Alþýðublaðið - 29.10.1963, Síða 2

Alþýðublaðið - 29.10.1963, Síða 2
I mtstjórar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjórl: j Árni Gunnarsson. — Ritstjórnarfulltrúi: Eiður Guðnason. — Símar: | 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuliúsiö við ; Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Áskriftargjald l tr. 80.00. — í lausasöiu kr. 4.00 eintakið. Útgefandl: Alþýðuflokkurinn. LJTVARP OG STJÓRNMAL ; FYRIR ÁRI SÍÐAN tók Ríkisútvarpið upp þá ný ] foreytni að segja í almennum fréttum frá umræð- um á Alþingi og öðru, sem þar gerðist. Hlustendur tóku fljótt eftir breytingunni og þótti mjög til bóta. ]Má það raunar kallast furðulegt, að útvarpið gæti ! -í 30 ár sagt álmennar fréttir án þess að minnast á Alþingi, en látið þurran lestur skjala í þingfrétt- um nægja. Þetta steinaldarfyrirkomulag var þó ! ekkl úbvarpinu að kenna, heldur stjórnmálamönn j um, sem hafa verið ótrúlega afturhaldssamir í þess umefnum. í dag tekur útvarpið upp aðra nýjung á stjórn málasviðinu. Það byrjar að lesa stuttan útdrátt úr •ritstjómargreinum allra dagblaðanna klukkan 9 að morgni, og mun það að sjálfsögðu helzt koma i fólki að gagni í dreifbýlinu. Má búast við, að þessi lestur verði hlustendum mikill pólitískur fróðleik ur og ættu viðhorf allra f lokka til helztu landsmála ! að koma þar greinilega fram. Allt er þetta tilraun af hendi útvarpsins til að íæra þjóðinni fréttir af stjórnmálasviðinu án þess að brjóta ramma þeirrar „óhlutdrægni<£, sem út- varpslögin mæla fyrir um. Útvarpið mundi hregð- ast hlutverki sínu, ef það færði hlustendum hvorki fréttir né fróðleik um sjálfa stjórn landsins og þau mál, sem deilt er um á sviði landsmála. Opinberar tilkynningar og lestur þingskjala fullnægja þessu hlutverki hvergi nærri, ekki frekar en Löghirtinga blaðið gæti komið í stað dagblaðanna. Útvarpið getur gert mun meíra gagn á stjóm- -máiasviðinu. Hafa komið fram hugmyndir um að hver stjóx’nmálaflokkur fái eitt eða tvö erindi á ári til að skýra viðhorf sitt, og væri þar talað ró- lega og ádeilulaust, eins og gert er erlendis. Þá er rétt að taka stjórnmálaleiðtoga og ráðamenn í spurningaþætti og yfirheyra þá. Hefur það raunar verið gert nokkmm sinnum í útvarpinu, en þarf að verða oftar. Þær nýjungar, sem Ríkisútvarpið liefur tekið upp á sviði stjórnmála eru aðeins forsmekkur þess, koma mun með sjónvarpinu. Þá gefst fólki kostur á að kynnast forustumönnum þjóðarinnar á nýjan hátt, sjá þá og lieyra, og Alþingi mxm opnast fyrir þúsundum landsmanna, sem þangað hafa aldrei komið. Reynsla þjóða eins og Norðmanna á þessu sviði talar skýru máli. Áhugi íslenzku þjóðarinnar á sjónvarpi fer dag vaxandi, en ráðamenn sofa værum svefni. Er það ótrúleg sérvizka eða blindni að neita þjóðinni um þetta undratæki til fróðleiks, menntunar og skemmtunar á sama tíma sem erlent sjónvarp og erlendar kvikmyndir flæða yfir landið. \ ir Útvarp hefst kl. 7 á morgnana. ir Ef til vill veldur það breytingum á fótaíerðartíma. ir Ómálga börn í sendiferSum. | i ic Kærulausar mæður. iiiiimiiiiiiiiiiiiiniiiiiniiiiiiiiiiiiiiuuHiimiiiiiiiiiiiiiiminiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiniiiinHHiiiiminnimiiiiiniiniiiw ÞEGAR ÉG FRÉTTI, að útvarps I ráð hefði ákveðið að hefja útvarp ! kl. 7 á morg-nana, kipptist ég við. Ég hef verið svo sérvitur, að ég hef verið andvígur lengingu út- varpsdagskrárinnar. Ég hef ekki viijað hafa útvarp í gangi allan daginn og sérstaklega sannfaerð- ist ég tnn það, að sumir músik- þættirnir, eins og til dæmis, Við vinnuna, væru ekki aðeins þýðing arlausir heldur og skaðlegir, eftir að ég kom í heimsókn á nokkra vinnustaði. ÞAÐ VAR VÉLASKRÖLT, smellir og hvellir og suð og sarg, köll og hróp, og glymjandi músík innan um þetta allt saman. Eng- inn hlustaði á músíkina, enda alls ekki hægt. Mér datt þá í hug, að þetta gerði fólkið bæði þreytt og taugaveiklað löngu áður en starfs- dagurinn væri allur, en auk þess skildist mér, að það væri misþyrm ing á tónverkum að fiytja þau við slíkar aðstæður og ekki aðeins þáð, heldur hlytj slík meðferð að drepa niður áhuga fólks á músík. ÉG ER ENN sömu skoðunar, en ég hef breytt um gkoðun á morg- unútvarpinu. Það er viðleitni til þess að breyta þeim ósið okkar ís- lendinga að fara ekki á fætur fyrr en komiö er fram yfir miðjan morgun. Ég drap á það um dag- inn, að hvergi væri eins seint far ið á fætur og hér, alls staðar ann ars staðar fer fólk til vinnu um kl. 7. Einmitt þá eru allar götur fullar af fólki á leið til vinnu í borgum nágrannalandanna. EF TIL VILL getur þetta nýja uppátæki útvarpsráðs lijálpað til þess að rífa fólk á fætur. Það gef ur að minnsta kosti til kynna, að Rikisútvarpið telji vinnudaginn byrja kl. 7 að morgni, og þó að ég liafi ekki beinlínis trú á því, að músíkin í útvarpinu og frétta- þjónustan reki fólk fram úr rúm- unum svo snemma, þá er þetta þó rétt og stefnir að því, að við tök- um upp nýja siði. MÓBIR SKRIFAR: „Fyrir nokkrum dögum kom ég í mat- vörubúð. Við hlið mér staðnæmd- ist lítil telpa á að gizka fjögurra ára, eða jafnveX ekki nema þriggja ára. Hún var með bréf í lófanum og peninga í því, sem hún rétti Leiðrétting í grein dr. Gylfa Þ. Gíslasonar, viðskiptamálaráðherra, sem birt- ist í Alþýðublaðinu á laugardaginn og fjallaði um landbúnaðarafurðir, hefur fallið brott lina og slæðzt inn villa. Rétt er setningin, sem um er að ræða þannig: „Og enn gildir hið sama um grciðslur um- fram kauptaxta, sem sérstök, tíma bundin eftirspurn eftir vinnuafli veldur, Þótt tekjur verkamanna, verkakvenna, iðnaðarmanna eða sjómanna vaxi um skeið vegna greiðslna umfram taxta eða auk- innar yfirvinnu, þá réttlætir þ’að ekki tekjuhækkun annarra stétta, og allra sízt einnar stéttar eins og bænda, án þess að aðrar stéttir, svo sem t.d. verzlunarmenn og opinberir starfsmenn, verði henn- ar einnig aðnjótandi.“ — í næst- neðstu línu f jórða dálks á 7 síðu er orðinu „lítið“ ofaukið. afgreiðslumanninum. Hún gat með naumindum sagt hvað hún ætlaði að kaupa: „Tíkaðsettu", sagði hún, „og ein kúðu‘“. Hún var ekki orð in talandi. Afgreiðslumaðurinn rétti henni þrjár sígarettur og eina brjóstsykurskúlu. ÉG HEF SVO SEM ÁÐUR séð annað eins og þetta, en aumar þykja mér þær mæður, sem snemma morguns senda ómálga barn sitt í slík erindi. Og ekki virðist sem mikið sé umleikis á svona heimilum þegar barnið er aðeins látið kaupa þrjár sígarettur. Það er líkast til allt eftir öðru. Kæruleysið er hið sama og fýsn- in. Þ,að getur ekki verið kærusöm móðir, sem rekur ómálga bam sitt í slíka sendiferð. Með því auglýs- ir hún líka sjálfa sig og heimili Hannes á horninu. TILKYNNING UM ATVINNULEYSISSKRÁNINGU Atvmnuleysisskráning samkvæmt ákvörðun laga nr. 52 frá 9. apríl 1956, fer fram í Ráðn ingarstofu Reykjavíkurborgar, Hafnarbúð- um iv/Tryggvagötu, dagana 1., 4. og 5. nóvem ber þ. á., og eiga hlutaðeigendur, er óska að skrá sig samkvæmt lögunum að gefa sig fram kl. 10—12 f. h. og kl. 1—5 e. h. hina tilteknu daga. Óskað er eftir að þeir, sem skrá sig séu við- búnir að svara meðal annars spumingunum: 1. Um atvinnudaga og tekjur síðustu þrjá mánuði. 2. Um eignir og skuldir. Borgarstjórinn í Reykjavík. Tngvnr Hclgoson beildverxCun TRYGGVAGÖTU 4 SÍMI 1965S 2 29. okt. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.