Alþýðublaðið - 20.10.1963, Page 15

Alþýðublaðið - 20.10.1963, Page 15
BRÉFIÐ kom morgun einn í júlí. Ég lá í rúminu og var að teygja úr mér, þegar barið var að dyrum. — Kom inn. Það var húsmóðir mín, hún frú Martenson, sem opnaði dyrn ar og veifaði sendibréfi. — Ástarbréf til ungfrú Nohr, sagði hún glaðlega. — Það efast ég um, sagði ég og varð hugsað til Harrys, unn- usta míns. Hvers vegna skyldi liann vera að skrifa mér, þar sem við bjuggum í sömu borginni? Frú Martenson rétti mér bréf- ið, en fór svo út aftur. Ég virti bréfið fyrir mér, og braut heilann um, fró hverjum það gæti verið. Á umslaginu stóð: Dahlberg og Dahl. Ég vissi, að það var nafnið á lög- fræðiskrifstofu í borginni. For- vitni mín jókst, og ég opnaði bréfið. Ungfrú Elsbeth Nohr c/o Martenson. Smálandsgötu 7 Stokkliólmi. í tilefni af andláti ömmu yðar, Yru Reginu Nohr, 30. júní síðastliðinn . . . Ég settist upp í rúminu. Amma dáin. Það hafði ég ekki vitað. Hvers vegna hafði Fylgia eða ein hver af fólkinu þar ekki skrifað mér, eða hringt? Fylgia vissi þó símanúmerið mitt. Ég las áfram: Jarðarförin fór fram 4. júlí, og -þegar við opnuðum erfða skrána kom í ljós, að frú Nohr liafði tilneínt yður sem einkaerf ingja af öllum eigum sínum, þar á meðal ættaróðalið Nohrsetra Fyrir utan sjálfa fasteignina með tiiheyrandi landi og skógi, á dánarbúið um það bil 1500. 000 krónur í reiðufé og verðbréf um. Vér leyfum oss að óska yð ur til hamingju með arfinn, og biðjum yður að koma sem fyrst á skrifstofu vora, svo að hægt sé að fullnægja öllum formsatrið um. Virðingarfyllst, E. L. Dahlberg. Það leið nokkur timi þar til ég skildi fyllilega það ,sem stóð í bréfinu. Þegar ég loksins gerði mér grein fyrir því, hoppaði ég fram úr rúminu, og hljóp frani á gang. — Frú Martenson, hrópaði ég. Mér hefur hlotnast arfur, Frú Martenson setti upp gler augu, og tók við bréfinu. — Ein og hálf milljón, og ætt aróðal í ofanálag, lirópaði hún. Ég óska yður inniiega til ham- ingju, kæra ungfrú Nohr. Hún tók mig í faðm sér, utan , við sig af gleði, og þrýsti mér að sér. Nokkrir af hinum leigjendun um söfnuðust saman í kringurn okkar. Það tók enginn eftir því, að ég var bara á náttfötunum all ir voru svo önnum kafnir við að lesa bréfið, óska mér til ham- ingju og tala hver í kapp við annan. Það lá við, að mig svim- aði. Loks staulaðist ég aftur inn í herbérgíð mitt. Það var ekki fyrr en seinna, þegar ég var búin að klæða mig, og ég sat og drákk morgunkaff ið, að ég fékk tækifæri til að hugsa um þennan ótrúlega at- burð. NOHRSETRA ' Bernskuheimili mitt, fallegi bú garðurinn, sem svo margar minn ingar voru tengdar við. Ég sá fyrir mér stóru, hvítu bygging- una, umkringda stórum, græn- um skógi, ökrum og engjum og yndislegasta garði, sem maður gat hugsað sér. Ég fæddist á Nohrsetra og bjó þar ásamt foreldrum mínum þar til ég var átta ára. Ég skildi ekki þá, af hverju við fluttum, og þegar ég reyndi að spyrja, fékk ég aðeins loðin svör. Svo mikið skildi ég þó; *að pabbi tók deilurnar við ömmu afar nærri sér. Ég býst við, að slíkar deilur séu algengar í göml um ættum, þar sem um peninga og arf er að ræða. Mamma gaf mér einu sinni í skyn, að deil- urnar milli hans og ömmu hefðú risið út af því, að hann vildi fá borgaðan arfinn sinn til að kosta vísindaleiðangur til Kenya. Pabbi hafði engan áhuga á land- búnaði. Það voru alls kyns plönt ur og dýr, sem áttu hug hans all an, sérstaklega gróðurinn og dýra lífið í heitu löndunum. Meðan afi lifði, skipti enginn sér af þess um vísindaáhuga hans en þegar pabbi átti að velja á milli Nohr- setra og þess, sem hann áleit köll un sína í lífinu, þá upphófust miklar deilur. Ég man enn þá eftir því. Mamma var sammála pabba, og amma var öskureið. Ég man, að ég grét og íaldi mig undir legu- bekknum. Amma var með liðagigt, og varð að vera í hjólastól. Það gerði hana ekki skapbetri, og olli því, að hún gat sjálf ekki fylgst með öllu því sem gerðist á búgarðinum. Það hlýtur að hafa verið þung raun fyrir jafn viljasterka og drottnunargjarna manneskju og hana, þegar son- urinn neitaði að hlýða skipunum hennar. Ég gleymi aldrei föður mínum þar sem hann stóð, liár og bein vaxinn, við hjólastólinn hennar ömmu. Hann talaði rólega, og hrópaði ekki eins og hún gerði, en vilji hans var sanít jafn ó- sveigjanlegur og liennar. Pabbi varð ekki gamall. Eftir deilurnar við ömmu fluttum við til Uppsala. Pabbi fór með leið angri til Afríku, en við mamma bjuggum þar í leiðinlegri og gam aldags íbúð. Mamma saknaði pabba ákaflega. Ég gerði mitt bezta í skólanum, en ég var ekki jafn mikið gáfnaljós og pabbi Ég þráði að flytjast aftur að Nohrsetra, og þrábað mömmu um að fara þangað aflur, þó ekki væri nema á sumrinu. En við fórum þangað aldrei aftur. Þeg ar ég var sextán ára og hafði ný- lokið gagnfræðaprófi, dó pabbi úr malaríu. Mamma dó skömmu seinna. Þegar ég var orðin ein, skrif aði ég ömmu. Ég fékk ekkert svar. Ég skrifaði frænku minni, Fylgiu, sem bjó á Nohrsetra en svar hennar var loð- ið og ógreinilegt. Mér skildist þó af því, að það væri ekki ósk að eftir nærveru minni á Nohr- setra. Sem betur fór hjálpuðu nokkr ir vinir foreldra minna mér yfir örðugasta hjallinn. Ég fór í verzl unarskóla, og tókst síðan að fá vinnu. Nokkrum árum seinna flutti ég til Stokkhólms. Þennan dag varð mér lítið úr verki á skrifstofunni. Ég gat ó- mögulega einbeitt mér að vinn- unni. Ég var stöðugt að hugsa um arfinn, um Nohrsetra, para- dís bernsku minnar. Iíany vissi enn ekkert txm þetta. Ég liringdi hvað eftir ann að til auglýsingaskrifstofunnar, þar sem hann vann, en hann var ekki við. Innst inni var ég dálítið hrædd. Þetta var eittlivað svo óraun- verulegt. Ég var hrædd við að ég mundi vákna, og uppgötva, að þetta hafði bara verið draum- ur. Ég gat heldur ekki gleymt því síðasta, sem amma sagði við föð ur minn: — Þú ert ekki lengur sonur Ný framhalds- saga eftir Elisabeth Nahr. minn. Og arf færð þú ekki, nema það, sem þú getur haft út úr mér með málaferlum. Hvers vegna í ósköpunum arf leiddi hún þá mig? Harry varð alveg forviða, þeg- ar hann kom heim til mín um kvöldið, og fékk að heyra frétt- imar. Hann lét' fallast niður í stól með bréfið frá lögfræðingn um í hendinni. i— Hjálpi mér. Heilt ættaróð- al, og ein og hálf milljón í pen ingum. Það er hreint ekki svo lítill arfur. Skyndilega fór hann að hlæja. Ég hef aldrei kynnst nein um, sem hlær jafn innilega og smitandi og Harry, og ég fór líka að hlæja án þess að vita hvers vegna. Skömmu seinna dró ég fram Ijósmyndabók. — Sjáðu Harry, sagði ég. Hér er mynd af Nohrsetra. Þannig lítur það út. Harry horfði á myndina. — Hvílíkt slcrímsli, sagði hann. — Skrímsli, sagði ég gröm. Kallarðu þetta stórkostlega hús skrímsli. — Jæja, sagði hann og brosti. Þú verður þó að játa, að húsið er að minnsta kostir mjög óvenju legt. Það lilýtur að taka minnst þrjá daga að fægja alla glugg- ana. Hvað eru herbergin mörg? —. Ég er ekki viss, sagði ég, en í sjálfri aðalbyggingunni eru að minnsta kosti átján — tutt- ugu herbergi, ásamt nokkrum forstofum. Og svo eru álmurn- ar . . . Harry kveikti í vindlingi, og hélt áfram að blaða í bókinni. — Þú hefur verið allra lag- legasta barn, sagði hann og hló. Hvað ertu gömul á þessari mynd? — Átta ára. Myndin var tek- in nokkrum vikum áður en pabbi og amma hófu deilurnar. — Og hvaða hetjur standa þarna við hliðina á þér? — Það eru synimir á ná- granna-búgarðinum Berlings- holm. Faðir þeirra var Carl- Magnus Berling greifi. hann kom á fót frægu hestakyni, eins og þú hefur áreiðanlega heyrt. — Ég kannast hvorki við hann né hestana hans, sagði Harry. Eru þessir strákar raunverulega bræður? Það er erfitt að ímynda þér það. Annar er svo ljós . . . — Það er Rolf. — Og hinn svo dökkur. — Það er Henrik. Það var nú rneiri skálkurinn. Einu sinni klippti hann af mér fléttumar, og öðru sinni hrinti hann mér í tjörnina á Berlingsholm. En það var þó ekkert á móts við það, þegar hann læsti mig inni í draugakjallaranum á Nohrsetra. — Draugakjallaranum, endur- tók Harry og hló. Þið hafið þá drauga þarna enn þá. Þeir em auðvitað alveg ómissandi á svona ættaróðali. Ég hló einnig, og ætlaði að fara að segja honum frá draug unum á Nohrsetra. En það var eitthvað í hlátri hans, sem hélt aftur af mér. Hann sat og blað- aði í bókinni. En hvað ég elskaði hann. Hann var 25 ára, hár og herða breiður, reglulega karlmannleg ur. Hann var aðeins farinn að grána i vöngum, annars var hár hans biksvart. Augun voru dökk brún og fjörleg. Við höfum þekkst í tæpt ór hamingjuríkasta tímabil ævi minnar. Hann hafði gefið mér kjark til að lifa, ást og blíðu. — Hvað eigum við svo að gera, spurði hann allt i einu. Hann lagði bókina frá sér, og fór að ganga um gólf. Ég ýarð skyndilega hrædd. j — Hvernig þá, sagði ég vand ræðaleg. Ég fer auðvitað til i Nohrsetra eins fljótt og ég gefc Ég sagði upp í dag. Skrifstofu- stjórinn var svo almennilegur og skilningsríkur. Ég get farið eftir viku, þrátt fyrir sumarfríin . . . i — Ég átti ekki við það, sagði . Harry. Ég . . ég átti við ... hvað um okkur tvö? Ég stóð á fætur, og hjarta mitt sló ört. — En Harry, sagði ég, þú læfc ur þér ekki detta í hug, að arf- urinn breyti nokkru á milli okk ar. Hann hló og slökkti í vindlingn um: — Stór búgarður og meira en milljón í peningum geta eyðilagt hvað sem er. — Ekkert fyrir okkur, Harry. — Jú, vina mín, líka fyrir okk: ur. Staðreyndin er sú, að arfur : inn hefur þegar komizt upp á milli okkar. — Hvernig þá? — Nú ert þú auðug kona, sagði hann, og ég er bláfátækur. Ég er bara ómerkilegur pen- ingaþræll á stórri auglýsinga- skrifstofu. — En þú hefur góð laun, sagði ég. — Ég er samt sem áður launa þræll. Þar að auki . . . eftir viku búum við eiginlega sitt á hvoru landshorni. Hvernig heldurðu að. það gangi? Það er ekki það sama, að elska í gegnum síma. — Harry! Ég kastaði mér í fangið á hon um: — Harry, þú heldur þó ekki að ég vilji búa ein á Nohrsetra? Auðvitað búum við þar saman. Nú höfum við efni á að gifta okkur. Hann hristi höfuðið: — Elsku Elsbeth mín, sagði hann, og strauk mér um höfuðið eins og ég væri litið barn. Ég er frá Stokkhólmi, ég er borgarbúi af lífi og sál. Ég er útlærður aug- lýsingateiknari, hvað ætti ég að ___ Af hverju bíðið þið ekki með að skíra hann þangað til hann getur sagrt sjálfur hvað hann vill heita? ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 20. okt. 1963 1S

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.