Alþýðublaðið - 16.10.1963, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 16.10.1963, Blaðsíða 7
KASTLJÓS f HINN 1. október sl. varð Nígería lýðveldi. En ekki voru mikil há- tíðahöld af því tilefni eins og fyrir þrem árum þegar landið hlaut sjálfstæði. Tímamót þessi ein- kennöust þvert á móti af ólgu í ínnanlandsmálum, deilum og sund urþykkni. Verkalýðsfélögin létu óánægja sína í ljós með því að gera verk- fall. Járnbrautarlestirnar stóðu kyrrar og í höfuðborginni Lagos lögðust samgöngur niður, svo og önnur vinna. Verkalýðsfélögin, sem hafa annars ekki verið mjög vel skipulögð, sýndu þannig óá- nægju sína vegna lágra launa verkamanna, en stjórnmálaforingj arnir halda sig aftur á móti alltof ríkmannlega að margra áliti. Dr. Azikiwe, sem er almennt kallaður Zik, var skipaður forseti, en meðan þessu fór fram sat leið- togi stjórnarandstöðunnar, Chief Awolowo, í fangelsi, þar sem hann hefur verið dæmdur til að ’sitja í tíu ár. Einn af nánustu samstarfs- mönnum hans, Chief Enaharo, hefur verið dæmdur í 15 ára fang- elsi. Það var Enaharo, sem vakti hið mikla umtal í Bretlandi. Hann dvaldist þar sem pólitískur flótta- maður. íhaldsstjómin varð að láta undan kröfum Nígeríu-stjórnar og framseldi hann. NIGERIA Baksvið stjórnmáladeilnanna er, að Nígería er skipt í þrjú fylki. í Norður-Nígeríu, sem er fjölmenn- asta fylkið, ráða múhameðskir em- írar í stjórnmálunum, og íhalds- flokkurinn Northern Pcople’s Con- gress (NPC) hefur yfirgnæfandi meirihluta fulltrúa á fylkisþing- inu. í Austur-Nígeríu er það National Convention of Nigerian Citizens (NCNC), sem öllu ræður í stjórn- málunum. Flokkurinn fær aðal- stuðning sinn frá Ibo-ættflokkn- um og má teljast mjög framfara- sinnaður stjórnmálaflokkur. NPC og NCNC standa að sam- steypustjórninni í Nígeríu. Action Group, sem hafði mikinn meiri- hluta að baki í Vestur-Nígeríu og er í rauninni áhrifamestur í Lagos, var í stjórnarandstöðu á þingi landsins. Action Group byggði stefnu sína á sósíal-demókratískri hugmyndafræði og var framfara- sinnaður flokkur. Foringi flokksins, Chief Awolo- wo, kaus hins vegar að verða fór- ingi stjórnarandstöðunnar á sam- bandsþinginu, en hann lét Chief Akintoia verða forsætisráðherra fylkisstjórnarinnar í Vestur-Ní- geríu. Deila reis upp með þeim tvímenningunum, og Akintola var vikið úr embætti forsætisráðherra. Mikil ólga var á þinginu þegar Akintola neitaði að láta af emb- ætti forsætisráðherra og sam- bandsstjórnin notaði tækifærið til þess að lýsa yfir neyðarástandi í Vestur-Nígeríu og varpa Akintola í fangelsi á nýjan leik. Nokkrir for ingjar Action Group voru hand- teknir. Dr. Benjamín Nnamdi Azikwe Seinna voru þeir áLærðir fyrir að hafa eytt af almannafé til flokks starfsemi og eigin nota. Awolowa var einnig ákærður fyrir að hafa sent menn til Ghana, þar sem þeir voru sagðir hafa fengið þjálf- un í hernaði, í því skyni að gera byltingu í Nígeríu. Réttarhöldin í þessu máli liafa dregizt mjög á langinn, en nú sitja Awolowo og margir félagar hans á bak við lás og slá. Erfitt er að segja nokkuð um en margt bendir til þess, að hand- tökurnar hafi verið gerðar í því skyni að gera áhrif stjórnarand- stöðunnar að engu. Því er að réttarhöldin og baksvið dómanna, minnsta kosti haldið fram, að spilling sé ekki einstæð fyrir Ac- tion Group. Sagt er, að sama eigi sér stað í öllum flokkum. Meðal annars er bent á það, að þingmenn í Nígeríu séu betur launaðir en starfsbræður þeirra í Bretlandi og þeir græði vænan skilding af „dash” — þóknun — frá erlendum fyrirtækjum og inn- lendum verktökum. Action Group-flokkurinn er ekki bannaður en hann á í erfiðleikum, þar sem flestir foringjarnir sitja í fangelsi. Chief Akintola hefur einnig sagt sig úr flokknum og stofnað eigin stjómmálaflokk, United People’s Party, en þeim flokki hefur ekki tekizt að kom- ast til áhrifa. Samsteypustjórninni hefur tekizt að eyða áhrifum stjórnarandstöðunnar fyrst um sinn. ★ REYNSLA FRÁ BANDARÍKJUNUM FORSETINN, dr. Benjamin Nnamdi Azikwe, er 59 ára að aldri. Hann hlaut menntun sína í Banda- ríkjunum. Þegar hann dvaldist þar varð hann fyrir miklum áhrif- um af baráttu blökkumanna fyrir Framh. á bls. 10 Uppreisn Steingríms skálds FYRIR mörgum árum lagði ég leið mína vestur á Snæfellsnes eíðla sumars og gisti að Arnar- ístapa undir Jökli. Ágústmánuður leið, og haustið settist að völdum, einkenndi byggð og öræfi sterk- tim litum sínum, lét undan sér fara gný í fjalli og sjó og yppti dimmum og úfnum skýjum. Svo kom stórviðrið: Himinninn virt- ist ætla að hvolfa sér yfir jörð- ina eins og risafugl, stormur og regn börðu foldina í grimmu misk- unnarleysi, og hafið reyndi að ganga á land upp þverhníptan klettavegginn. Allt í einu mundi ég, að þetta voru æskuslóðir Stein- gríms skálds Thorsteinssonar, hér fæddist hann og óx úr grasi. Ég hugsaði aldrei til hans í blíðunni undanfarna daga, en nú rifjaðist upp fyrir mér maðurinn og skáld- skapur hans. Stormurinn og regn- ið beindu athygli gestsins að hel- grindahjarninu og luku upp fyr- ir honum dynhamraborginni. Mér verður til þessa hugsað ein- mitt nú af því að Steingrímur Thorsteinsson er á dagskrá með skemmtilegum liætti um þessar mundir. Hann hefur fengið upp- reisn. Og nú skal ég skýra fáum orðum, hvað við er átt: ' Kvæði Steingríms eru mörg Jandfleyg, sungin í hverjum áætl- unarbíl, ef farþegarnir taka lagið, og víða annars staðar á góðra vina fundum. Hins vegar munu fæstir íslendingar fæddir eftir fyrri heimsstyrjöldina gera sér grein fyrir, liver orti þessa ágætu söngtexta — og því síður hinu, hvert er skáldskapargildi þeirra og margra annarra ljóða Stein- gríms. Bókmenntapáfar hafa forð- azt að unna honum sannmælis eem listamanni og jafnvel lagzt gegn áhrifum hans og viðurkenn- ingu. En góðskáld cins og Stein- grímur Thorsteinsson á sér lengi uppreisnar von, og nú er stund hans komin. Halldór Laxness (nú má víst ekki kalla hann Kiljan framar) segir í Skáldatíma, að sér hafi löngum þótt Steingrímur næstmest skáld okkar íslendinga á nítjándu öldinni. Iíannes Pét- ursson hefur ritað ævisögu Stein- gríms, en hún kemur út í haust og markar vafalaust nýja og betri afstöðu til ljóðagerðar hans og rit starfa yfirleitt. Áður höfðu skáld- in Tómas Guðmundsson og Steinn Steinarr farið réttmætum orðum og drengilegum um Steingrím og list hans og talið sig í þakkarskuld við hann. Sannarlega gegn'ir furðu, hverj- ir fáleikar urðu á tímabili með þjóðinni og Steingrími. Hann var ástfólgnasta skáld okkar fyrir, um og eftir aldamótin, og vinsældir kvæða hans í langferðabílunum og réttunum og á öðrum mannamót um hafa raunverulega aldrei þorrið Hins vegar gleymdist allt of mörg- um skáldskapargildi þessara ó- venjulega sönghæfu ljóða, en Steingrímur var þjóðskáld og á að njóta viðurkenningar sem einn af hagvirkustu bragasmiðum íslenzkr ar bókmenntasögu. Ég þori ekki að vera sammála Halldóri Laxness, þegar hann veg- samar Steingrím svo, að skipa honum til sætis næstum Jónasi Hallgrímssyni á skáldabekk nít- jándu aldarinnar. Vitaskuld ber að muna í því sambandi skáld á borð við Bjarna Thorarensen, Grím Thomsen, Matthías Jochumsson og Stephan G. Stephansson, Stein- grím vantar síður en svo sam- keppni um þann titil, sem nóbels- skáldið velur honum. Fyrr má líka vera en hann þyki skilyrðislaust bera af öllum þessum, enda víst um tómt mál að tala. Tvö skáld verða naumast borin saman þótt samtíðarmenn séu og svipaðrar . stefnu og aðferðar í list sinni, hvað þá þegar um ræðir jafnger- ólíka snillinga og þá sem sem hér hafa verið taldir. Hitt finnst mér ótvírætt að Steingrímur Thorsteinsson sómi sér ágætlega í þessum hópi, hversu sem raða beri til sætis. Og það er vissulega vel farið, að hann skuli fá réttrna;ta og tímabæra uppreisn að fulltingi dómbærra og sanngjarnra manna. En getur skáld nokkru sinni gengið í endurnýjungu lífdáianna, hvað varðar áhrif og vinsældir? Þess eru dæmi sem betur fer. Mér kemur í hug skáldfrægð Gríms Thomsen. Hún var ekki upp á marga fiska fyrstu tvo ára- tugi aldarinnar. íslendingar voru í þann veginn að gleyma þessum mikilhæfa og sérkennilega meist- ara, Grímur var meira að segja talinn bögubósi af hinum og þess- um svokölluðum fagurkerum, sem gátu ómögulega skilið íslenzka heimsbóndann á Bessastöðum. Þetta gerbreyttist í tilefni af ald- arafmæli Gríms. Þá kvaddi Sig- urður Nordal Grími hljóðs á ný með stórmerkri ritgerð sinni um veraldarmanninn, sem sneri heim til íslands úr ys og háreysti er- lendra umsvifa til að gerast skáld og bóndi. Og sjá: Grímur Thom- sen var aftur kominn á dagskrá og hefur verið þar síðan. Ég ef- ast um, að ljóð hans hafi nokkurn tíma verið lesin meira og betur eu á okkar dögum. Grímur er á sínum stað í bókmenntasögunni sem frábær snillingur, þó að hann sé ekki alltaf smáfríður eða blíð- róma. Og þetta er sér í lagi Sig- urði Nordal að þakka. Ritgerð lians á aldarafmæli Gríms kom sannarlega a3 notum. Mér þyk- ii kannski vænna um hana en noklcuð annað, sem Nordal hefur skrifað, ef undan er skilin ævisaga Stephans G. Stephanssonar. Mig gruriar, að eins fari fyrir Steingrími Thorsteinssyni nú og Grími Thomsen oftir 1920. Og vissulega á Steingrímur það skil- ið, að íslenzka þjóðin meti ljóð hans að verðleikum. Mörg þeirra eru og verða einstök, ef vel og rétt er lesið. Svo má heldur ekki gleyma, hver snillingur Steingrím- ur var að túlka óbundið mál.-Þýð- ingar hans á Þúsund og einni nótt og ævintýrum H. C. Ander- sens munu lengi í góðu gildi, enda mörkuðu þær eins konar alda- hvörf í ritlist okkar á sínum tima. Framh. á bls. 10 Í HEYRANDA HLJÓDI eftir Helga Sæmúndsson VllilllllllllHI IIIIIIHIIIIIIII (II1111111111111| || ||||(||||>*^t« _ I "§ ★ Það er oft fullyrt, að | I bankarnir séu skattfrjálsir = | með ö.llu, en svo er ekki leng | | ur . . . Þeir munu sam- I É kvæmt frjárlagafrumvarpi | | greiða ríkinu 26 milljónir á § 1 næsta ári í hluta af umboðs í | þóknun og gengismismun. If ★ Á fjárlagafrumvarpinu l[ | er ætlað 750.000 krónum til js | að greiða kostnað af Skál- jf | holtshátíðinni og 1.500.000 ii É til eftirstöðva af bygginga- jf | kostnaði auk milljónar sam- | | kvæmt lögunum um heimild 1 | til afhendingar staðarins. .§ ★ Einn erfiðasti hnútur- ! | inn í fjárhag ríkisins, sem 1 | jafnframt er lítið talað um I | opinberlega, eru Rafveitur % | ríkisins . . . Það kostar 229, § 1 2 milljónir að koma raf- £ I magni til fólksins á svæðum If í þeirra, en rekstrartekjur eru ll I aðeins 100,5 milljónir . . . :!| | Mismunurinn er uppfærður 1 | sem „framlög:: eða „lántök | | ur og viðskiptahreyfingar” - f | um 120 milljónir. IL ★ KEA er citt af mestu ’ ! | fyrirtækjum landsins — með I | 5344 félagsmenn og rösklega 11 | 400 manna starfslið .... lí 1 Launagreiðslur voru í fyrra j| 1 49,1 milljón. ! = il ★ Benedikt Bogason verk ! I fræðingur hefur látið af | : starfi sem framkvæmda- li | stjóri Flóaáveitunnar, en if | við tekið Erlendur Daníels- S | son. ;i ★ Landsmót Ungmenna- j| | félags íslands verður haldið § I að Laugavatni sumarið 1965 Íl | . . .í því sambandi er fyrir- íi | hugað að Ijúka næsta sum- ÍÍ É ar við grasvöll, ef ekki 11 | skortir fé. ! ★ Gert er ráð fyrir 30 ! É þúsund kr. styrk í fjárlaga- Íi jj frumvarpinu til færeyslcs :! \ fræðimanns til að flytja hér Íl | á landi fyrirlestra um fær- í| = eyskt þjóðlíf, sögu og bók- H | menntir. jf ★ I fjárlagafrumvarpinu . jj | er rikisstjórninni heimilað ! | að taka allt að 2 milljón kr. jt | lán tii framkvæmda við | | korn- og grasfræræktun í ! | Gunnarsholti. ! ★ Einnig er heimiluð í ! | frumvarpinu allt að 12 miUj [I | ón kr. lántaka til Ennisveg- I | ar á Snæfellsnesi, allt að 6 .1 É millj. kr. lán vegna Siglu- I í fjarðarvegar ytri (Strákaveg | I ar) og allt að einnar millj. £ Ikr. lántaka vegna Múlaveg- ’ jl ar. ; jj >'.'raoMHHlitluttiuuutHiufutmmuiuuiuuuumumi£i ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 16. okt. 1963 J,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.