðsíða 13
f Greinargerð frá Knatt spyrnuráði Sigluf j. Framh. af 11. síðu kvæmt símtalinu og smímskeytinu, og væri því leikurinn löglegur. Þess skal hér strax getið, að hér var ekki farið í neinar felur með þennan undanþágumann, enda taldi KS sig hafa allt á hreinu ' varðandi hann og hafði ekkert verið falið, honum viðkomandi, ' þegar sótt var um keppnisleyfi fyrir hann til KSÍ. Þegar líða tók á daginn fór það að fréttast, að Þróttarar mundu ætla sér að kæra leikinn vegna þátttöku Sigurjóns, enda hafði liðsmaður Þróttar þau orð um ‘þetta, „að það yrði erfitt að koma heim aftur með tapið éftir að hafa átt svona góða vinningsstöðu í leik liléi, og því væri ekki annað áð ’ gera en kæra leikinn.“ Það er erfitt að taka þátt í leikj um og kunna ekki að taka réttlátu tapi með drenglyndi. En hvaðan vissi nú Þróttur öll þessi déili á hinum unga duglega undanþágu leikmanni, sem varð þeim. þessi fjötur um fót, hvað hann væri gamall og hvenær liann var fæddur? Ekki stóð neitt um aldur hans á leikskránni né held- ur, að undanþágá hafði fengizt fyrir hann til leiksins. Jú, allt þetta vissu þeir löngu áður en þeir mættu til leiks, og var þeim því hægðarleikur að finna að því við dómarann áður en leikurinn hófst, að þessi ólöglegi ungi mað- ur væri þarna í liðinu, og þeir mundu ekki hefja keppni fyrr en KS hefði skipt um mann. Þetta hefði verið heiðarlegt og hefði þá KS, ef því sýndist svo, getað skipt um mann. Þetta hefði verið drengilegt að gera fyrir þá Þrótt ara, en það hefur kannski verið ætlazt til of mikils af þeim með • þessu, enda kom það á daginn. Það glopraðist nefriilega upp úr for- ráðamönnum Þróttar við frammá- menn KSÍ, er þeir (Þróttarar) voru spurðir um það, hvort þeir mundu hafa kært nefndan ieik ef þeir hefðu unnið hann? Þessu svöruðu „sigurvegararnir1 ‘neit- andi. Hér má því hver maður sjá, að þessi framkoma þeirra gefur til kynna, að hér hafi aldrei átt að vera drengilegur leikur frá. Þróttar sjónarmiði, heldur hitt,- að ná sér í vinninginn án tillits til þess hvaða leið skyldi til þess far in. Það er til vottföst yfirlýsirig æ heyranda að því, að Þrótti var sagt- frá unga undanþágumanninum og ■ ÖU deili á honum, sama daginn t>g leikurinn átti að fara fram. Eftir komu Knattspyrnufélagsi ins „Þróttar“ til Keykjavíkur, þá barst formanni KS fyrsta vitneskj- an um að Þróttur mundi ætfa að" kæra leikinn, en það var eftif farandi bréfi: frá. formanni Þrótt- vinna okkar haldist þrátt fyrir þetta. Með beztu kveðjum, f.h. Knattspyrnufélagsins „Þróttur” Jón Ásgeirsson — sign — Reykjavík 6/8 1963.'1 Knattsspyrnufélag Siglufjarðar c/o hr. formaður Tómas Hallgrímsson. Stjóm Knattspymufélagsins „Þróttur" vill með bréfi þessu þakka Knattspyrnufélagi Siglur fjarðar, og alveg sérstaklega for- manni þess, hr. Tómasi Hallgríms. syni, fyrir frábærar móttökur á Siglufirði um síðustu helgi. Þátt- takendur í ferðinni lýsa allir yfir ánægju sinni með dvölina, og ség? ist þeim svo frá, að á móti þeim hafi verið tekið af sérstakri gesfcv risni. Vonumst við til þess að geta endurgoldið ykkur þetta síðar. " Því miður hefur samt borið skugga á. Það hefur komið í ljós, að lið Siglufjarðar var ekki lög- legt í leiknum við Þrótt, og sjá- um við okkur tilneydda að kæra það. Vonumst við til þess, að til slíks komi ekki aftur, og að sam Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur: verður haldiim í Iðnó (niðri) nœstkomandi föstudag 18. október og hesft kl. 8.30 e. h. FUNDAREFNI: 1. Píanóleikur: Einar Jónsson. 2. Félagsmál: Erlendur Vilhjálmsson, for- maður félagsins 3. Litkvikmyndin Þjóðgarðurinn (íslenzkt tal) 4. Kaffihlé. 5. Umræður um kaupgjaldsmál, verðlagsmál og stjórnmálahorfur. Stjórnandi: Arn- björn Kristinsson. Þátttakendur: Gylfi Þ. Gíslason ráðherra, Óskar Hallgrímsson borgarfulltrúi og Pétur Pétursson forstjóri. Alþýðuflokksmenn eru hvattir til að fjölmenna. STJÓRNIN Þessi setning í bréfi Þróttar „því miður hefur samt borið skugga á“, er dálítið bjóstum- kennanleg fyrir þá og sýnir þeirra „hreina og drengilega" inn ræti, með því að vorkenna KS fyrir þennan „skugga". En hvern ig hefðu nú Þróttarar farið að, ef þeir hefðu ekki haft þennan þeirra „því miður skugga" til þess með hjálp skuggans og KSÍmeðborgara sinna, að komast yfir sigurinn frá KS og gerast þann ;ig „slgurvegarar“ í sínum riðli. Kei. KSÍ-dómstóllinn gat ekki sam kvæmt lögum dæmt KS til refsing ar fyrir réttilegan sigur þeirra yf Jr Þrótti, . lieldur hefðu þeir í hæsta lagi, vegna þessara mistaka KSÍ-„drengjanna“ látið leika leik- inn upp aftur á Siglufirði, en það hefði einnig verið óréttlátt gagn- vart KS. Nokkru síðar, eða hinn 9. ágúst, frétti formaður KS að þann dag á hádegi hefði borizt til KSÍ kæra dags. 6. ág., vegna leiks KS og Þróttar hinn 3. ágúst s. 1. íþróttabandalagi Siglufjarðar barst einnig samskonar kæra, sem tekin var hér fyrir á fundi íþrótta héraðsdóms liinn 11. gúst, og var þar, með tilliti til þeirra upplýs- iriga sem fyrir láguð að hér að framan er getið úrskurðað, að leik urinn væri löglegur og kærunni að öðru leiti vísað frá, sem of seint kominni. Þessari málsmeðferð undu þeir Þróttarar ekki og kærðu því á- fram til KSÍ, en síðan fékk Knatt- spyrnudómstólnum málið til með ferðar, en liann dæmdi það síðan Þrótti í vil, og var sú dómsniður staða tilkynnt KS hinn 3. septem ber, með eftirfarandi símskeyti: Knattspyrnuráð Siglufjarðar formaður Tómas Hallgrímsson Siglufirði. Dómsorð knattspyrnudómstóls- ins Vegna ólöglegs leikmanns í liði KS í kappleik í annarri deild háðum á Siglufirði 3. ágúst 1963 milli KS og Þróttar, Reykjavík skal leikurinn dæmast tapaður fyrir KS, bréf á leiðinni. Knattspyrnusambandiff. NIÐURLAG Á MORGUN FlugvalJarleigan Keflvikingar Suffurnesjamenn Höfum opnað bflaleigu á Gónhó Ytri-Njarðvík, Höfum á boðstólum hina vii sælu Fiat 600. Ferðist í hinum nýju Fiat 601 — Flugvallarleigan veitir góð þjónustu. — Reynið viðskiptii Flugvallarleigran s.f. - Sími 19í Utan skrifstofutíma 1284. Gónhóll h.f. _ Ytri-Njarffvík Bílaleiga Handritahýsið Framh. af 16. síffu Einars, Jónasar og Ólafs, hafa tvær af þremur styrkþegastöðum verið veittar Einari Sigurðssyni cand. mag. og Arnheiði Sigurðardóttur mag. art. Freistandi er að gera grein fyr ir störfum og fyrirætlunum stofn- Framhalð af 3. síffu. lagi vestrænna ríkja, koma á sættum við Frakka, hinn svarna fjandmann Þjóðverja á liðnum öldum, og vinna að sameiningu Evrópu. Hann hefur alltaf haft óbeit á kommúnistum. Líkt og John Foster Dulles frv. utanríkisráð herra Bandaríkjanna, heldur hann því fram. að hvers konar viðræður við Rússa geti aðeins farið fram á grundvelli eigin máttar. * LUDWIG ERHARD ADENAUER lætur ekki af embætti kanzlara með fúsu geði. Hann var lieldur ekki hrifinn af manninum, sem kosinn var eftirmaður hans. Hann telur, að LUDWIG Er- hard, sem til þessa hefur gegnt embætti efnahagsmálaráðherra og á að miklu leyti heiðurinn af „efnahagsundri” Vestur- Þjóðverja hafi ekki nógu mikla reynslu í stjómmálum til þess að stjórna landinu. En Kristilegir demókratar sannfærðust um það eftir að flokkurinn missti hreinan meirihluta sinn á sambands- þinginu í kosningunum 1961 og eftir nokkra ósigra f fylkiskosn- ingum síðan, að nauðsyn bæri til að fá nv.ian leiðtoga. Og aldr ei þessu vant varð Adenauer að láta í minni pokann. Hinn pattaralegi Erhard, sem er 66 ára. hefur liins vegar tek- ið skýrt fram, að hann hyggst fylgja sömu stefnu og fyrir- rennari hans, enda þótt öðrum aðferðum verði beitt. Erhard mun taka ákvarðanir sínar á grundvelli viðræðna við félaga sína í stjórninni og foringja þingflokkanna þriggja í ríkari mæli en hinn ráðríki Aden- auer. Erhard er kominn af ætt bænda og iðnaðarmanna. Hann er fæddur í nágrenni Ntimberg 4. febrúar l897, tók gagnfræða- skólapróf og hóf nám í verzl- unarskóla en var kvaddur í herinn. Hann særðist illa í heimstyrjöldinni fyrri, og á meðan hann var að ná sér hóf hann nám í hagfræði. Seinna lærði hann í Niirnberg og tók doktorspróf við háskólann í Frankfurt. Þegar Hitler brauzt til valda 1933 var Erhard vikið úr stöðu yfirmanns haefræðirannsóknar stofnunar í Niirnberg, því að hann neitaði að ganga í Naz- istaflokkinn. Hins vegar styrktu þýzkir iðjuhöldar hann til þess að halda starfi sínu áfram Hann hélt starfinu einnig á- fram í sfðari heimsstyrjöldinni, og þegar friður komst á hafði Erhard samið í algerri leynd víðtæka áætlun um aðlögun þýzka gengisins að nýjum að- stæðum. Þessi áætlun var grund völlurinn að hinum velheppn- uðu fjárhagsumbótum Vestur- Þjóðverja 1948. unarinnar, en eigi er unnt að sinna öðru en útgáfustörfum, fyrr en úr rætist með húsnæði. Útgáfu störf stofnunarinnar í fyrstu eru í beinu framhaldi af verki hand- ritaútgáfunefndar Háskólans, en nokkur vandkvæði eru á að gera fullkomna áætlun um útgáfur, jfyrr en afhending handrijtanna frá Kaupmannahöfn hefur farið fram samkvæmt samþykkt danska þjóðþingsins frá 1961, sem íslend- ingar treysta að framkvæmd verði. Sennilega verður fyrsta útgáfu- verk stofnunarinnar Sýnisbók elztu ísTenzkra handrita, þar sem prent- uð verða sýnishorn allra íslenzkra handrita og flestra rithanda, sem fyrir koma, frá upphafi til svo sem 1270-80. Sýnishornunum fylgir um ritun með prentletri, svo og inn- gangur og athugasemdir. Þetta rit annast prófessor Hreinn Bene- diktsson. Þá er framhald riddara- sagna, 2. bindið, Viktors saga og Bíávus, og annast Jónas Kristjáns son útgáfuna. Gert er ráð fyrir inntaki á ensku, en um efniff muh Einar Ól. Sveinsson skrifa. Unnið er að rímnasafni, framhaldi af Rímnasafni Finns Jónssonar, og af sérstökum ástæðum má vera, aö eitt bindi af því komi fljótt á eftir áðurnefndum verkum. Allmikið hef ur verið unnið að vísindaútgáfu af Færeyingasögu og Svarfdælu, og mun Jdnas gefa aðra út, en Ó1 afur hina. Lengra framundan er Árna biskups saga og Lárentíus saga. Þá hefur nefndin og hug á nýrri vísindaútgáfu af Sturlungu. Ýmislegt fleira hefur verið rætt um, sumt frá síðari öldum. Af ljósprentunum liandrita hefur komið til tals útgáfa af íslerahum ártíðaskrám og kalendaríum (e.k. almanökum frá fornöld), mjög merkilegum söguheimildum. Vænt anlega koma fyrstu ritin út snemma á næsta ári. Síðar er fyrirhugað að skipta stofnuninni í deildir, eins og heim ilað er í lögum, og má þar nefna bæði þjóðfræðideild og örnefna- rannsóknadeild. Að lokum skal þess getið, að forráðamenn stofnun arinnar hafa með tímanum fullan hug á því að íslenzk handrit utan Danmerkur verði tekin á filmur éða ljósmynduð, ef það hefur ekki verið gert áður, svo að íslending- ar hafi hér heima með tímanum öll handrit sín — annað hvort sjálf eða í eftirmyndum, þó að það geti að sjálfsögðu ekki orðið, fyrr en eftir alllangan tíma. Skotið á giugga Framh. af 1 síffu að sjá hvaðan skotið var. En allavega getur það ekki hafa verið langt frá. Ingólfur Þorsteinsson varð- stjóri hjá Rannsóknarlögregl- unni sagði að unnið hefði verið að rannsókn málsins í dag en ekki væri enn fundið hvaðan skotið hefði komið. Hann sagði að ef til vill væri um slysaskot að ræða og hefði það komið fyrir áður að menn hafi hleypt óvart úr byssum og skotið far- ið inn um glugga hjá náungan- um. 1ÍCTYL ryðvöm. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 16. okt. 1963 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.