Alþýðublaðið - 16.10.1963, Blaðsíða 16
Reyltjavík, 15. okt. KG
í BLAÐINU í gaer var sagt frá
því að skotið hefði verið inn
um glugga á efstu hæð hússins
að Laugarveg 43. Fór skotið
inn um eldhúsgluggann og
hafnaði í steinvegg fyrir ofan
ísskápinn.
í íbúðinni býr Vilhjálmur
Stefánsson, starfsmaður hjá
Sláturfélagi Suðurlands ásamt
konu sinni og barni. Hann
sýndi okkur verksummerki og
sagði okkur frá því sem gerzt
hafði.
Klukkan var rétt rúmlega
átta. Vilhjálmur hafði hallað
sér fram á eldhúsborðið og var
að horfa á umferðina um Hverf
isgötuna. Þá kom kúlan, braut
eldhúsgluggann, setti gat á
gluggatjaldið og hafnaði í stein
vegg og skildi þar eftir sig
nokkra millimetra djúpa holu.
Sagðist Vilhjálmur greinilega
liafa heyrt livininn af kúlunni
og samkvæmt mælingum lög-
reglunnar hefði kúlan farið um
eina og hálfa tommu frá höfði
hans.
Hann hringdi á lögregluna og
kom hún þegar á vettvang og
hefur rannsóknalögreglan nú
málið til meðferðar.
Ekki er hægt að segja með
neinni vissu hvaðan skotið kom
en líklegt er talið að það hafi
komið úr einhverju húsanna
milli Hverfisgötu og Lindar-
götu.
Gat á veggnum eftir kúl-
una. — Mynd: JV
Vilhjálmur sagðist hafa
hrokkið illilega við, en þegar
þetta gerðist hafi bæði verið
farið að dimma og rigning úti,
þannig að ekki var nokkur leið
Framhald á 13. síðu
Vil'hjálmur Stefánsson ásarnt fjölskyldu sinni. — Mynd: JV
gWWMtWWWMVWWWWWWWWMVÚWWmiMWMVMWMWWMmMMmWWW
HANDRITAHOSIÐ reist k
GÖMLU HÁSKÚLALÖDINNI
JFvrstu rit Höndritastofnunarinnar væntanleg næsta ár
iReykjavík 15. okt. — HP
feogar reist hefur verið hús yfir
ILaitd.vbókú- og l.yjskólabókasai'n
. íiut í*ióðskjala.safu(3, en það
yerður sM líkindum byggt vestan
íSuðurgötu á móts við Háskól'ann
tS lóð þeirií, sem Háskólanum var
gefin á funmtugsafmælinu, mun
feandritastofminin sennilega flytj-
ast þangað. Það getur þó naumast
Orðið, fyrr en eítir alimörg ár, og
faefur því verið ákveðið að reisa
&ús fyrir stofnunina á gömlu Ilá-
tjkólalóðinni, Sem þegar hefur ver-
fjð skipulögð. Verður það e.t.v.
Öyggt' í samvinnu við Háskólann
&g jafnvel áfast einhverri af fyrir-
fiugúoum nýbyggingmn hans. Þeg-
«r st*ínunin flytur, fær Háskól-
£nu síðau húsið til afnota. Eins og
Ulþýðublaöí*; skýrði frá í gær,
hafa verið veittar 3 miflj. kr. til
þessarar byggingar á fjárlöginn
næsta árs og auk þess 2 miiljónir
til útgáfustarfsemi og reksturs-
koflnaöar. Ikandritastofnunin er
enn til húsa í Safflliúsinu við
Hverfisgötu, en vonir standa til,
að bygging nýja hússins geti hafizt
í vor. /
Frá þessu skýrði Dr. Einar Ól.
Sveinsson, forstöðumaður Hand-
ritastofnunar íslands, á blaða-
mannafund í dag, en þar voru
einnig staddir prófessorarnir
Hreinn Benediktsson og Guðni
Jónsson, auk sérfræðinga stofh-
unarinnar, Jónasar Kristjánssonar
cand. mag og Ólafs Halldórssonár
cand. mag. Ennfremur skýrði Éin-
ar frá ýmsu varðandi skipulag Og
framtíðarverkefni stofnunarinndr.
Á fimmtugsafmæli Háskóia ís-
lands haustið 1961 skýrði mennta-
málaráðherra frá því, að ríkis-
stjórnin hefði að ósk Heimspeki-
deildar og Háskólaráðs ákveðið
að koma á fót stofnun í íslenzkum
fræðum. Hlaut stofnunin þá þeg-
ar nafnið Handritastofnun ís-
lands, þar eð kjami stofnunarinn-
ar skyldj vera sú deild, sem ann-
aðist rannsóknir handrita og út-
gáfu. Strax um veturinn kom fram
frumvarp um stofnunina á Al-
þingi, og voru lög um hana sam-
þykkt 14. aprfl. 1962. Frá tfl- j
gangi stofmmarinnar og stjórnar-
fyrirkomulagi hefur áður verið
skýrt frá í blöðum, og er eigi rúm
til að rekja það hér. Auk fyrr-
greindra -starfsmanna safnsins,
Framhald á 13. síðu.
Haustflutningar F.í. tii og frá Öræfum:
Fóru 18 ferðir
með 106 lestir
NÝLEGA lauk hinum árlegu
haustflutninguin Flugfélags ís-
lands til Öræfa. Farnar voru 18
ferðir, og fluttar samtals 106 lest-
ir af vörum, þar af 52 lestir til
Öræfa og 54 til Reykjavíkur.
Til Öræfa voru m. a. fluttar 3
lestir af fóðurvöru, 12 lestir af
matvörum, 35 lestir af áburði og
2 lestir af öðrum varningi. Frá Ör-
æfum til Reykjavíkur voru flutt-
ar 41.5 lestir af kjöti, 1.5 lestir af
gærum, 8.6 lestir af slátri og auk
þess kartöflur, ull og fleira.
Þetta er 15. haustið, sem Flug-
félag ísiands annast slíka þunga-
flutninga milli þessara tveggja
staða, afurðir á markað hér og
nauðsynjar austur. Þessir flutning-
ar, hófust verulega árið 1949.
Haustið eftir hófust svo fjárflutn-
ingar, og voru flutt 629 líflömb til
Borgarfjarðar.
Enn héldu fjárskiptin áfram
vegna mæðiveikinnar, og haustið
1951 voru flutt yfir 600 lífiömb
loftleiðis frá Öræfum til Hellu á
Rangárvöllum. Síðast liðin fimm-
tán ár hafa vöruflutningar milli
Öræfa og Reykjavíkur verið fast-
ur liður í hauststörfum Öræfinga
og Flugfélagsmanna, og hafa
fimmtán til tuttugu ferðir verið
famar á hverju hausti.
FILMÍA BYRJAR
VETRARSTARFIÐ
Kvikmyndaklúbburinn Filmía
byrjar ellefta starfsár sitt um
næstu lielgi með sýningu á frönsku
kvikmyndinni PARIS NOUS APP-
ARTIENT. Segir í fréttatilkynn-
ingu frá félaginu, að forráðamenn
Æskulýðsráðs Reykjavíkur liafi
haft um það góð orð, að félagið fái
inni með sýningar sínar í T.jarnar-
bæ í vetur, en í því húsi hefur
það slarfað öll sín ár utan eitt,
er sýningar voru í Stjörnubíói. í
vetur er ætlunin að sýna 10 kvik-
myndir frá ýmsum löndum og hef
ur féfagið leitazt við að fá til sýn-
ingar þær myndir, sem efst eru á
baugi erlendis, en þó þannig gerð-
ar og svo ólíkar dægurmj ndum,
að þær sjást sjaldan á almennum
kvikmy ndaliúsuiu.
Fyrsta myndin, PARIS NOUS
APPARTIENT, er gott dæmi um
kvikmynðir .iöýj.vt öldunnar“ í
kvikmyndagerð Frakka, gerð af
Jacques Rivette, er áður starfaði
sem gagnrýnandi. Myndin er sögð
sérstæð og óvenjuleg og minna
á FYRIR EINU ÁRI í MARIEN
BAD.
Meðal annarra mynda, sem
væntanlegar eru, má nefna: Ó-
þekktur hennaður eftir Edvin La-
ine, Le Caporal Epingle eftir
Jean Renoir o.fl.
Atriði úr niyndinni eftir ;íea» Renoir.