Alþýðublaðið - 16.10.1963, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 16.10.1963, Blaðsíða 9
OLAFUR PALMASON lauk magisterprófi í íslenzkum fræð- um frá heimspekideild Háskóla íslands sl. laug-ardag, en Jjví lýk- ur formlega með því, að sá, sem prófið þreytir, flytur próffyrir- lestur um eitthvað efni, sem deildin ákveður. Eru slíkir próf- fyrirlestrar jafnan fluttir í heyr- auda hljóði og öllum heimill að- gangur. Munu flest sæti hafa ver- ið skipuð í salnum, þegar Ólafur flutti próffyrirlestur sinn á laug- ardaginn. í tilefni prófsins átti Alþýðu- blaðið stutt viðtal við Ólaf í gær. Ólafur Pálmason er fæddur í Reykjavík, en foreldrar hans ættaðir úr Dölum vestur. Hann lauk stúdentsnrófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík vorið 1958, en síðari hluta nú í haust, eins og fyrr segir. Hann er kvæntu'r Þóru Davíðsdóttur. og eiga þau heima í Mávahlíð 12. — Um hvaða efni fjallaði próf- fyrirlesturinn, Ólafur? .— Fyrstu málfræðiritgerðina í Snorra-Eddu. — Og hvað fær meistaraprófs- maður langan tíma til að semja fyrirlesturinn? — Átta daga — eða danska viku, segir Ólafur. — Þess má geta, að þá átta daga mun hann hafa haft nóg að gera við að semja fyrirlesturinn, en að því vann hann einkum á Háskólabókasafninu. — En hve langan tíma fá stúd- entar til að semja um það efni, sem prófessorinn velur úr kjör- sviði þeirra, og lögð er fram til lokaprófs? — Það líða sex mánuðir frá því að menn fá heitið á r'tseTð- inni, þangað til þeir eiga að skila henni. — Hvert var kjörsvið þitt? — Bókmenntir upplýsingastefn- unnar á íslandi. — Og heiti ritgerðarinnar? — Magnús Stephensen og bók- menntastarfsemi hans. — Hverjir aðrir hafa helzt skrifað um Magnús? — Sá, sem mest hefur sinnt Magnúsi, er Þorkell Jóhannesson, en hann gerði það frá allt öðru sjónarmiði, fjállaði um hann sögu- lega. — Geturðu ekki sagt mér eitt- hvað nánar um ritgerðina? — Eg vann mest að henni á Landsbóka- og Þjóðskjalasafninu, en í Þjóðskjalasafninu er til býsna mikið af heimildum um prentsmiðjuna á dögum Magnús- ar og Landsuppfræðingarfélagið, sem hann átti mestan þátt í. í rit- gerðinni var eins fullkomin skrá og ég þóttist geta aflað til um allt, sem var prentað hér á landi frá stofnun Landsuppfræðingar- Ólafur Pálmason, magister félagsins 1794 fram að dauða Magn úsar Stephensen 1833. Árið eftir að félagið var stofnað keyptu nokkrir félagsmenn Hrappseyjar- prentsmiðju og fluttu hana suður að Leirárgörðum. Hólaprentsmiðja var hins vegar ekki lögð niður, fyrr en 5 árum eftir stofnun Lands uppfræðingarfélagsins, og á þeim 5 árum voru prentuð þar örfá rit, sem féllu fyrir utan það svið, sem ég var að kanna. Að öðru leyti stóð Magnús fyrir allri bókaútgáfu hér um sína daga. — Þeir menn, sem keypt höfðu Hrappseyjarprentsmiðju, gáfu hana landinu árið 1798. Þá var Hólaprentsmiðja flutt suður og sameinuð prentsmiðjunni í Leir- árgörðum 1799, en prentsmiðian þar laut stjóm Landsuppfræðing- arfélagsins ög Magnúsar Steph- ensen, sem kallaðist ,,tilsjónar- maður þess. Seint á dögum Magn- úsar Stephensen, fóru stjórnar- deildirnar í Kaupmannahöfn að skipta sér af prentsmiðjunni og rekstri hennar, því að þær töldu sér málið skylt, þar sem landinu hafði verið gefin prentsmiðjan. Urðu út af þessu mikil málaferli og eru þau rakin í ritgerðinni. Þess má geta, að upp úr þess- ari prentsmiðiusamsteypu varð Landsprentsmiðjan til. — Hvernig er ritgerðinni skipt niður? Höfuðþættir ritgerðarinnar um æviferil Magnúsar, saga félags- ins og prentsmiðjunnar um daga hans, en síðan eru flokkuð þau rit, er prentuð voru ýmist að til- hlutan félagsins eða Magnúsar sjálfs. Nokkur hluti þessa eru þýdd safnrit, og var þá leitazt við, eftir því sem föng leyfðu hér, að gera grein fyrir uppruna efn- isins. Þar vantar reyndar mikið á, að öll kurl séu til grafar komin, en bókakostur íslenzkra safna er ekki nógur til bess, að betta verk- efni verður ekki tæmt án aðstoð- ar erlendra safna. Síðast er svo bókfræðileg skrá um allt smátt og stórt, sem prentað var í prent- smiðjunni um daga Magnúsar og um verður vitað. Það mætti kann- ski geta þess, að til eru óvenju góðar heimildir um það, af því að varðveittir eru reikningar prent- smiðjunnar og prenttal í þeim. Um þá heimild er það dálítið skemmti legt, að tekið er fram, hve mörg Verkfræðingur eða iðnfræðmgur óskast til starfa við meist- araskóla Iðnskólans í Reykjavík sem fyrst. Skólastjóri. Rjúpnaveiðibann Stranglega eru bannaðar rjúpnaveiðar i landi Óttarstaðar í Garðahreppi og Hvassa- hrauns í Vatnsleysustrandarhreppi. Landeigendur. Starfsstúlka óskast í Samvinnuskólann Bifröst, í vetur. Upplýs- ingar á símastöðinni Bifröst, næstu daga kl. 9—12 og 4—7. Samvinnuskólinn Bifröst. GENERAL raf-reiknivéiín komin aftur. Hentug fyrir samlagningu, frádrátt og margföldun. Pantanir óskast sóttar sem fyrst. Verð aðeins kr. 6.807,00. SKRIFVÉLIN Bergstaðastræti 3. — Sími 19651. Silkihorg auglýsir Ðanskar og íslenzkar peysur. Danskir og íslenzkir CREP-SUNDBOLIR. Japanskir telpna terylene-kjólar. — Verð kr. 214.00. Drengjaúlpur krónur 520,00. Sokkabuxur, allar stræðir. Vinnufatnaður í úrvali. — Stretclibuxur. Nærfatnaður í úrvali. — Ullargarn í flestum litum. SILKIBORG Dalbraut 1 — Sími 34151 •— Reykjavik. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 16. okt. 1963 <$ Framh. á bls. 10

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.