Alþýðublaðið - 16.10.1963, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 16.10.1963, Blaðsíða 10
VIET NAM Framh. af 4. síðu fyrir þessa sendiför þykir stefna Bandaríkjanna enn óljós. Þeir MacNatnara og Taylor hers höfðingi sögðu a5 ferðinní lok- inni, að nokkuð hefði orðið á- gengt í stríðinu. Stefnan sem þar hefði verið fylgt, væri í grundvall- ar atriðum góð, þótt reynt væri að bæta hana. Um stjórnmálaástand- iS, sögðu þeir, að það væri mjög alvarlegt og Bandaríkin hefðu tekið skýrt fram, að þau mundu halda áfram andspyrnu sinni gegn kúgunaraðgarðum í auðul'-Viefc- nam. Þótt slíkar aðgerðir hefðu jenn ekki haft alvarleg áhrif á hernaðarástandið gæti það orðið í framtíðinni. Gefið var í skyn í skýrslu þeirra að meðan stríðið gengi sæmilega ýrði efnahagsaðstoðin við Diem- stjómina ekki skert til þess að neyða hana til að koma á umbót- íim eins og hvatt hefði verið til. iEinnig var sagt, að sennilega mætti hætta hinni gífurlegu miklu hern- aðaraðstoð sem hófst fyrir tveim aruim, fyrir ársiok 1965, flytja burtu flesta hermenn Bandaríkja- manna, sem eru 14 þúsund talsins Óg láta herinn í Suður-Víetnam ein án um að ljúka stríðinu gegn kommúnistum. Margir þeir, sem fylgjast með gangi mála, segja, að bjartsýnin um sigur á kommúnistum sé fjar- stæða ef eigi að taka hana bók- staflega, en það hafi þó sennilega ekki verið ætlunin. Talið er að ætl unin hafi verið að sætta hina ó- líku skoðanahópa. og gefa stjórn- inni í Saigon í skyn að hún verði jað koma á umbótum fyrir 1965. jAð öðrum kosti verði herlið USA fluti burt. !;★, BREYTING? i En margt bendir til þess, að stefna Bandaríkjanna muni vera á Hannes á horninu. Frh. af 2. síðu. hvatti til þess að ungt fólk héldi ,,partý“ heima hjá sér í stað þess að fara á böll. Ég var að hugsa um öll þau dæmi um það, að ungt fólk eyðir öllu kaupi sínu í föt og skemmtanir, — og borgar jafnvel ekki fyrir fæði sitt og húsnæði, cn lætur foreldrana um það, að það hlýtur að veita mikla skemmtun að vinna að uppbyggingu framtíð- ar sinnar svo að hún verði örugg. I því er lífsnautn eða hefur verið. Ég er hins vegar alls ekki andvíg- tir því að ungt fólk skemmti sér. Hannes á horninu. kveðnari og skýrari hér eftir og eins hart verði lagt að Diem for- seta og unnt er. Tvennt þykir benda til þess: Heimkvaðning Eic hardsons, yfirmanns CIA i Saigon og frétt um, að aðstoð Bandaríkj- anna við Diem hafi stöðvazt, a.m.k. um stundarsakir. Af opinberrj hálfu var sagt, að Richardson hefði verið kvaddur til Washington til „skrafs og ráða- gerða“, en sennilegt er talið, acf annar maður verði látinn taka við af honum vegna ágreiningsins við Lodge. Mikið er bollalagt um það í Wsshington, hvort stjórnin hygg- ist skerða verulega aðstoðina við stjórnina í Saigon. En skýringin á því, að engin bandarisk aðstoð hef ur borizt til Suður-Vietnam síðan í ágúst er sögð sú, að Diem-stjórn in hafi eytt öllum sjóðum sínum að svo stöddu. Enn er talið óvíst hvort deilan í bandarísku stjórninni varðandl stefnuna gagnvart Suður-Vietnam hafi leytst þar eð engin ótvíræð ákvörðun virðist enn hafa verið tekin og ennfremur getur rás at- burðanna í Saigon haft áhrif á á- greininginn. En sagt er, að ef Bandaríkja- stjórn verðj sammála innbyrðis í stefnunni gagnvart Suður-Vietnam verði tekið mark á henni. Og nú virðist Diem, sem um árabil hef- ur látið almenningsálitið í heim- inum sem vind um eyrum þjóta, loksins farinn að líta svo á, að fram tíð hans og stjómar hans sé und- ír þvx komin, hvað heimurinn hugsi um hann. SMURSTÖÐIN Sætúni 4 - Sími 16-2-27 Bíllina er smurður f|jótt og veL Beljum allar tegundir aJt sraurolín* Pússningarsandur Heimkeyrður pússningar- sandur og vikursandur, sigtað- ur eða ósigtaður, við húsdym- ar eða kominn upp á hvaða hæð sem er, eftir óskum kaupenda Sími 32500. SANDSALAN viff Elliffavog s.f. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa Óðinsgötu 4. Sími 11043. NIGERIA Framb. af 7. síðu jafnrétti. í námi sinu og starfi veitti hann áhrifum blaða á mót- mælaaðgerðir og áróður eftirtekt. Þegar hann sneri aftur til Afríku varð hann ritstjóri dagblaðs á Gull KENNSLA Framh. úr opnu. eintök prentuð voru af hverju og einu, og er það látið fylgja í dönsku skránnL — Hefurðu hug á að vinna frekar að þessu verkefni? — Það er allt óákveðið enn. — Hveraig hefur þér líkað vist- in í deildinni? — Eg hef kunnað vel við mig þar frá upphafi. Kennslan er að mínum dómi einkar vönduð í öll- um greinum. — Og hvað tekur nú við? — Eg verð kennari við Mennta- skólaiin í Reykjavík í vetur. Alþýðublaðið vill að lokum óska Ólafi til hamingju með meistara- prófið og þykist mega fullyrða, að þar haíi íslenzkum fræðum bætzt dugandi liðsmaður. KOKKUR Framh. úr opnu sinni uppfrá, en hann er Skaga- maður. — Ferð þií mikið á sýningar? — Þetta starf sem ég hefi, gef ur mér tækifæri til að fara á sýn- ingar hér í Reykjavík, enda hefi ég ekki sleppt úr sýningu síð- ustu 5 eða 5 árin. Það er gam- an að fylgjast með málurunum og sjálfsagt að vera opinn fyrir því, sem maður telur vera sér til- gagns. — Og hvernig kanntu svo við kokkaríið? — Bölvanlega, en maður verður að lifa. R. L. Japcnsk regnföt Aðeins kr. 329.00. Viff Miklatorg. ströndinni, og þegar hann hélt | aftur til Nígeríu 1937 hóf hann sjálfur útgáfu nokkurra blaða. Zik tók einnig virkan þátt í starf- semi Æskulýðshreyfingar Nígeríu, sem var raunverulega fyrsti stjórn málaflokkurinn í Nigeríu. í blaðamennsku sinni sló hann mjög á þjóðemislega strengi. Ár- ið 1944 skipulagði hann Nigerian National Counsil, sem var fyrir- rennari N.C.N.C. Á árunum milli 1940 og 1950 var hann leiðtogi flokksins og var einn þeirra, sem komu á samstarfi við N. P. C. en þessi samvinna varð til þess, að stofnuð var samsteypa þessara flokka. Zik var aftur á móti umdeildur og þegar Nígería hlaut sjálfstæði fékk hann ekki stöðu forsætisráð- herra, en var fengið embætti lands stjóra. í þessu embætti gat hann ekki haft áhrif á gang stjómmála. Nú er hann forseti, en er einn af fáum forsetum nýrra rikja í Afríku, sem ekki hafa nokkur póii- tísk völd utan þau sem hann lief- ur vegna álits þess, sem hímn nýt- ur. ★ HÁÐIR ERLENDRI FJÁRFESTINGU ÞAR sem Nígería er fjölmennasta ríkið í Afríku og hefur á fleiri háskólamenntuðum mönnum að skipa en nokkurt annað Afríkuríki ætti landið að vera forysturíki í álfunni. Hins vegar verður ekki fram hjá þeirri staðreynd kom- izt, að önnur riki og aðrir stjórn- málaforingjar í Afríku virðast þróttmeiri. Stjórn Nigeríu hefur byrjað framkvæmdir samkvæmt fimm ára áætlun, sem hljóðar upp á um 80 milljarða (ísl.) kr. Áætlunin er háð 50% fjárfestingar erlendis frá, en byrjun áætlunarinnar hef- ur síður en svo tekizt giftusam- lega. Innanlandsdeilur, ólga í stjórn- málum, spilling, atvinnuleysi og verkföll gera það að verkum, að í svipinn hafa erlendir aðilar ekki sérlega mikinn áhuga á að leggja út í fjárfestingar í landinu. í svipinn ætti hins vegar engin hætta að vera á eins-flokksstjórn í Nígeríu. íbúar Norður-Nígeríu eru að mestu leyti Múhameðstrúar og fólksfjöldinn þar er svo mikill, að áhrif hinna fylkjanna tveggja ættu ekki að vera yfirgnæfandi. Ætt- flokkarnir, sem eru 250 talsins, eru líka svo ólíkir, að enginn ætt- flokkur eða stjórnmálaflokkur get ur aflað sér stuðnings í öllum landshlutum. Þess vegna ætti að vera lýðræð- islegt jafnvægi í landinu, enda þótt lýðræðið eigi að visu allerfitt uppdráttar þessa stundina. Ui Now IT IS SAID ey TH£ VHBSUEVm T))AT NO SUCH THINð IS PDSSIBLfi, m WHEN Kf\7£ THE CECWD IS IN A EEAlJplLEfA- MINA//SHE HAS CNLY TO FIND H£R VVAY TO THE TOP OPA WINDy HIUÞ ON A DAEK NlöHT... THEEE .TO INVOKB THE WlfPOM OP HER PEAR MUMMY, EEEIE MAEV, BACK IN FEEDELLEN, ENöLANP... THR DIPPERENCE IN TIME ZONES MAKESITEAgLy MORNINó IN THE AAOOR COUNTE.y OP NORTHERNl BRITAIN...EERIS MAgy is Busy PLANTINó HER SPRINó CROP OF JUNIPEK BUSHES WH£H HER ByTRA-EXTPASENSORy PBRCÉPTtoN BRINðS THE FILIAt SíóNAL FROM HER WANPERINó DAUGHTER. ■ ■ ■ SO IT'S yOU, T HRST-TELL AAE pucks/ you 'p where's the monby ' LIKE AN OUTER- FROAA THE LyPIES' VIEW WITH vöur , wrostlin' matches, - — Þetta kann ýmsum aff finnast ótrúlegt, en þegar Kata er í klípu, er bezta ráðiff aff fara á einhvern afskekktan staff, þar sem myrkur er og vindurinn gnauffar ... . — Þetta er ráð hennar til aff komast í samband við rnóffur sína, Imbu undarlegu, sem býr í Englandi. — Einmit á sama tíma er móðir hennar tís&i h úir-j.S. aff huga aff garffyrkjustörfum. Hún skynjar dóttir hennar er aff kalla á hana. — Segffu mér fyrst, hvar er fé glímuklúbbsins? 10 16. okt. 1963 — ALÞYÐUBLAÐIÐ UPPREISN STEINGRÍMS Framhald af 7. siðu. Uppreisn Steingríms Thorsteins sonar minnir okkur loks á þá stað- reynd, að bókmenntaáhuga okkar og listskyni er helzt til áfátt. Mat okkar vill allt of oft verða háð vana eða tízku. Við öpum hvert eftir öðru í stað þess að hugsa og álykta sjálfstætt. Vafalaust er þetta bókmenntasögukennslunni eitthvað að kenna. Hún er ósköp ófullkomin í skólum okkar og sér í lagi, þegar um er að ræða skáld síðari tíma og ritstörf þeirra. Þá er lesið af handahófi og metið vélrænt. Mér dettur í hug, að farið sé í öfugan enda við bókmenntasögu- kennsluna í íslenzkum skólum. Nú mun henni þannig varið, að byrj- að sé á fombókmenntunum og endað á skáldum síðari tíma. Myndí ekki til athugunar að smia þessu við, láta nútíma bókmennt- irnar ganga fyrir og fika sig frá þeim aftur eftir öldum? Auðvit- að skilur hver kynslóð bezt þá öld, sem hún lifír og setur svip sinn á, þannig verður til saga og reynsla lifandi lífs. Ég skal síð- a’stur manna vanmeta fombók- menntirnar og hlutverk þeirra, en mér er ekki síður annt um rit- list og skáldskap samtíðarinnar. Því er raunar haldið fram af sum- um, að nú sökkvist dalur í lands- lag íslenzkra bókmennta. Sliku trúi ég varla. íslenzkan hefur aldrei verið fegurra mál og þjálf- aðra í ræðu og riti en á okkar tíma, og íslendingar vinna ár frá ári merkileg og raunar stórfurðu- leg bókmenntaafrek. Hitt er ann- að mál, að sum þeirra fara fram- hjá allt of mörgum í annríkinu, kapphlaupinu og peningaflóðinu. Myndi þess dæmi nema hér, að fá- tækur og óskólagenginn bóndi í afskekktri sveit léti frá sér fara bækur, sem að efni, stíl og máli verja sig í ætt við heimsvísu? Ég ætla, að Magnús Björnsson á Syðra-Hóli hafi verið íslenzkt fyr- irbæri. En hann var naumast und- antekning, þó að ritstörf hans séu mikils virði og ættu að vera fagn- aðarefni sérhverjum þjóðhollum íslendingi. Magnús átti sína fyrir- rennara, og arftakar hans láta varla lengi á sér standa. íslenzk menning er nú einu sinni svona. Þetta er enginn útúrdúr. Stein- grímur Thorsteinsson fæddist og ólst upp að Arnarstapa undir Jökli. Hann varð menntað skáld, heimsborgari, en jafnframt full- trúi þess, sem rammíslenzkt get- ur talizt. Steingrímur var amt- mannssonur og borinn til þeirrar hamingju að menntast í tvennum skilningi eins og ungur íslend- ingur gat þá bezt kosið. í nágrenni við hann á æskuárunum bjó Sig- urður Breiðfjörð við sult og eyru, alþýðuskáldið, sem orðið hefur ó- gæfubarnið í íslenzkri bókmennta sögu, ef miðað er við veraldar- gengi afkomunnar og efnahagsins. Eigi að síðiir eru sniöllustu og fegurstu kvæði Breiðfjörðs dýr- legur og yfirskilvitlegur skáldskap ur. Þar spratt fram djúp og tær lind mikillar listar undan háu og þungu örlagafjalli. En. svona er íslenzk menning. Hún fer ekki í manngreinarálit neinnar stétta- skiptingar. Og er hún ekki ein- mitt þess vegna slík og þvílík, sem raun ber vitni? Helgi Sæmundsson, j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.