Alþýðublaðið - 20.10.1963, Page 6

Alþýðublaðið - 20.10.1963, Page 6
Um jarðarfararkostnað, einlífi og fleira ★ Maðurinn „skreppur saman“ um einn sentímeter á hverjum 20 árum, samkvæmt upplýsingum brezks læknablaðs. —O— ★ Piparmey átti 70 ára afmæli. í veizlunni hafði einn af ættingj- um hennar orð á því, að það væri cinkennilegt, að hún skyldi aldrei hafa gifzt, jafnfögur kona og liún hefði verið á sínum yngri árum. Afmælisbarnið stundi: —. Ég á hund, sem geltir, páfa gauk, sem rífst og skammast all- an Liðlangan daginn og kött, sem steist út á næturnar. Hvað hef ég að gera við eiginmann? —O— ★ Á járnbrautarstöð í New York er hægt að fá lánaðar regn- hlífar ef mikið rignir meðan menn bíða eftir lestunum. Allur galdur- inn er að koma í miðasöluna og biðja um regnhlíf og menn þurfa ekki einu sinni að kvitta fyrir. Ástæðan er sú, að regnhlífarnar, sem lánaðar eru, hafa allar gleymzt í lestunum og skipta tug- um þúsunda. —O— ★ Við rannsóknir á lífsskilyrð- um manna í Ameríku hefur sú staðreynd komið í Ijós, að tiltölu- lega dýrasti útgjaldaliður Ameríku mannsins er jarðarfararkostnaður! —O— Þær fréttir berast frá Banda- ríkjunum, að skólastjórinn í Wynd ham-telpnaskólanum í Kansas City hafi f ramkvæmt skoðun á veskjum nemenda sinna, sem lög- boðin er vikulega en hefur ekki verið framkvæmd síðastliðin sex ur, og „mikið magn getnaðar- varnalyfja”. Stúlkurnar í skólan- um eru á aldrinum 12-18 ára. —O— ★ Kaupmaður nokkur í Noregi rak tízkuverzlun — en spilaði fjár hættuspil í tómstundum og tap- aði hverjum eyri, sem hann græddi á verzluninni. Einhverju sinni kom viðskiptavinur askvað andi inn í verzlunina og sagði grimmilegri röddu: — Hvurslags verzlun er þetta eiginlega? Fyrir tveimur mánuð um keypti ég brún föt hér, en nú eru þau orðin gatslitin. Kaupmaðurinn leit upp með hægð og sagði: — Hvað er það svosem? Mun- ið þér eftir 1500 krónunum sem þér borguðuð mér fyrir fötin. Þær entust mér ekki nema í tvo klukkutima. ár. Samkvæmt skrá, sem skóla- stjórinn sendi lögreglunni fannst eftirfarandi í veskjunum: 87 vara- litir, tveir spilastokkar með merktum spilum, tvær rúllrn- af munntóbaki, rúmlega 200 mariu- j hanasigarettur, næstum 1000 „ró andi eða „hressandi“ töflur þrjár ^ óþefssprengjur, ein lifandi kanína, j sjö mýs, níu hlaðnar skammbyss- i (uiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiii PRINSINN OG ÉG. MENNINGARLEYSI UNGVIÐSINS VART gretur öllu sprækari og sporléttari mann en mig, þegar ég legg af stað í sunnu- dagsreisu meff prinsinn í eftir- dragi. Við skulum láta liggja milli hluta hvernig andlegri heilsu minni er háttað, þegar iíf'a tekur á daginn, veskiff er orffiff mjóslegiff og aumingja- legt eftir rífleg kaup á ís og poppkorni og ekki hefur mun aff nema hálfu skrefi, aff viff stigjum upp í Akureyrarvagn- inn og brunuðum norður í land — af því aff prinsinn vildi fara í „sveitastrætó". ‘ Þaff var í einni slíkri reisu, sem viff stóðum skyndilega á Suffurgötunni og höfffum nýlok ið viff aff gefa öndunum tvö hell franskbrauff, heUt normal- brauð og hálft seitt rúgbrauff, sem viff keyptum jafnóffum í Björnsbakaríi. Prinsinn bentl aUt í einu á nýiegt listaverk I garffi og sagði: — Hvaff er nú þetta? Uppfræðslu blaða og útvarps var það að þakka aff ég liafði svarið á reiffum höndum: — Þetta er fugUnn hann Fönlx. Prinsinn þurfti aff fá ýmsar nánarl upplýsingar um fugl þennan, fór eins nærri honum ©g frekast var kostur og skoff- aði hann í krók og kring. Heldur fór aff syrta í álinn, þegar hann vildi fá aff klifra í fuglinum — eins og klifurgrind inni á leikvellinum — og kunni ég ekki annaff ráff vænna við þeirri málaleitan, að Fönix ætti þaff tU aff bíta stráka í sitj andann. Þetta hreif. En þegar viff vorum í þann veginn aff yfirgefa þennan sér kennilcga fugl, bendir prins- inn á húsiff viff hliðina og seg- ir: — Og þarna situr litill fugl uppi á þakinu! Þaff tók mig dágóffa stund aff átta mig á samhenginu í heila- búl þessa hoids af mínu hohli eu loks rennur upp fyrir mér ljós: Uppi á þakinu því arna gnæf- ir viff hfmin reisulegt tveggja hæffa ajónvarpsloftnet! Ég hef alitaf boríff djúpa virffingu fvrir nútímalist og þorffi því ekki aff brosa aff svo bontlausu menningarleysi ung- viffisins, — ekki nema meff sjálfum mér . . . Rex. IIUIIIIUIIUIUIIIIIIIllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllll>v Kúluhattar aftur í tízku Nú eru kúluhattarnir aftur komnir í tízku og slátrarar í Kaup- mannahöfn hafa ákveffiff aff endurvekja ævagamla erfffavenju og bera slíka hatta. Þaff voru slátrarar hjá Börge Mortensen sem fyrst- ir riffu á vaffiff og myndin er einmitt af þeim. Málarinn Rex Clausen hefur gert málverk af Kennedy Banda- ríkjaforseta, þar sem hann lætur hann sitja nakinn í ruggustól sín- um. Aðsókn að sýningu verksins er gífurleg og er það til sölu á sem svarar 90 þúsund krónum ísl. Lögreglan hefur ekki enn þá skipt ; sér af málinu. Listamaðurinn kveðst líta á nekt forsetans á mvndinni sem tákn andlegs.hrein- leika, svo að vissulega má líta á málverkið sem hina mestu sæmd fyrir forsetann. Rússneskt blað sagði frá því fyrir nokkru að úsbekiskur læknir í Pamírfjöllum hefði fundið mörg kíló af múmíusmyrslum, sem hin frv-na læknisfræði Austurlanda taldi mjög gott læknislyf. Þegar í ritum Aristótelesar er talað um, að rífin lifur í geithafri hafi gró- ið við hjálp þeirra. | Kennari einn, Usman Dsjalikoff ' að nafni, hefur nú uppgötvað 45 kíló af þessu efni í fjöllum Tad- ; siikistan. Það er dökkbrúnt og hefur nú vísindaakademíunni í Tadsiikistan verið sent það. Þetta er mjög merkilegur fundur frá vísindalegu sjónarmiði. Um lækn- andi eiginleika smyrslanna segir G. Makhamoff, forseti læknis- j r—vðirannsóknastöðvarinnar í i Tasjkent: Gerðar hafa verið tilraunir með j smyrslin á kanínum og það sýndi I sig að á sumum sviðiun tekur það öðrum lyfjum fram, til dæmis við beinbrot. Smyrslin hraða endur- byggingu fruma og vefja. Lögreglan í Beirut truflaði ný- lega hveitibrauðsdaga hjóna nokk- urra í fjöllum Libanons. Ástæð- an var sú, að brúðurin, hin dökk- eyga Gazleh Omran, var þarna að halda óttundu hveitibrauðsdaga sína á þessu óri, — án nokkurra skilnaða jafnframt. ★ Og svo var það lífsreynda stúlkan, sem sagði, að kynþokki væri það að gera karlmenn for- vitna um það, sem þeir raunar vissu ósköp vel! Málverk af skírn Jesú, sem keypt var á Spáni fyrir mörgum árum, og fært að gjöf gagnfræða- skóla í Austin í Texas, hefur nú reynzt vera eftir E1 Greco. Einn af kennurum skólans, sem er kunnugur verkum EI Grecos fann fangamark meistarans efst í horni málverksins, sem er um það bil hálfur annar metri á hæð. Kennari þessi, sem heitir Mc- gee, telur myndina vera frá fyrstu málaraárum E1 Grecos. sem uppi var á sextándu öld. Málverkið er mjög ólíkt seinni tíma verkum hans, segir hann, bæði að því er snertir myndbyggingu og tækni. 6 20. okt. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐiÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.