Alþýðublaðið - 20.10.1963, Page 10

Alþýðublaðið - 20.10.1963, Page 10
Júlíus Helgi Kristjánsson Hringbraut 58 verður jarðscttur frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 22. þ. m. Athöfnin hefst kl. 10.30 f. h. Fyrir okkar hönd og systkina hins látna Kristjana Kristjánsdóttir Sigmundur Júlíusson. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýnt hafa okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Snorra Áskelssonar prentara og heiðrað hafa minningu hans. Foreldrar, systkin og aðrir vandamenn. EAÐSÓFIhúsgagnaaridtektSVEINN KJARVAL lttið & húsbúnaðinn hjá húsbúnaði , , , EKKERT HEIMILIÁN HÚSBÚNABAR SAMBAND HÚSGAGNAFRAMLEIÐENÐA I Auglýsið i Alþýðublaðinu BARDAGAR í ALSÍR. Framh. af 3 .sí'ðu kalla hann fasista. Hin tvö stríðandj öfl hafa einu sinni áður staðið á barmi borgara- styrjaldar og þau kunna að forðast hana á nýjan leik. Allir íbuar Alsír eru uppgefnir eftir ógnir liinnar löngu styrjaldar. Ólíklegt er talið, að Ben Bella yrði meira ágengt en Frökkum að bæla niður andspyrnu Berba, ef hann reyndi að beita Kabýlíumenn valdi. Til þessa hefur hann forðist valdbeit- ingu, enda kynnu völd hans að hrynja til grunna ef hann legði út í slíkt. ★ BOUMEDIENNE Nú er einnig talin örlítil von til þess að samkomulag geti náðst í þessari deilu Berba og Ar- aba. Þar mun Hoari Boumedi- enne ofursti, sem kominn er frá Moskvu þar sem hann gekk frá mikilli lántöku, gegna mikil- vægu hlutverki. í fyrra tryggði stuðningur Boum ediennes Ben BeUa völdin, og hann er nú óefað annar valda- mesti maðurinn í Alsír. Einkenri- andi er fyrir stjórn Ben Bella að margir fyrrverandi liðsformgj ar og stuðningsmenn Boumedi- ennes gegna embættum í henni. Houari Boumedienne þykir mjög dularfullur maður og lítið er vitað um feril hans, enda varð hann ekki þekktur fyrr en dró að lokum styrjaldarinnar gegn Fröklc- um. Hann er sagður dæmigerður byl|lingairmaður. Hann heldur þrumandi ræður og sést oft opin berlega við hlið Ben Bella. Boumedienpe úr kunnugur í Kabýlíu frá gamalli tíð og er gam- all kunningi Mouhand Ou el-Hadj ofursta, sem var yfirmaður her- stjórnarsvæðisins í Kabýlíu og stjórnar nú uppreisn Berbanna. Áhrif Boumedienne kunna að hafa úrslitaáhrif, en ef koma á í veg fyrir blóðsúthellingar virðist ó- hjákvæmilegt að Ben Bella. geri nokkrar tilslakanir. ★ EFNAHAGSÁSTANDIÐ Við deilur Araba og Berba bæt- ist mjög bágborið efnahagsástand. Þjóðnýting franskra eigna gerir lítið til þess að bæta þar nokkuð úr. Þjóðnýting frarÁbía dagblaða og franskra landeigna þykja benda til þess að Evian-samningurinn, sem ákvað sjálfstæði Alsírs, sé dauður bókstafur. Ben Bella heldur því fram„ að síðan Evian-samningurinn var und irritaður hafí margt bieytzt. Þrír af hverjum fjóum íbúanna af evrópskum stofni, sem voru um ein milljón hafa farið úr landi, og fulivíst er talið að þessir fólks flutningar muni halda áfram. Ben Bella segir, að eitthvað hljóti að hafa átt að gera við jarðirnar og blöðin eftir að eigendurnir voru farnir úr landi. En Ben Bella var talinn hafa viljað láta Frakka standa andspænis „óhaggandi staðreynd", og þeir hafa mótmælt harðlega einhliða ráðstöfunum hans í þessu efni. Ben Bella stendur andspænis þeim vanda, að láta hinar djörfu sósíalisma fyrirætlanir sínar standa í einhverjum tengslum við hinn harða raunveruleika bágbor- ins efnahagsástands. Franskir rkatt greiðendur munu ekki halda áfr- am að standa undir tveim þriðju hlutum fjárlaga Alsírs um óá- kveðna framtíð, en það hafa þeir gert á þessu ári. Þrátt fyrir gífurlega aðstoð er síaukinn halli á fjárlögum. Alsír skortir mjög tæknifræðinga. kenn ara og verkfræðinga, en að þessu leyti hafa Frakkar einnig hlaupið undir bagga. Góðar tekjur um 300 þúsund Alsírbúa í Frakklandi, sem þeir senda heim, eru helzti tekjustofninn í erlendum gjaldeyri Frakkar hafa tilkynnt, eins og við hafði verið búizt, að þeir muni skerða -aðstoð sína við Alsír sam kvæmt Evian-samningnum, en Ben Bella hefur þegar tryggt sér 36 milljón punda lán í Sovétríkjun- um. En þetta lán 'verður aðeins fjórðungur af því sem Frakkar hafa veitt Alsir í beina aðstoð á yfirstandandi fjárhagsári. Lánið er hins vegar talið munu draga úr slæmum áhrifum af skertri aðstoð Frakka. Talið er, að Ben Bella muni halda áfram þeirri stefnu sinni að þjóðnýta allar jarðeignir, en jafnframt virða „brýna hagsmuni!‘ Frakka, það er gas- og oliuhags- muni í Sahara og leigu Frakka á flotahöfn í Alsír. Hann er ekki talinn munu reyna að stofna hin- um góðu samskiptum við Frakka í hættu. ★ ÞOLGÓÐUR Ben Bella er talinn hafa vax- ið mjög af viðfangsefnum sinum síðan hann hélt inn í Tlemcen í Vestur-Alsir frá Marokkó fyrir fjórtán mánuðum. Hann hefur þétt sýna mikinn þroska og þolgæði, þó að unglegt útlit hans berj ekki HELLÐÍ \fjANE,IiW CEKmN ~t= HELLO .1 YOUMKTBB PLEASEP 70 LSAIZN THAT NOT A OH-IT'sN V/ORO HASCOME IN you, I TO THS FOUCB AB0UT JiL, M? DEI.AWP / V i. y.. — Fannstu Delane, Karl? — Ekki enn- , þá. Þetta er sennilega bara auglýsingabrella. — En ef þetta skyldi nú vera aivara. Já, ef til vill er þetta mannrán. 1 — Vesalings Delane hefur nú verið sakn að lengi. Ríkislögreglan er sennilega farin að leita að honum núna. — Heyrðu Kata, vcizt þú eitthvað um Iiann? — Nei, nei, ég veit ekkert. — Halló, halló, ert þetta þú Angie? Þú hlýtur að vera ánægð Jane, lögregl an hefur ekkert heyrt frá Clipper Dclane. — Já, það er gott. vott um það (hann er aðeins 47 ára). Hann er sá eini af hinum fyrrveýandi leiðtogum Alsírbúa, sem er enn við völd. Þrátt fyrir mikla erfiðleika er sagt, að stjórnin í Alsír liafi á- stæðu til þess að vera ánægð eftir eins árs valdaskeið. Búizt hafði verið við því, að flótti fiestra frönsku landnemanna, scm gegndu nær öllum mikilvægum embajtt- um í landinu og störfum, sem kröfðust kunnáttu, mundi leiða tii algers hruns í efnahagsmálum. Ekki var gert ráð fyrir þessum fólksflutningum fyrirfram, en hrun ið sem gert var ráð fyrir, hefur ekki gerzt. Mikilvægri þjónustu við almenn ing í Algeirsborg hefur verið hald ið gangandi. Ný stjórn hefur ver ið byggð upp frá grunni þrá:tt fyrir algerlega óreynt starfslið og nær engin gögn. Byrjað er á því að hrinda geysivíðtækri stefnu- skrá í landbúnaðarmálum í fram- kvæmd með því aö láta fram- kvæmdanefndir, uem verkamenn kjósa, taka við stjórn jarðeigna, sem eigendur hafa yfirgefiö. ★ DEILA VIÐ MAROKKÓ Þriðja vandamálið, sem Ben Bella á við að stríða. er deilan við Marokkómenn, sem ekkj hafa verið seinir að færa sér ástandið í nyt. Hér er um landamæradeilu að ræða, en það sem undir býr er ágirnd Marokkómanna á olíu- auðæfunum í Sahara, sem eru mik ilvæg fyrir efnahag Alsírs. Marokkómenn hafa lagt áherzlu á landakröfur sínar og vonast til þesg að geta fengið sinn skerf af olíunni í Sahara. Alsírbúar hafa sakað Marokkómenn um að hafa ekkí virt landamærin og um tíma leit út fyrir, að Marokkómenn mundu hertakg eða endurhertaka nokkur umdeild landssvæði á hin um illa merktum landssvæðum. Alla vega er talið, að Marokkó- menn munu hagnast á ástandinu. Við þessa landamæraþrætu iiafa bætzt alvarlegar ásakanir Ben Bella á hendur Marokkómönnum þess efnis, að þeir styðji andstæð inga alsírsku stjórnarinnar í Kabýlíu. En siðustu daga hefur vaknað von um að þessi milliríkjadeila leysist. Utanríkisráðherrar Alsírs og Marokkó héldu fund með sér um helgina á landamærum ríkj- anna, og að honum loknum gáfu þeir út yfirlýsingu þar sem látin var í Ijós von um, að endi yiði bundinn á spennuna í sambúð ríkj anna. Samkomulag náðist- um það að Hassan Marokkókonungur og Ben Bella héldu fund með sér síð ar til þess að reyna að leysa ágrein ingsmálin. Hassan Marokkókonungur á við innanlandsvandamál að stríða eins og Ben Bella og vill að lausn náist í Saharadeilunni. Ef Ben Bella vill ná samkomulagi er sagt, að hann verði að sýna sveigjanleika og þennan eiginleika er Ben Bella einnig talinn þurfa í deilunni við Kabýlíumenn. Bílasalan BÍLLINN Sölumaður Matthías Höfðatúni 2 Sími 24540. ihefur bílinn. i 10 20. okt. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.